Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Page 14
266
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fljúga allt upp undir 500 kílómetra.
En flugvélin er fljót í ferðum, og
það er fljótlegra að ná í lækni á
þennan hátt heldur en í mörgum
sveitum íslands, þrátt fyrir hina
löngu leið. Árið 1952 fóru læknar
1000 slíkarferðir og flugu samtals
rúmlega 400.000 km.
Flugvélarnar eru einnig notaðar
til annars í Ástralíu. Þær eru hafð-
ar til þess að leita að málmum í
jörð. Með nýtízku tækjum er hægt
að komast eftir því hvar ýmsir
málmar eru fólgnir í skauti jarðar,
og þegar flugvélarnar fljúga lágt,
þá koma þessir mælar að fullum
notum. Verði svo vart við einhverja
málma, eru menn þegar sendir á
staðinn til þess að leita betur og
athuga hvort þarna sé um námur
að ræða. Þess má geta að flugvél-
arnar hafa þegar fundið úraníum
í jörð á ýmsum stöðum.
Ástralía er breytilegt land. Ef
ferðazt er með flugvél milli tveggja
borga, liggur flugleiðin oft yfir
1000—1500 km breiðar eyðimerk-
ur, þar sem ekki sér út yfir auðn-
ina til beggja handa. En svo er allt
í einu komið að nýtízku borg, með
háum húsum, breiðum götum og
mikilli umferð, líkt og er í öðrum
menningarlöndum. í allri álfunni
eru járnbrautir ekki nema 28.000
mílur á lengd, en flugvélarnar fara
um allt og það er ódýrt að ferðast
með þeim. Þær eru hentugasta
samgöngutækið í þessari heimsálfu.
ÆR borgir, sem standa inni í
landi, hafa aðallega risið upp
vegna þess að þar hafa fundizt
námur. Þannig er um borgina
Whyalla, sem þaut upp svo að segja
á einni nóttu, þegar hinar miklu
járnnámur fundust þar. Það er tal-
ið að í þessum námum muni vera
um hundrað milljónir smálesta af
járngrýti. Þessi borg stendur úti í
eyðimörk og þar er ekkert vatn i
námunda. Drykkjarvatn hefur orð-
ið að leiða til borgarinnar úr ánni
Murray og er vatnsleiðslan rúm-
lega 350 km á lengd. Svipaða sögu
er að segja af borginni Yallourn.
Hún hefur risið upp hjá kolanámu,
þar sem talið er að um 27 milljónir
smálesta af kolum sé í jörð.
Það er málsháttur hér í landi, að
það sé „illur stormur, sem sé eng-
um til gagns“. Og það sannaðist
um storminn, sem tætti jarðveg og
sand ofan af Barrier Range hjá
Broken Hill, svo að þar fundust
margs konar málmæðar, svo sem
blý, silfur og zink. Það lá þar ofan-
jarðar þegar allt var örfoka.
Vegna hinna mörgu málmnáma
og kolanáma hefur sprottið upp
mikill iðnaður, svo að Ástralía er
nú ekki síður iðnaðarland en land-
búnaðar. Að lokinni seinni heims-
styrjöldinni tók iðnaðurinn fyrst
verulegan fjörkipp. Þá lögðu bæði
brezk og amerísk fyrirtæki fram fé
til framkvæmda þar. Til dæmis um
það má nefna, að árið 1939 voru
26.941 verksmiðja í álfunni, en 1951
voru þær orðnar 43.147. Þetta er
sjálfsagt að margra áliti glæsileg
framför, en hún hefur þó sína galla.
Verksmiðjurnar draga til sín unga
fólkið úr sveitunum. Það heldur að
það hafi meira kaup, betra atlæti
og meira frjálsræði í borgunum.
Það er sama sagan og víða annars
staðar.
Niðursuða ávaxta hefur farið
gríðarlega í vöxt á seinni árum,
þrátt fyrir það að Ástralía ætti að
geta selt ávexti sína ferska, því að
uppskerutíminn er þar einmitt um
það leyti, er enga ávexti er að fá
annars staðar.
ÁÐUR fyrr stunduðu Ástralíu-
menn mikið hvalaveiðar og sela-
veiðar. Var sú veiði svo gengdar-
laus, að þessum sjávardýrum var
að mestu útrýmt. En nú eru hvala-
veiðar teknar upp aftur með strönd-
um fram með góðum árangri. Þær
eru þó ekki reknar nema vissan
tíma árs, eða í þann mund er hvala-
göngur koma þangað sunnan úr
Suður-íshafinu. Aðal hvalveiða-
stöðvarnar eru í Vestur-Ástralíu og
Queens-land.
Miklar áveitur hafa verið gerðar
á seinni árum og stór raforkuver
reist. Og nú eru þó enn stærri fram-
kvæmdir í undirbúningi. Er búizt
við að þeim verði ekki lokið fyr en
eftir 30 ár og að þær muni kosta
hundruð milljóna Sterlingspunda.
Mesta mannvirkið af þessu tagi er
orkuverið og áveitan, sem kennd
er við Snjófjöll (Snowy Mount-
ains) og mun .ekki standa að bakt
hinum stóru orkuverum og áveit-
um Bandaríkjamanna. Þá eru og
ráðgerðar miklar áveitu fram-
kvæmdir hjá Murray ánni. Þessi
á er 1440 km löng og þess vegna
ein hin lengsta á í heimi.
Þótt mikið af landinu sé enn lítt
kannað, þá eru þó fá svæði alveg
ókönnuð. Og nú er mikið um það
rætt að rækta hinar miklu hrjóst-
urlendur, t. d. landið báðum megin
við Burdekin ána. Er nú verið að
rannsaka hvernig áveitum og jarð-
yrkju verði þar bezt fyrir komið.
Og ef allar vonir rætast, þá bætist
þarna við nýtt gróðurlendi á næstu
árum, rúmlega 300.000 ekrur að
flatarmáli. Nú er talið að 23% af
landinu sé eyðimerkur og 37% lítt
ræktanlegt land.
Áður en bílar og flugvélar komu
til sögunnar, var það háskasamlegt
að ferðast um miðbik landsins. All •
ar leiðir sóttust seint og hvergi var
vatn að fá. Þess vegna var það, að
úlfaldar voru fluttir inn frá Afg-
hanistan árið 1860 og stóð Sir
Thomas Elder fyrir því. — Hann
flutti einnig inn frá Afghanistan
pilta, sem kunnu að fara með úlf-
alda. Og um mörg ár gerðu úlfald-
arnir ómetanlegt gagn, með því að