Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Síða 22
274 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Öll náttúran IIVERNIG stendur á hinu breytta tíðarfari? — Hvað er orðið af hörðu vetrunum? Engel segir, að síðan um miðja seinustu öld hafi meðalhiti á norð- urhveli jarðar hækkað um 1—4 stig. í Filadelfíu nemur hækkunin 4 stigum, í Montreal 2 Vi stigi, á Norðurlöndum 1—2 stigum. Aðal- lega er þetta vegna þess, að vetur eru >rc ir mildari en þeir voru áður. Menn verða varla varir við þessa hitabreytingu á sjálfum sér, en veðurfræðingar segja að ef meðal- hitinn á jörðinni hækkaði um 2 stig, mundu allir jöklar og ís við heimsskautin bráðna og yfirborð sævar hækka. Ef jökulskjöldurinn á Grænlandi bráðnaði algjörlega og leysingarvatnið rynni út í At- lantshaf, mundi yfirborð sjávar hækka svo, að London, New York og fleiri stórborgir færi í kaf. — Hækkun sjávarins er þegar farið að gæta, því að seinustu 100 árin hefur yfirboroð sjávar í höfninni í New York hækkað um 2*A þuml- unga. Vetrarveðrátta í Kanada er miklu mildari en áður var. Snjó- mælingar í Toronto sýna að fann- koman hefur lækkað um nær 20 þumlunga á tæpri öld. Rannsóknir McGill háskólans bénda í sömu átt. Þar hefur snjókoman minnkað um 28 þumlunga á rúmum 50 árum. í Yukon hefur meðalhiti vetrarmán- aðanna hækkað um 7,6 stig síðan 1901. — Nú koma ekki svo miklir snjóavetur í Alpafjöllum, Græn- landi og Alaska að snjórinn nægi til að vega á móti sólbráðinni á sumrin. Á Svalbarða hefur meðal- hiti vetrarins hækkað um 18 stig síðan 1910 og nú eru þar íslausar á norðurleið hafnir 200 daga á ári, í staðinn fyrir 94 daga áður. Bezta sönnunin fyrir hlýnandi veðráttu er þó hvernig jöklar eru að eyðast um allan hnöttinn. Haf- ísinn á norðurhveli jarðar hefur dregizt svo saman, að ísröndin er nú hundruðum mílna norðar held- ur en hún var fyrir 50 árum. Joste- dals-jökullinn í Noregi hefur stytzt um 500 fet síðan 1910. Jökullinn á Jungfrúnni í Alpafjöllum lækkaði um 18 þumlunga á árunum 1926 til 1946. Hinn mikli Nisqually skrið- jökull á Rainer fjalhnu í Washing- tonríki, hefur stytzt um fimmta hluta seinustu 90 árin. Á fjallinu Shasta í Kaliforníu hefur jökul- hettan lækkað um helming á 25 árum. í Glacier National Park verður bráðum enginn jökull, og er þá nafnið ekki sannnefni lengur. í Andesfjöllum í Suður Ameríku hefur snjólínan færzt upp um 2700 fet seinustu 60 árin, og þar hefur orðið 8 stiga hækkun á meðalhita á sama tíma. Á Nýa Sjálandi er nú þykkt jökla, sem áður var 200 fet, ekki nema 150 fet. í Afríku hafa jöklar einnig minnkað. ALLT Á NORÐURLEIÐ EGNA þessarar veðráttu breyt- ingar hefur skeð það fyrirbæri, að öll náttúran er á norðurleið. Þetta á við um grös, tré, dýr og fugla og fiskana í sjónum. Allt færist lengra og lengra norður eftir því sem veðráttan verður mildari. Um fiskagöngurnar er þetta að segja: Árið 1919 varð í fyrsta skifti vart við, svo að sögur færi af, að þorskur var genginn norður á 64 breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. En árið 1948 var hann kominn þaxna noröur á 73 breidd- argráðu, og þorskveiðar voru nú orðnar aðalatvinnuvegur Græn- lendinga. Nú veiðast þarna um 2000 milljónir punda af þorski á sumri hverju, og er þarna orðin mesta þorskveiðistöð heimsins. Fiskimið- in þarna eru um 1000 km norðar en þorskur hrygndi fyrir 30 ár- um. Aðrar fisktegundir, svo sem ýsa, heilagfiski, síld og karfi hafa einnig fært sig norður á bóginn og finnast nú 500—1100 km norðar en talið var að þær færi áður. Um fuglana er sömu sögu að segja. Til Kanada eru nú farnar að venja komur sínar ýmsar fugla- tegundir, sem áður fóru varla norð- ar en til Mexikó. Kalela, forstjóri náttúrugripasafnsins í Helsinki, hefur sagt að í norðurhluta Finn- lands sé nú á sumrin ýmsar teg- undir fugla, sem ekki hafa sézt þar fyr. Alls konar dýr í Norður Ame- ríku hafa og fært sig norður á bóg- inn um 300—1000 km norðar en þau fóru áður. Samtímis þessu hefur gróður færzt norðar, enda hefur gróður- tíminn lengzt að mun. í Finnlandi nemur þetta 21—24 dögum og nú eru plægð lönd, þar sem klaki fór aldrei úr jörð áður. Uppskera hefur og aukizt, einkum korn og hveiti í Norður-Evrópu og Kan- ada. Ýmsar trjátegundir hafa færzt mikið norður á bóginn, svo sem greni, ösp, birki og mösur, og er nú ræktað þar sem þær gátu alls ekki þrifizt áður. Á Norðurlönd- um þroskast nú ber og ýmsar jurtir fyr en áður. , j ORSAKIR BREYTINGARINNAR LL þessi dæmi, sem nú hafa verið tahn, og mörg önnur, eru fyrir augum manna og sýna að veðrátta hefur hlýnað um alla jörð á seinustu áratugum. En hvernig stendur á þessari breytingu? Um það eru aftur á móti mjög skiftar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.