Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r* —— rr
257
1. ársfjórðungur
2. ársfjórðungur
3. ársfjórðungur
4. ársfjórðungur
JANÚARY FEBRUARY ' MARCM
S M T W T F.S „S M, T W T F S S- M T W T F S
1 2 3 4 S 6 7 8 9 10 II 12 13 14 IS 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 ;; 1 2 3 4 -56 V 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 S 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 28 27 28 29 30
APRll MAY JUNE
S M T W T F S S M T W T F S S M T W T F S
1 2 3 4 5 6 7 0 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 23 29 30 31 ' 12 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 10 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 309
•
JULY AUGUST SEPTEMBER
S M T W T F S 5 M T W T F S S M T W T F S
1 2 3 4 5 6 7 3 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 23 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 13 19 20 21 22 23 24 2S 26 27 29 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 13 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
OCTOBER NOVEMBER DECEM9ER
S M T W T F S S M T W T F S S M T W T F S
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 IS 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 S 6 7 8 9 10 II 12 13 14 IS 16 17 18 19 20 21 22 23 24 2S 26 27 23 29 30 i F 3 4 S 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 i:< 17 18 19 20 21 22 23 24 25 25 27 28 29 30
Heirasalmanakið. W merkir hina tvo aukadaga
^ÐALBREYTINGAR frá núgild-
andi almanaki eru þær, að ár-
inu skuli skift í fjóra jafna árs-
fjórðunga með 91 degi, og að fyrsti
dagurinn í hverjum ársfjórðungi
skuli vera sunnudagur. Fyrsti
mánuður í hverjum ársfjórðungi á
að vera 31 dagur, hinir 30 dagar.
Þetta heimsalmanak er því lík-
ára núgildandi almanaki en allar
aðrar tillögur, sem fram hafa kom-
ið. Höfuðgallinn á því er sá, sem
ekki er hægt að komast hjá með
því að halda 7 daga vikum, að einn
dagur verður afgangs 52 vikum.
því að í þeim eru ekki nema 364
dagar. En ætlazt er til þess að
þessi aukadagur komi á milli 30.
desember og 1. janúar og verði
kallaður alheims frídagur, eða
helgidagur. í tillögu Indverja, sem
lögð var fyrir Þjóðabandalagið, var
gert ráð fyrir því að þessi dagur
yrði helgaður eining og bræðra-
lagi allra manna.
Hér er og gert ráð fyrir því að
hlaupárin haldist og einn dagur,
hlaupárs dagurinn, bætist við
fjórða hvert ár. En honum á að
skjóta inn milli 30. júní og 1. júlí,
og hann á líka að vera alheims
írídagur.
lyAÐ, sem þessu almanaki er helzt
talið til gildis er þetta: að fyrsti
dagur í hverjum ársfjórðungi sé
alltaf sunnudagur, að annar mán-
uður í hverjum ársfjórðungi byrji
jafnan á miðvikudagi og þriðji
mánuður’jafnan á^östudegi. Þetta
er ósköp auðvelt að muna.
Fimm sunnudagar verða í fyrsta
mánuði hvers ársíjórðungs, og
fimm laugardagar í seinasta mán-
uðinum. Og með þessari skipan á
tímatali verða altaf 52 vinnuvikur
í hverju ári.
En mesti kosturinn er þó sá, ef
þessi skipan kemst á, að dagarnir
í árinu verða alltaf óbreytanlegir,
og þess vegna geta menn alltaf vit-
að nákvæmlega upp á hvaða viku-
dag mánaðardagana ber um alla
íramtíð. Þá ber sem sé alltaí upp
á sama vikudag. Af þessu leiðir og
það að jarnbrautir þurfa ekki að
breyta hinum prentuðu ferðaáætl-
unum sínum á hverju ári. Jóladag-
inn ber alltaf upp á sama mánu-
dag' í árinu; fyrir banka og við-
skiftastofnanir er það og mikill
kostur að hver ársf jórðungur endar
á laugardegi; fyrir skólana er þetta
líka mjög þægilegt að vikudagana
ber alltaí upp á sama mánaðardag,
ár eftir ár.
11,1 ARGIR munu verða á móti þess-
1 ari nýbreytni aðeins af þeirri
ástæðu að þeir vilja ekki neina ný-
breytni. Menn eru svo vanaíastir.
En aðalmótspyrnan mun þó koma
frá hinni kaþólsku kirkju, vegna
þess að hið nýa tímatal geri rugl-
ing í messunum.
Ein mótbáran gegn hinu nýa
almanaki er sú, að með því skap-
ist tilbreytingaleysi, en tilbreyting
sé krydd lífsins.
Þá munu og koma mótmæli
vegna þess, að nokkrir dagar
hverfa algjörlega, og þeir sem
fæddir eru á þeim dögum, missa
afmælisdaginn sinn. Svo er um þá,
sem fæddir eru 31. marz, 31. maí
og 31. desember.
Á hinn bóginn koma svo fjórir
dagar, þegar enginn á afmæli, 30.
febrúar, 31. apríl, Alheimsdagurinn
og hlaupársdagurinn. En þeir, sem
eiga nú afmæli 29. febrúar, eign-
ast afmælisdag hvert ár, í stað þess
að nú eiga þeir ekki afmæli nema
fjórða hvert ár. Þetta mega þó telj-
ast smámunir, vegna þess að eftir
nokkur ár lagast þetta allt af sjálfu
sér.
í indversku tillögunni er bent á
að nauðsyn sé að hraða þessu máli
svo að sem minnst óþægindi hljót-
ist af. Er bent á, að árið 1956 hefj-
ist á sunnudegi og þess vegna væri
tilvalið að láta þetta nýa tímatal
einmitt ganga í gildi þann dag. Og
þar sem enn sé svo langt til stefnu
geti menn haít nægan tíma til þess
að búa sig undir breytinguna.
(Úr „Unesco Courier", París).