Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Side 18
270 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Nú getum við ekki farið nær landi,“ sagði skipstjórinn, „en ef þér viljið komast í land, þá er bát- urinn til. Við liggjum hér fyrir festum á meðan.“ Nú voru segl felld og akkeri varpað. Bátur var settur á flot og nokkrir menn hjálpuðu biskupi niður í hann. Hásetar reru knálega að eynni. Nú sá biskup glöggt með berum augum hina gömlu menn og þekkti þá á lýsingunni — fyrst þann bera með lendaskýluna, svo karlinn í slitna kyrtlinum og svo þann gamla í snjáða jakkanum. — Þarna stóðu þeir ljóslifandi og heldust í hendur. HÁTURINN kenndi grunns og há- seti hjálpaði biskupi í land. Gömlu mennirnir hneigðu sig djúpt fyrir honum. — Hann lýsti blessun yfir þá og þeir hneigðu sig enn dýpra. Svo ávarpaði biskup þá: „Ég hef heyrt yðar getið, að þér hafizt við á þessari eyðiey til þess að leita sáluhjálpar og biðja guð að vernda meðbræður yðar. Mig, óverðugan þjón, hefir Herrann val- ið til þess að gæta hjarðar sinnar, og nú er ég kominn að heimsækja yður, þjóna hans, og fræða yður um allt sem í mínu valdi stendur.“ Þeir svöruðu ekki, en litu bros- andi hver á annan. „Segið mér nú frá því á hvern hátt þér þjónið guði,“ mælti biskup. Sá næst elzti stundi og leit spyrj- andi á þann elzta. Sá stóri hnyklaði brýrnar og leit einnig til þess elzta. Hann brosti þá og mælti: „Þú Herrans þjónn, við þjónum guði alls eigi. Við reynum að hafa nóg að eta og lifum aðeins fyrir sjálía okkur.“ „Kunnið þið þá ekki að biðja guð?“ spurði biskup. Sá gamli varð aftur fyrir svör- um: Biskup kennir gömlu mönnunum „Við höfum þetta yfir: Eining þrenn blessa enn okkur gamla menn.“ Og um leið og hann hafði þetta mælt lyftu þeir allir augum til him- ins og mæltu hárri raust: „Eining þrenn blessa enn okkur gamla menn.“ DISKUP brosti og mælti: „Ég heyri að yður hefur verið sagt frá hinni heilögu þrenningu. En þannig eigið þér ekki að biðjast fyrir. Ég sé þó að þið eruð einlægir og viljið þóknast guði. Þið vitið að- eins ekki hvernig þér eigið að biðja hann. Þið megi alls ekki nota þessa bæn yðar. En nú skal ég kenna yð- ur að biðja. Ég hef ekki fundið þá bæn upp sjálfur, heldur er hún í guðs heilaga orði, þar sem hann segir okkur hvernig vér eigum að biðja.“ VO tók hann að skýra þeim gömlu frá því hvernig guð hefði opinberast mönnunum. Hann út- listaði fyrir þeim guðspjallið, þar sem talað er um heilaga þrenningu, föðurinn, soninn og heilagan anda. Og svo mælti hann að lokum: „Guðs sonur kom í heiminn til að frelsa mennina og kenna þeim hvers þeir eigi að biðja. Hlustið nú vel á það sem ég segi og hafið það eftir mér.“ Svo byrjaði hann: „„Faðir vor.“ „Faðir vor,“ endurtók sá elzti. „Faðir vor,“ sagði annar og „Faðir vor,“ sagði sá þriðji. „Þú sem ert á himnum,“ sagði biskup. „Þú sem ert á himnum,“ japlaði öldungur- inn, því að hann var alveg tann- laus. En sá næsti fór rangt með og sá þriðji kom ekki orðunum út um skeggið. Biskup varð nú að byrja á nýa- leik. Hann settist á stein og gömlu mennirnir stóðu umhverfis hann. Þeir höfðu ekki augun af vörum hans, er hann talaði, og þeir höfðu allt eftir sem hann sagði. Allan daginn stóð þessi kennsla. Biskupinn endurtók hverja setn- ingu, ekki tíu sinnum, ekki tuttugu sinnum, heldur hundrað sinnum. Og þó gátu gömlu mennirnir ekki lært þetta. En biskup var þolin- móður og helt áfram. í hvert sinn sem einhver þeirra hafði rangt eft- ir leiðrétti hann þegar, og byrjaði svo að nýu og lét þá alla hafa eftir sér í senn. Hann unni sér engrar hvíldar fyr en þeir höíðu allir lært bænina utanbókar og gátu lesið hana með honum. Sá elzti varð fyrstur að læra hana frá upphafi til enda. Svo hlýddi biskup þeim yfir hvað eftir annað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.