Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
285
Magnúss Filippussonar út af dóm-
ura, sem nú eru 8—9 ára gamlir,
— ekki svo mjög út af því, að hon-
um hefir tekizt að svíkja út kon-
ungsleyfi til þess að taka þessi mál
upp, þótt það komi í bág við til-
skipan 20. febr. 1711, þar sem svo
er ákveðið að engu máli sem er
eldra en þriggja ára megi skjóta
til hæstaréttar, — eins og yfir hinu,
að hann skuli dirfast að koma fram
fyrir kóngsins hæstarétt með mál
sín.“
Síðan rekja þeir ýtarlega mála-
ferli Magnúss og á hverju yfir-
réttardómarnir yfir honum sé
byggðir. Að lokum óska þeir þess,
að Magnús fái þá útreið í málum
þessum, sem hann eigi skilið, og
að dómar yfirréttarins verði stað-
festir. —
En hér kom einnig fleira til
greina. í hæstaréttarstefnum sínum
hafði Magnús farið hinum óvirðu-
legustu orðum um Magnús heitinn
Gíslason amtmann og ásakað hann
fyrir rangsleitni og lögleysur gagn-
vart sér. Þetta kom við hjartað í
Ólafi amtmanni. Hann skrifar því
konungi sjálfum sama dag langt
bréf. Ber hann sig fyrst upp und-
an því, að Magnús Filippusson hafi
svívirt tengdaföður sinn í gröfinni
og sagt að hann hafi ekki gætt laga
og réttar eins og konungur hafi
ætlazt til af honum. En allt, sem
Magnús segi þar um, sé hin hróp-
legasta lygi og rógur, spunnið upp
í því skyni að reyna að ófrægja
heiðvirðan mann, sem aldrei hafi
mátt vamm sitt vita í embættis-
störfum sínum. Til þess að sanna
þetta enn betur, segist hann senda
konungi afrit af 22 skjölum, er sýni
það ljóslega, að Magnús amtmað-
ur hafi á allan hátt viljað hjálpa
Magnúsi Filippussyni í málum
hans.
Að lokum kveðst hann vera viss
um að konungur verndi sína trúu
embættismenn og leyfi ekki að
þeir sé rægðir í hans eyru né born-
ir lognum sökum, og kveðst vona
að þessi maður fái makleg mála-
gjöld, „öðrum sínum líkum til við-
vörunar".
Þá var konungur Kristján 7. og
hafði tekið við ríki árinu áður, 17
vetra gamall.
Jafnframt skrifaði amtmaður
stiftamtmanni, Rantzau greifa, og
bað hann að sjá til þess að tengda-
faðir sinn þyrfti ekki að liggja
undir álygum og rógi Magnúss i
gröf sinni.
----★-----
Þetta er hið seinasta, sem ég hefi
fundið um málaferli Magnúss
Filippussonar. Engin hæstaréttar-
skjöl eru til frá þessum árum, því
að þau munu öll hafa brunnið, og
verður því ekki séð hvernig hæsta-
réttur hefir tekið á málunum.
Lýkur svo þessari raunasögu,
sem hófst með ölvun í kaupstaðar-
ferð. Með hverjum áfanga í mál-
inu versnaði hlutur Magnúss.
Sekt hlóðst ofan á sekt og nam sú
upphæð seinast hér á landi 55
hundruðum á landsvísu. Magnús
verður því að flýa land og skilja
konu og börn eftir svo að þau
lifðu við sult og seyru. Það rætt-
ist því sem Marino sagði forðum i
kirkjunni á Steinum ,að rækilega
voru brotnar úr honum tennurnar.
Öll þessi hrakföll stafa af drykkju-
skap Magnúss og skaplyndi hans,
því að hann hefir verið þverlynd-
ur og einrænn, svo að enginn mað-
ur hér á landi virðist hafa haft
samúð með honum. Hitt er merki-
legt hve lengi honum tókst að fara
undan í flæmingi og hvernig hann
kemur ár sinni fyrir borð í Kaup-
mannahöfn. En það mun stafa af
því, að Rantzau greifi vildi öllum
íslendingum vel og að engis
manns hlutur yrði fyrir borð bor-
inn.
BRIDGE
♦ K 7 2
V 6 5 3
♦ G 4 3
♦ Á 9 8 4
★ 10 9 8 6 4
V G
♦ Á K D
*D G 10 2
A Á D G 5 3
V A K D 4
♦ 10 6
* K 5
Sagnir voru þessar:
s V N A
1 sp pass 2 sp pass *
3 hj. pass 3 sp. pass
4 sp. pass pass tvöfaldar
tvöfaldar pass pass pass
Vestur sló út T9 og A fær tvo slagi
á tígul. Svo slaer hann út TD, en hún
er trompuð á hendi. Það er dálítið
grunsamlegt að A skyldi tvöfalda og
S vill því sjá hvernig trompin liggja.
Hann slær út SÁ og nú kemur í ljós
að öll trompin, sem hann vantar, eru
hjá A, og hann hlýtur því að fá slag
þar. Er þá sýnt, að til þess að geta unn-
ið spilið, verður S að fá 3 slagi í hjarta,
en það er líklegt að A hafi lítið í þeim
lit. Bezt væri því að geta spilað hjarta
þrisvar úr borði, en það er ekki hægt,
því að ekki er hægt að koma blindum
inn nema tvisvar sinnum. S tekur því
áhættuna og slær út HÁ. Það lánaðist.
Svo kemur hann blindum inn á SK og
slær út hjarta. Nú á A þess kost að
trompa og ef hann gerir það, þá losar
S sig við H4. Ef A gefur slaginn tekur
S á HD og kemur svo blindum inn á
LÁ og slær út hjarta enn. Þá er alveg
sama hvað A gerir, S hlýtur að vinna
spilið.
c_
Maður kom inn í símastöð úti á landi
og spurði hve mikið kostaði símtal við
ákveðið númer í Reykjavík. Honum
var sagt að það kostaði sjö krónur.
— En er þá ekki afsláttur þegar
maður hlustar aðeins? Ég ætla að fá
samband við konuna mína.
★ —
V 10 9 8 7 2
♦98752
* 7 6 3