Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
. 279
sneri hann sér að Einari og sagði:
„Þú ert minn þjófur og þið Jón
ísleifsson báðir mínir sauðaþjóf-
ar“.
Einar svaraði þá: „Þó ég megi
líða það af þér að þú kallir mig
þjóf, þá er ekki víst að Jón ísleifs-
son þoli þér það“.
En Magnús endurtók ákæru sína
og sagði að þeir hefði stolið af sér
sauð í Bakkakoti.
Prófastur var þá kominn út í
kirkjudyr og vitnaði Einar undir
hann og Ragnhildi hvað Magnús
hafði sagt.
Prófastur fór þá að tala um fyrir
þeim og leiddi Magnúsi fyrir sjón-
ir hve illa hann væri staddur ef
honum yrði stefnt fyrir þessi um-
mæli. Er þá eins og Magnús hafi
rankað við sér, því að nú vildi
hann endilega sættast við Einar:
„Ég vil forlíkast, ég vil forlíkun,
nú sættumst við“, sagði hann hvað
eftir annað. Bað hann Einar að taka
ekkert mark á orðum sínum, og
sagði:
„Þú skalt fá hjá mér svo mikið
brennivín, sem þú vilt úr leglin-
um mínum, sem er í poka inni í
kirkjunni“. Átti það að gilda til
sátta, en Einar sagði þá:
„Þú beizt mig líka, Magnús.“
Rétti Einar síðan fram hægri
höndina og sýndi prófasti. Var
höndin alblóðug og stórt opið sár
á vísifingri. Þá sagði Magnús af
þjósti:
„Þú óðst upp í mig og reifst út
á mér munninn, svo að mér eru
sárir gómarnir“.
Mun prófasti nú hafa litist svo
á að ekki þýddi að tala meira um
fyrir þeim. Bauð hann Einari með
sér inn í bæ til að þvo höndina og
athuga sárið.
Ragnhildur sagði að Magnús
hefði þá íarið inn í skála til vinnu-
fólksins og íarið að tala um þetta
og sagt svo frá: Að komið hefði
andvana barn að Holti og hefði
þá verið hringt öllum kirkjuklukk-
um Holtsstaðar og bætti svo við:
„Ég held hann hafi fengið högg“.
Svo óð hann úr einu í annað: „Mér
er sár munnurinn, hann reif inn-
an á mér munninn. Kveiktu fyrir
mig í pípunni minni, Ragnhildur,
ég get það ekki sjálfur“. Þá kvaðst
Ragnhildur hafa svarað: „Þú ert
illur við brennivínið, og hefir bit-
ið manninn“. Svaraði Magnús þá:
„Hann verður að gefa skýrslu á
því hvað hann vildi upp í mig“.
Hann þóttist einnig vera með kúlu
á höfðinu og bað Ragnhildi að at-
huga það, en hún gat ekki fundið
á honum nein meiðsl eða ákomu.
Prófastur bauð Einari með sér
upp á loft og settust þeir þar að
snæðingi við kertaljós. Sagði pró-
fastur svo sjálfur frá, að hann
hafi ætlað að láta mann fylgja Ein-
ari heim, en láta Magnús vera um
kyrrt um nóttina, því að hann hafi
verið „öllu ógáðari“. Og sem þeir
höfðu nú matast þarna um stund,
kemur Magnús þangað óboðinn og
sezt hjá þeim. Sló hann fyrst upp
á gaman við Einar og bað hann
að láta sér verða gott af vellidrafl-
anum. Síðan ræddust þeir við í
mesta bróðerni, og lauk því svo,
að Magnús var þar ekki um nótt-
ina og Einari var ekki fengin fylgd,
heldur urðu þeir samferða heim-
leiðis.
Þeir komu við á Steinum. Þá
var lokið skírnarathöfninni þar og
var séra Daði úti í kirkju og sá
maður hjá honum er Marinó Kol-
beinsson hét. Þar hafði verið
kveikt ljós. Vindur þá Einari inn
í kirkjuna og sýndi hann þeim á
sér vísifingur hægri handar og
sagði:
„Sjáið hvernig hann Magnús á
Lambafelli fór með mig“.
Prestur bað guð fyrir sér og
spurði hver ósköpin gengi á, en
Marinó spurði:
„Hvernig fór hann að því arna?“
„Hann beit mig“, sagði Einar.
Skoðaði Marino þá fingur hans og
sá ekki betur en að „mannsbit á
honum væri og sárin samstemm-
andi að vídd manns tanna atlög-
um.“ Magnús Filippusson bar nú
að í þessu og sagði þá Marino við
hann:
„Ef þetta er satt, þá verður þú
auðþekktur þegar brotnar hafa
verið úr þér tennurnar“.
Þetta orðatiltæki Marinos lýtur
að því, að það var venja að brjóta
vígtennur úr grimmum hundum,
ef þeir höfðu rifið fé til óbóta.
En Magnús svaraði: „Það er
klárt, prófasturinn er búinn að
sætta okkur. Ég er allur aumur í
munninum, því að hann fór með
fingurinn upp í mig. Og er ég ekki
bólginn í andlitinu.“ En Marinó gat
ekkert á honum séð. Síðan fóru
þeir Magnús og Einar og segir ekki
meira af ferðalagi þeirra.
----★-----
Það fór eins og Einar hafði spáð,
að Jón ísleifsson sætti sig ekki við
það að vera kallaður sauðaþjófur.
Stefndi hann Magnúsi undir eins
fyrir illmælið. Mun Magnúsi þá
hafa litist illa á blikuna og gjarna
viljað að hann hefði látið þessi
ölæðisorð ómælt. Reyndi h^nn að
komast að sáttum við þá Jón og
Einar og skrifaði eftirfarandi sátta-
boð hinn 24. september:
„Það, sem ég undirritaður hafi
mátt í drykkjuskap og ógætni til
orða eða verka misboðið hafa
hreppstjórunum Jóni ísleifssyni og
Einari Oddssyni, og ég nú íornem
mig fyrir sigtaðan með auglýstri
stefnu, vil ég hér með alúðlega af-
plánað hafa, biðjandi þá velvirð-
ingar á þeim drykkjuskaparorðum
eður gerðum, sem af mér þeim til
hneisu eða skaða fallið hafa, bjóð-
andi mig til þau orð að erklæra
sem ég kann þeim til óvirðingar
talað hafa svo ei hneiksli af þeun