Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 18
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og vonir að þér látið þeirri til- raun í té fylgi yðar.“ Með samþykkt þessa var svo farið í hópgöngur, frá einni knæp- unni til annarar, sálmar sungnir og kirkjuklukkum hringt, því flesí kirkjufélög lýstu yfir fylgi sínu við hreyfinguna og létu kirkju- klukkur sínar óma þegar krossfar- arnir voru á ferðinni, þeim til heiðurs. Allar knæpur stóðu opnar upp á gátt þegar konurnar nálguðust, og eigendur þeirra tóku sjálfir á móti þeim og sýndu þeim virðingu. En þegar sama sagan endurtók sig næsta dag, voru móttökurnar ekki eins innilegar. En smám saman unnu konurnar á, og þar kom að einn knæpueigandinn, sá fyrsti, gafst upp og afhenti krossförunum öll drykkjarföng sín, og bauð þeim að gera við þau það sem þeim sýndist. Fjöldi fólks safnaðist sam- an til þcss að sjá endalokin, sem urðu þau að undir ljúfum sálmasöng og hljómsterkum klukknahringingum var öllum hin- um „dýrmætu“ drykkjarföngum helt í sorprennurnar. Almenningsálitið var með kross- förunum og 2. jan. 1874 var, á fjöl- mennum fundi upplýst, að síðasti knæpueigandinn hefði, eftir átta daga umsátur, gefizt upp og lokað knæpu sinni, ásamt hinum 11 stétt- arbræðrum sínum í bænum. Þegar hér var komið ránkuðu vínsalarnir loks við sér og sáu að stefndi í óvænt efni um afkomu alla og gróðavon. Áfengisverk- smiðja í Cinncinnati hét 5000 doll- ara verðlaunum, hverjum þeim, sem stöðvað gæti þessa hættulegu hreyfingu. Ein knæpan var látin gera til- raun og opna aftur, en hinn ár- vakri kvennaher var vel á verði og hóf þegar umsátur. Vörður var staðinn heilan dag, en eigandinn lét sig ekki. Umsátinni var fram haldið, með bænum og sálmasöng, og loks gafst eigandinn upp á ný, á þriðja degi. Það sem skeði í Hillsboro og Washington, skeði í hundruðum annarra bæja í Ohio-ríki og kross- farahreyfingin breiddist eins og sléttueldur frá Ohio um öll norð- urríkin og víðar. ★★★ í flestum þeim ríkjum, sem hreyfingin barst til, var hún bor- in uppi af áhrifaríkum konum í borgarastétt. — Það þótti mikill heiður prestsfrúm, kaupmanna- og embættismannakonum, já, jafnvel konum ríkisstjóranna, að taka for- ystuna. Vegna þess, meðal annars, var kvennaskörunum víðast hvar vel tekið og sýndur fullur sómi og kurteisi. Óvirðing og misþyrm- ingar voru fágætar, en áttu sér þó stað. í Cinncinnati var t.d. einni fylkingunni, eins og hún lagði sig, vaipað í fangelsi, en þó fljótlega látin laus aftur. Eins og sést af þessu stutta yfir- liti, um þennan einstæða atburð, þá var þetta fyrst og fremst trú- ræknishreyfing, byggð á sálma- söng, bænahaldi og biblíulestri, en hinsvegar mikil og kröftug undir- strykun þess haturs og djúpu fyr- irlitningar, sem amerískar konur báru í brjósti til vínknæpanna. Voldug alda sem hreif allt með sér. Fólk stóð sem þrumu lostið. afnvel knæpueigendurnir og vin- ir þeirra hrifust með straumnum og misstu ráð og rænu. — Síðan á dögum Savanaróla, hefir ekkert slíkt sést, sagði hinn heims- þekkti ritstjóri og blaðamaður, Stead. En þetta var augnablikshreyf- ing, skær stjarna sem skauzt úr skýi, blossi, sem lýsti vítt, en hlaut að dvína. Hreyfing, sem þratt fyrir undra- verðan eldmóð og hrífningu, myndi ekki bera varanlegan ávöxt. Knæpurnar myndu að vísu loka, en aðeins um skeið. Þegar umsát- inni lyki, og það ekki endurtekið, myndu þær opna aftur, og allt myndi sækja í sama horfið að nýju. Og þar með árangurinn af öllu stritinu enginn, eða þá næsta lít- ill, nema upp úr þessu öllu sam- an yrði myndaður öruggari fé- lagsskapur en kvenfélögin voru. Og það skeði. Því á grundvelli þessa merkilega atburðar — kvennakrossferðanna — og alls þess eldmóðs og þeirrar hrifning- ar, sem í sambandi við þær bloss- aði upp, var reistur einhver örugg- asti, einlægasti og heilsteyptasti bindindis- og menningarfélagsskap- ar heimsins — The Worlds Womens Christian Temperance Union — í daglegu tali nefnt HVÍTA BAND- IÐ, stofnað 18. nóvember árið 1874. Kjörorð Hvíta Bandsins var upphaflega: „í'yrir Guð, heimil- in og föðurlandið.“ — En þegar félagið breiddist út um allan heim og varð að alþjóðlegum félags- samtökum, var því breytt þann- ig: „Fyrir Guð, heimilin og sér- hvert land“ — og þannig er það nú. Félagið hefir frá upphafi ver- ið mjög róttækt í bindindisbarátt- unni og byggt hana á algjöru banni. Ein af fyrstu kröfunum, sem það setti fram, var um kosningarétt kvenna. Aðeins með kosningarétti kvenfólksins, voru möguleikar að koma kröfunni um algjört bann í framkvæmd. Átta stunda vinnu- dagur — krafan um hann var fyrst borin fram af Hvíta Bandinu. — Starfsemi í þágu heimsfriðar og vinna að útrýmingu styrjalda, frið- ur á jörðu er eitt af stefnuskrár- atriðum þess. Nú starfar Hvíta Bandið í flestum löndum heims og nýtur mikils álits og trausts og er fjárhagslega sterkt. Braut- ryðjandi þess hér á landi var Ólafía Jóhannsdóttir. E. B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.