Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 8
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS völdin á íslandi vita að þau hafi æðri máttarvöld yfir sér, sem þau verði að lúta.“ Næst guði segist hann svo treysta greifanum til þess að rétta hlut sinn. Þetta bar þann árangur að hinn 25. apríl 1760 fyrirskipar konung- ur að mál Magnúss skuli takast fyrir að nýu, eftir ósk hans, til þess að stefna vitnum og koma fram með upplýsingar, er geti orð- ið til þess að hann haldi æru sinni. í stað hins reglulega dómara, Þor- steins sýslumanns, skuli því skip- ast setudómari, en Brynjólfur Sig- urðsson sýslumaður skuli vera mál- svari Magnúsar. Líður nú og bíður svo að ekk- ert virðist gerast í þessum mál- um. Er svo að sjá, sem Magnús hafi haldið kyrru fyrir í Kaup- mannahöfn og fengið þar atvinnu. Tæpum tveimur árum seinna kvakar hann til konungs og kvart- ar um að ekkert sé gert í málum sínum. Varð það til þess að Rantzau skrifaði Magnúsi Gíslasyni amt- manni í maí 1762. Er þar fyrst minnst á það, að Brynjólfur Sig- urðsson sýslumaður hafi ekki vilj- að taka að sér mál Magnúss, vegna þess að hann hafi haldið að Wium væri málsvari hans. En þar sem Magnús kvarti nú sáran um að ómögulegt sé að ná rétti sínum á ísiandi, en hafi þó áður fengið leyfi til þess að taka málið upp að nýju, þá sé nú Hans Wium falið að vera málsvari hans, en amtmanni boðið að skipa setudóm- ara, er hafi eigi verið neitt við þessi mál riðinn áður. Úr þessu hefir víst lítið orðið. En sumarið 1763 fær Brynjólfur Sig- urðsson sýslumaður óvænt bréf frá Magnúsi og er hann þá stadd- ur á Skriðuklaustri. Bréfið er dag- sett 8. júlí. Hvernig Magnús hefir komizt til landsins er ekki vitað, en hann segir í bréfinu að hann sé þangað kominn „eftir langan og mæðusaman hrakning í vor.“ Enn fremur kveðst hann ekki geta komizt til Suðurlands vegna hestaekiu, en biður sýslumann að senda sér ýmis skjöl með bréfber- anum aftur. Aftan á þetta bréf hefir einhver skrifað: Á þessu sést hvár Magnús Filippusson var 8. júlí 1763. Magnús hvarf svo aftur af landi burt með hollenzku skipi. ----★---- Nú er að segja frá því, að hinn 22. júní 1765 skrifar einhver Nielsen í forföllum Rantzau (sem hann segir dveljast á óðalssetri sínu) og tilkynnir að hafnað hafi verið beiðni frá Magn- úsi Filippussyni um að mega stefna 3 yfirréttardómum, 6—7 ára gömlum, fyrir hæstarétt. Hinn 30. apríl 1767, eða 11 árum eftir að málaferlin hófust, skrifar Þorsteinn sýslumaður amtmanni og segir þar meðal annars: Þar eð sá alræmdi sakamaður Magnús Filippusson, sem strauk seinast heimulega af landinu með hollenzkum fyrir nokkrum árum, en tjáist þó síðar vera kominn til Kaupmannahafnar, og hafa heimu- leg bréfaskifti við prestinn Háifdan Gíslason í Hólum, svo sem sinn handlangara og fuilmektugan yfir konungsjörðunum, Skóga og Merk- ureign, af hverri forpagtning prest- ur sá hefur mestan plóginn og hef- ir í 10 ár haft, með því að selja sem dýrast, ef ekki okra, slægju- lönd jarðanna plet og stykkevis, en senda Magnúsi dálítið árlega þar á mót til hugnunar, því ekki hefir kona Magnúsar gott þar af. Að svo vöxnu máli finn ég mína pligt og skyldu að inndrífa kóngs- ins sektir og bætur af fyr greinds Magnúsar skuldabúi, án lengri undandráttar, hvar til ekki er ann- að af nokkru verði en sá til for- sikringar setti jarðarpartur í Svað- bæli af 20 rdl. virði rúmlega, hverri caution fyrir Merkur og Skóga eigna forpagtning hér með þess vegna upp segist upp á það rétturinn megi hafa sinn fram- gang. Viðkomendur, ef nokkrir eru, geta skaffað nýa caution, eða og jarðirnar komið til uppboðs. Magnús hefir að undanförnu svo herfilega ruplað og rúið sitt bú, að konan getur naumast bjargast við búhokur. Deres Velbyrdighed vona ég komi til að skrifa fyrir hann nú í ár og befordre til Slaveriet þar eður hér, eftir lögum og dómi. Sá fingurbitni Einar Oddsson er nú sálaður, og er það aumkunar- vert að hann, eftir 11 ára process, öðlaðist engar bætur fyrir allan sinn skaða, skemmdir og órétt. ----★---- Af þessu mætti nú ætla að lokið væri öllu stímabraki Magnúss. En svo var ekki. Hann var svo sem ekki af baki dottinn og gengur furðu næst hvað honum gat orðið ágengt. Seint á árinu 1766 fær hann konungsleyfi til þess að stefna fyrir hæstarétt þeim yfirréttar- dómum, sem höfðu verið kveðnir upp yfir honum hér á landi. Var það dómur í ærumeiðingarmálinu, frávísunardómur og dómur í bits- málinu. Hefir Þorsteinn sýslumað- ur ekkert vitað um þetta, er hann skrifaði bréf sitt. En með vorskip- um berast amtmanni þrjár hæsta- réttarstefnur frá Magnúsi — og kom öllum á óvart. Magnús Gíslason amtmaður var nú látinn, en tengdasonur hans, Ólafur Stefánsson orðinn amtmað- ur. Honum voru því stefnurnar sendar. Og hinn 20. ágúst 1767 skrifar hann svo stiftamtmanni, á- samt Birni Markússyni' lögmanni, langt bréf og segja þeir þar m. a.: „Vér höfum með undrun lesið þessar þrjár hæstaréttarstefnur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.