Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 15
S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 Foss í Queensland troða óravíddir öræfanna og halda uppi samgöngum milli hinna fjar- lægustu staða. Nú hafa bílarnir leyst þá af hólmi. Þó fara úlfaldat lestir enn á sumum vegleysum, en annars er fátt orðið um úlfalda nema þá, er sloppið hafa og gerzt villtir. Vatnsskorturinn er mesta mein landsins. Að vísu eru þar allmörg stöðuvötn, en þau eru öll sölt. Til þess að fá drykkjarvatn og vatn í áveitur, verður því að leita ánna. Menn höfðu enn ekki gert sér grein fyrir því hve miklum vandræðum vatnsskorturinn getur valdið, þeg- ar ráðizt var í að leggja járnbraut- ina þvert yfir álfuna. En menn komust fljótt að raun um það. Á einum stað var engan vatnsdropa að fá á 1500 km löngum vegarkafla. EGAR ég var að tala um flug- samgöngur og þýðingu flugvél- anna fyrir Ástralíu, gleymdi ég að minnast á eitt atriði, sem þó er mjög merkilegt. í Kimberley-hér- aði er mikil nautgriparækt, en það- an eru um 500 km til næstu hafnar, sem er Wyndham. Til þess að koma nautpeningi sínum á markað, urðu menn áður að reka hann alla þessa löngu leið. Létu gripirnir mjög a sjá við slíkan rekstur, horuðust nið- ur og kjötið af þeim varð vont. Árið 1940 var stungið upp á því að grip- unum skyldi slátrað heima og kjöt- ið flutt með flugvélum. Margir voru vantrúaðir á að þetta gæti blessazt, sögðu að flutningskostn- aður yrði svo mikill, að fyrirtækið færi óðar í hundana. En hinir, sem höfðu trú á þessu létu sér ekki segjast. — Þeir reistu sláturhús í Glenroy og gerðu samning við ástralska flugfélagið (Australian National Airways) um að flytja kjötið til Wyndham. Þetta hefur allt tekizt ágætlega. Bændur fá miklu hærra verð fyrir kjötið og meira upp úr skepnum sínum en áður, þrátt fyrir flutningskostnað- inn. Hefur þetta orðið til þess að nautgriparæktun hefur stórum aukizt og þar með framleiðsla á kjöti. Á er að minnast á frumbyggja þessa lands, blökkumennina. — Þegar hvítir menn komu hingað var talið að blökkumennirnir mundu hafa verið um 200.000 tals- ins. Þeir skiftust í flokka eftir ætt- erni og svo er það enn. Þeim hafa verið fengin sérstök landsvæði, þar sem þeir geta haldið óbreyttum lifnaðarháttum sínum, og inn á þessi svæði má enginn hvítur mað- ur koma, nema með sérstöku leyfi. En lögreglumenn eru þar til eftir- lits. En það er mjög hæpið, að þetta fyrirkomulag geti haldizt framveg- is og blökkumenn látnir ráða hátt- um sínum eins og var áður. Menn- ingin þrengir að þeim. Þess vegna voru sett lög í fyrra í norðurhéruð- unum um að veita blökkumönnum almenn mannréttindi og borgara- rétt í þjóðfélaginu. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til að veita þeim menntun og breyta_ smám saman þessum frumstæðu mönnum í þegna hins menntaða þjóðfélags. Áður hafa blökkumenn ekki haft kosningarrétt nema í einstöku til- fellum og með sérstakri undanþágu. Með hinni nýu löggjöf er ætlazt til þess að allir fái kosningarrétt aðrir en þeir sem ríkið verður að sjá fyrir, vegna fákunnáttu þeirra. Önnur lög hafa nýlega verið gefiu út um það, að kynblendingar, sem hafa samið sig að háttum hvítra manna, skuli þegar öðlast kosning- arrétt. 17EGNA einangrunar Ástralíu um aldaraðir, var dýralíf þar mjög frábrugðið því sem er annars stað- ar. Þar er til dæmis nefdýrið og refurinn fljúgandi, sem hefur fimm feta vænghaf. Yfirleitt eru þarna engin rándýr og dýrin öll mjög meinlaus að undanteknum krnkó- Blökkumaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.