Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 1
Árni Óla: Þess bera menn sdr---------------- AÐ er upphaf þessarar sögu, að sá maður bjó á Bakkakoti undir Eyafjöllum er Jón Sigmundarson hét. Hann hafði áður verið böðull. Kona hans hét Halldóra Halldórs- dóttir. Þau voru blásnauð. Ekki er getið um annað heimilisfólk þar, en þó voru þau ekki ein í kotinu, hafa máske átt nokkur börn. Jón hafði það sér til framdráttar að taka fóðrapening af mönnum, og meðal annars hafði hann tekið fjögur lömb í fóður af Magnúsi Filippussyni bónda á Lambafelli veturinn 1755—56. En þá um vorið andaðist Jón, og vegna fátæktar urðu hreppstjórar að ráðstafa heimilinu. Þeir voru Jón ísleifsson lögréttumaður í Selkoti og Einar Oddsson á Leirum. Nú var það tveimur eða þremur dögum eftir lát Jóns Sigmundar- sonar að einn gemlingur Magnúsar drapst úr hor. Krafðist Magnús þess þá af hreppstjórum að sér yrði greitt andvirði gemlingsins úr dánarbúinu og lofaði Jón ísleifsson því, ef búið gæti greitt nokkuð. Stefndi hann svo Magnúsi að Bakkakoti ákveðinn dag og kom hann þar og þeir báðir Jón ísleifs- son og Einar Oddsson. Vildi Magn- ús þá ekki taka við skrokk hor- dauða gemlingsins, en heimtaði enn að sér yrði greitt andvirði hans. En þar var ekki um auðug- an garð að gresja. Seinast virtu þeir Jón og Einar þar hesthúskofa og lambhúskofa, báða fyrir 7 alnir og buðu Magnúsi fyrir gemlinginn. Lét hann það gott heita og hafði ekki neitt á móti því og fór síðan heim. En þeir hreppstjórarmr urðu eftir til þess að athuga hvort nokkuð fyndist fámætt í búinu. Þarna var þá kominn Runólfur Jónsson, sem gerðist ábúandi á kot- inu þá um vorið. Lá skrokkur- inn af horgemlingnum fyrir utan fjárhúskofann. Spurði þá Halldóra hvað ætti að gera við rytjuna. Jón ísleifsson sagði að ekki þýddi að bjóða Magnúsi hana, því að hann vildi ekki við henni taka. Virtu þeir Einar síðan skrokkinn á 2 fiska í mesta lagi. Svo sneri Einar sér að Halldóru og sagði: „Ef þið viljið nýta rytjuna, eða ef einhver vill nýta hana, þá get- ur hún aldrei orðið meira en 2 fiska virði“. Runólfur brosti við og sagði að sér dytti ekki í hug að nýta hana svo viðbjóðsleg sem hún var, og fannst honum fjarstæða að hugsa til annars en urða þetta hræ. En svo var neyðin mikil í kotinu, að fólkið hirti skrokkinn og lagði sér til munns. Nú voru hinir gemlingarnir þri'r sendir heim til Magnúsar að Lambafelli. En þá vildi svo til að einn þeirra drapst daginn eftir úr hor. Undi nú Magnús illa sínum hlut, því hann þóttist hafa beðið mikið tjón og ekki fengið neinar bætur. Að vísu helt hann því fram um sumarið við Runólf Jónsson að hann ætti þá kofa í Bakkakoti, sem þeir hreppstjórarnir höfðu virt. En svo óheppilega vildi þá til að ann- ar kofinn hrundi og gekk Magnús þá ekki frekar eftir þessari eign sinni. Sneri hann nú reiði sinni að þeim hreppstjórunum og þótti þeir hafa svikið sig. Helt hann því fram að þeir hefði ekki haft neina heim- ild til þess að ráðstafa gemlings- hræinu að sér forspurðum, því að mark sitt hefði verið á því. Þeir hefði ekki heldur haft neinn rétt til þess að virða það sjálfir, heldur hefði þeir átt að fá aðra menn til þess. Þá um sumarið fór Magnús á- samt fleiri Eyfellingum út í Vest-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.