Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 Sir Edmunid Hillary: imalaya leiðangur i Ar munu leiðangrar frá mörg- um löndum klifra í Himalaya- fjöllum. Gangan á Everest-tind hefur vakið áhuga allra klifur- garpa fyrir þessum dásamlegu fjöll -um, með fjölda tinda, sem enginn hefur stigið fæti á, og jöklum, sem enginn hefur kannað. Tækni sú og útbúnaður, sem fullkomnast hefur við Everestferðirnar, kemur vitan- lega að fullum notum er leysa skal þær mörgu klifurþrautir, sem enn eru óleystar. Það er ekki kunnugt almenningi, að af þeim mörg þús- und tindum í Himalaya, sem eru yfir 6000 metra háir, hefur aðeins verið gengið á örfáa af hverjum hundrað hingáð til. Yfirleitt má skipa Himalayaleið- angrum í þrjá flokka: Fyrst koma leiðangrar sem hafa það takmark að komast á hæstu tinda í heimi, átta þúsund metra háa eða meira — þar er hæðarörðugleikinn merg- urinn málsins, og súrefnishungrað- ir þátttakendurnir geta aðeins sinnt mjög takmörkuðum viðfangs- efnum. En í glímunni við þessa há- tinda hefur maður fullt gagn af þeirri reynslu, sem fékkst í förinni á Everest-tind, hve mikill hagur er að því að venjast þunna loftinu smátt og smátt og hafa rétt skipu- lag á flutningi matvæla og áhalda, og gera úrslitaatlöguna að tindin- um á réttum tíma. Það hlýtur að verða leiðinlegt og lýandi starf að taka þátt í slík- um leiðangri. Hin mikla hæð yfir sjó sýgur orkuna úr fólki, svo að Himalaya- svæðið, sem hinn nýi 10 manna leiðangur Sir Edmunds Hillary ætlar að kanna í vor. Leiðangurinn hófst 25. marz. því finnst lífið gleðisnautt, hver einasta hreyfing kostar stórkost- lega áreynslu, viljinn verður að sigrast á holdinu, ef manni á að verða ágengt. Það er hin dásam- lega meðvitund um félagsskapinn, undir slíkum kringumstæðum, ásamt tilfinningunni um að maður hafi unnið afrek þegar sigurinn er fenginn, sem að mínu áliti gera þessa leiðangra að því mikilfeng- legasta í fjallamennskunni. En til þess að ljúka svona leið- angri slysalaust þarf gífurlegan út- búnað, skipulagssnilling á borð við John Hunt og sand af peningum. Það er vonandi að sú forustustaða, sem brezkir klifurgarpar hafa náð í þessari grein, gangi ekki úr greip- um þeim fyrir þá sök að þá langi til að hvílast á lárviðnum eða vegna þess að hlustað sé á ráð þeirra, sem harma eða óttast fram- haldandi þátttöku í alþjóðasam- keppninni um að sigrast á stórtind- unum, sem enn eru óstignir í Him- alaya. Annar flokkur leiðangranna varðar nokkru lægri tinda. Meðal tindanna, sem eru frá 6000 til 8000 metra háir, er fjöldi sem aldrei hef- ur verið gengið á; sumir þeirra eru tiltölulega auðveldir, en aðrir svo ótrúlega erfiðir að þeir virðast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.