Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Page 24

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Page 24
276 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VEÐURSPÁ FYRIR APRÍL Gömul veðurspá fyrir apríl segir: Votviðri mikil i april merkja frjóvsamt sumar, en hvað lítið sem rignir á upp- stigningardag, merkir hart veður eftir- leiðis. Ef veður er þá hreint og klárt, er það góðs viti. SÉRHAGSMUNIR Það var nú tíðindavert, að 28. apríl 1857 náðust og urðu skutlaðir 6 stór- hvalir á Skagaströnd. Að þessari miklu björg sóttu menn almennt vestur að Miðfirði og flestir vestan Vatnanna, Dalamenn og nokkuð úr Blönduhlíð. Hér með komu 10 skip af Ströndum. Varð þar þá hinn mesti manngrúi saman kominn, sem menn hér í sveit- um höfðu séð. Hreppsmenn vildu sitja einir að skurðinum, sem var ofurefli þeirra, þar margir voru liðléttir og óviðbúnir. Enginn fekk aðkomandi í verkið að ganga, þó duglegur og vel útbúinn væri, fyrstu dagana. Því stóð skurðurinn yfir viku (alls var skurð- artíminn 2 vikur, þar til bein og slang- ur var á land komið) og fyrir það urðu stórar kasir af þvesti, sem allt var með fyrsta góður matur, að öllu ónýtt, og ruddu þeir því seinast í sjóinn með svívirðingu. (Úr Brandstaðaannál). PRESTINUM SVARAÐ Hjá séra Jóhanni Briem í Hruna voru eitt sinn vinnuhjú, er hétu Einar og Sunnefa. Þau voru hjón og höfðu áður búið í Hrunakróki. Sváfu þaú í sama rúmi. Einhverju sinni var hún að búa um rúmið, áðúr en háttað var, og var prestur að ganga um gólf. Tók hann eftir því, að kerlingin ýtti öllu fiðrinu í undirsænginni efst í rúmið, þar sem hún lá, en lét karlinn liggja í gryfju við stokk fram. Varð presti þá að orði: „Ekki langar mig til að sofa hjá þér, Sunnefa.“ Þá sagði kerling og hnussaði í henni: „O, ætli það eigi fyrir yður að liggja." (Úr „Sagnaþ. og þjóðs.“) FRÖNSK SKIPSTRANDA Nóttina milli 28. og 29. marz 1870 gerði mesta ofviðri af suðvestri með háa sjóróti. Daginn áður höfðu sézt óvenju mörg skip að veiðum fyrir Staðarsveit, en um nóttina rak sex af / ÁRNASAFNI n*f* 0$ ojLx*. , i**** <*&*&*** í . 4 >* ■¥> ' -----i SÉRA JÓN MAGNÚSSON á Eyri við Skutulsfjörð hefur orðið nafntogaður fyrir Píslarsögu sína. Hún er eitt af höfuðritum 17. aldar, hræðileg lýsing á hugarfari manns sem hugði sig píndan af völdum galdramanna, og lengst af var trylltur af grimmd og heift, en þó annað kastið sæll og bljúgur í trú sinni. Písiarsagan er ekki til í eiginhandarriti. En til er í Árnasafni (AM 1058, 4to) bréf frá séra Jóni til nafna síns, Jóns prófasts Sveinssonar í Holti í Önundar- firði, skrifað 29. marz 1653, hálfu þriðja ári áður en hann varð fyrir þeim þjáningum sem hann kenndi göldrum. Hér er sýnt niðurlag bréfsins; þar skilar séra Jón kveðju frá Þorkötlu konu sinni Bjarnadóttur og skrifar nafn sitt undir. skipunum á land með Staðarsveit og Mikiaholtshreppi. Öll brotnuðu skipin í spón og drukknaði hver maður. Það mátti svo segja, að öll strandlengjan frá Skógarnesi út að Búðum væri þakin braki úr skipum óg mannslíkum. Geng- ið var á rekann fram eftir öllu sumri, og um haustið í október rak síðasta líkið; alls rak 34 lík og voru öll jörðuð að Staðarstað. (Sögur af Snæfellsnesi). HÖFÐINGJABRÚÐKAUP Brúðkaup var á Leirá suður (1761); vicelögmaðurinn Ólafur Stefánsson ekt- aði dóttur amtmannsins Magnúsar Gíslasonar, Sigríði að nafni. Henni tal- in 4 hundruð hundraða í fasteign, 2 hundruð hundraða í lausafé. Hóf þetta eður brullup byrjaðist miðvikudaginn næstan eftir krossmessu, sem var sá 16. september, og endaðist á fimmtudags- kveldið næsta á eftir. Það framgekk með mikilli röggsemd og uppákostnaði. Mælt var að morgungáfan hefði verið til hálft annað hundrað dala, sem var kolskál úr silfri og þar í 60 rd., tetöj öll forgylt af silfri og kaffikanna með sama slag, item 12 silfurskeiðar til te- töja, einnig nokkrir silfurbúnir hnífar. Fólk reið í burtu flestallt á föstudaginn. Mál manna var, að þar hefði verið samankomið alls aðkomandi 1 hundrað og 30 manns, nema fleiri hafi verið; þar voru 12 prestar, 8 embættismenn. (Grst. ann.) SÉRA EGGERT BJARNASON sonur Bjarna Pálssonar landlæknis þótti í meira lagi fljóthuga og þá ekki svo gætinn. Þegar hann var prestur á Stóruvöllum, messaði hann eitt sinn á Skarði eða Kiofa. Átti hann þá að lýsa með hjónaefnum, en gleymdi því. Þeg- ar hann er kominn á bak og er að ríða frá kirkjustaðnum, minnist einhver á að hann hafi gleymt að lýsa með hjóna- efnunum. Snýr hann þá hestinum við og lýsir til heilags ektaskapar, án þess að stíga af baki, og var það látið duga. (Sögn eystra).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.