Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 16
268 ’ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 7 GÖMLU MENNIRNIR ÞRIR Smásaga eftir Leo Tolstoj E N er þér biðjizt fyrir, þá viðhafið ekki ónytjamælgi, eins og heiðingjarnir, því að þeir hyggja, að þeir muni verða bæn- heyrðir fyrir mælgi sína. Líkizt því ekki þeim, því að faðir yðar veit hvers þér við þurfið, áður en þér biðjið hann. — Matt. 6, 7—8. dílum, sem eru í nokkrum ám nyrzt í álfunni. Enda þótt nær helmingur af álf- unni sé í hitabeltinu, þá eru þar engir hitabeltissjúkdómar á borð við það sem er í öðrum löndum á sama breiddarstigi. Miklu fremur mætti segja, að hitabeltishéruðin væri heilsubótarstaður fyrir þá, sem ekki þola kalt loftslag, og þar sem álfan liggur í tempraða belt- inu, eru margir staðir svo, að þeir geta keppt við Kaliforníu og Mið- j ar ðarhaísströnd. Margir dásamlega fagrir staðir eru hér og mjög rómaðir af að- komumönnum. Gúmtréð (eucalyp- tus) setur sinn svip á landið, en af því eru taldar rúmlega 300 tegund- ir eða afbrigði. Þá eru hinir miklu skógar í Vestur-Ástralíu, sem kall- aðir eru Karri og Jarrah. Þar fá íbúarnir timbur sitt. ÁSTRALÍUMENN eru nú um 8.750.000, en þeim er það mikið í mun að fólkinu geti fjölgað og íbúarnir verði helzt orðnir 20 milljónir um næstu aldamót. Mann- skortur í landinu kom tilfinnanlega í Ijós í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Japanir ætluðu að ráðast á Ástralíu, vegna þess að of þröngt var orðið um þá heima fyrir. Gegn ofurefh þeirra höfðu Ástralíumenn ekki nema einni milljón hermanna á að skipa og var þá talinn hver maður er vopni gat valdið. Japönum fjölgar nú um 1.400.000 á ári, en á árunum 1941—1951 fjölg- aði Ástralíumönnum ekki nema um 17%. Fólkinu verður að fjölga hrað- ar, og það er ekki hægt nema því aðeins að margir flytjist þangað á ári hverju. En Ástralíumönnum er ekki sama hvaðan þeir innflytjend- ur koma. Þeir hafa einsett sér að vera „hvít þjóð“. Þeir hafa séð hvílíkt öngþveiti hefur skapazt í Suður-Afríku vegna þess að þar eru CKIP var á leið frá Arkangelsk til ^ Solofki-klaustursins, sem stend- ur á ey í Hvítahafi. Fjöldi píla- gríma var á skipinu og ennfremur biskup frá klaustrinu. Það var heið -skírt veður og lítill andvari, svo að skipið haggaðist ekki á sjónum. Pílagrímarnir voru uppi á þiljum og skiftust þar í smáhópa. Sumir hvíldust, aðrir hresstu sig á mat og drykk, sem þeir höfðu meðferð- is, sumir spjölluðu saman eða skemmtu sér á annan hátt. Biskupinn kom upp á þilfar til þess að fá sér ferskt loft. Hann gekk þar fram og aftur og virti samferðamennina fyrir sér. Tók hann þá eftir því að fram í stafni hafði stór hópur safnazt saman og hlýddi á mann, sem var að segja frá og benti hvað eftir annað út yfir hafið. Biskupinn staðnæmdist og leit í þá átt sem maðurinn benti, en sá ekkert annað en sólblikandi hafið. Hann gekk þá nær til þess að hlusta á frásögn mannsins. En sögumaður þagnaði skyndilega er menn af mörgum kynþáttum. — Ástralíumenn vilja hvorki gula menn né Indverja. Þeir vilja fá hvíta innflytjendur. Og þeir þyrfti að fá um 200.000 innflytjendur á ári til þess að þjóðin verði orðin 20 milljónir um næstu aldamót. biskup kom og heilsaði honum virðulega. Allir aðrir tóku ofan og hneigðu sig fyrir hinum háæru- verða. „Ég ætlaði ekki að trufla ykkur, vinir mínir,“ sagði biskupinn. „Mig langaði aðeins til þess að heyra hvað þessi góði maður var að segja ykkur.“ „Já, þessi fiskimaður var að segja okkur frá gömlu mönnunum þrem- ur,“ svaraði kaupmaður nokkur, sem þóttist vera fyrir þeim hinum. „Hverjir eru þessir gömlu menn?“ spurði biskupinn. Hann náði sér í tóman kassa og settist á hann. „Langt þarna úti í hafinu er lítil ey,“ mælti fiskimaður og benti fram um stafn. „Og á þessari ey eiga heima þrír gamlir menn, sem ekki hugsa um neitt nema sálu- hjálp sína.“ „Hvar er þessi ey?“ spurði bisk- upinn. Hann gat alls ekki séð hana „Vill yðar hágöfgi gera svo vel að horfa í þá átt, sem ég bendi nú,“ sagði fiskimaður. „Þér sjáið þar lít- ið hvítt ský og vinstra megin við það er eins og svart stryk — það er eyan.“ Biskupinn starði lengi, en hann sá ekkert nema leik sólargeislanna við gárurnar á sjónum, því að hann var ekki vanur því að horfa út yfir haf. „Ég sé ekki neitt,“ sagöi hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.