Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 10
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Balslev Jorgensen ritstjóri: VOR í ENGLANDI yETURINN í London er fúll og dapurlegur. Kuldínn er rakur og viðbjóðslegur, í staðinn fyrir snjó eru bleytuhríðar, þokan er römm af sóti, og þegar ekki er bleytuhríð, þoka eða frost, þá rign- ir. Afar sjaldan sér til sólar, og þá aðeins glyttir í hana í gegnum þok- una svo sjaldan leggur af henni ljós og yl. Það er því ekki að furða þótt menn fagni vorkomunni, þegar sól- in fer að hækka á lofti og geislar hennar fara að tevgjast inn í garð- ana. Þá verða menn alteknir af ein- hverjum ókyrrleika. Menn geta ekki haldið kyrru fyrir. Menn skifta um olíu á bílum sínum, tæma af þeim frostlöginn og setja á þá hreint vatn í staðinn. Menn verða að lyfta sér upp og fagna vorinu. Þótt London sé leiðinleg, þá liggja að henni hin fegurstu héruð í allar áttir. Þau taka við þar sem hinar löngu húsaraðir í úthverfun- um þrýtur. Það er að vísu fyllilega klukkustundar akstur áður en mað- ur kemst út úr borginni. En það borgar sig. Og geti maður eytt heil- um degi í ferðalag, kemur maður endurnærður heim og þolir betur hráslagann í borginni, þangað til vorið hefur sigrað og veitir mönn- um nýan þrótt og starfsgleði. Flestir girnast að fara til ,.The Cotswolds“. En það er ekki hægt að útlista nákvæmlega hvar sá stað -ur er. Nafnið er í rauninni hug- tak, og innan ramma þess getur maður haft svo vítt og breitt svæði sem hverjum einum þóknast. Þetta er hálsaland sem nær yfir greifa- dæmin Oxfordshire, Warwickshire, Glouchestershire og Berefordshire. Hálsarnir eru víða þaktir skógi og þar á milli frjóvsöm gróðurlönd. En á milli hálsanna eru breiðir og hlýlegir dalir ög í hverjum dal er þorp í hvirfingu utan um elztu merkisstaðina: kirkjuna, torgið og krána. Og sums staðar standa hús- in uppi í bröttum brekkunum. Við hverja bugðu á veginum opnast manni ný og fögur útsýn. Mann langar mest til að geta sett þetta allt í umgjörð og haft heim með sér til þess að hengja upp á vegg. Það er engu líkara en að tíminn hafi staðið kyrr hér og allt þetta hérað sé stórt listasafn. En það er lifandi listasafn, og hér lifa menn lífinu eins og þeir gerðu fyrir 400 til 500 árum, þrátt fyrir bættar samgöngur og nýustu tæki. Og hér er veðrið blítt. Utan af Atlantshafi stendur gola, sem ber með sér hlý- indi frá Kanaríeyum og Golf- straumnum, en sól skín á hlíðar og grjótið, sem gægist upp hingað og þangað. Sunnan í móti eru hlíð- arnar oft blómum skrýddar hér mánuði fyr en blóm fara að sjást í Austur-Englandi og Skotlandi. — Hér er líka heimkynni hinna fáu beykitrjáa, sem til eru í Englandi. Þau hafa oft skrýðst sínu ljósa vor- skrúði í suðurhlíðunum, þótt snjór liggi enn í brekkunum að norðan. En við skulum byrja á byrjun- inni. Það er ekki margt merkilegt að sjá á leiðinni frá London fyr en maður kemur til háskólabæarins Oxford. Hafi maður ekki komið þar áður, staldrar maður þar við og skoðast um, en ekki of lengi, því tíminn er fljótur að líða. Vér höld- um því lengra áfram til norðvest- urs og komum að borginni Wood- stock. Þetta er dýrlegur staður, en kunnastur fyrir það, að hann er eign Marlborough ættarinnar. — Þarna stendur ættarhöllin Blen- heim, og þarna fæddist Sir Win- ston Churchill árið 1874. Vegurinn liggur nú meðfram hinum langa múr umhverfis hallargarðinn. Hann er stundum opinn — þó aldr- Blenheim-hallargarður *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.