Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
289
I LAIMDI TITOS
eru íöffur off svipmikU tindaijöil
GREIN þessi er eftir einn af þeim mörgu Englendingum, sem
leggja stund á fjallgöngur, ekki til þess að afla sér frægðar,
heldur vegna ánægjunnar af því að komast á hina hæstu tinda. Hér
segir frá fjallgöngum í Júgóslavíu.
'Sf'ENN ráku upp stór augu þegar
það fréttist að ég ætlaði að fara
til Júgóslavíu og ganga þar á fjöll.
Fyrst var nú þetta, að fáir hafa
hugmynd um að í landi Títos eru
hin fegurstu tindafjöll og að um
þrír fjórðu hlutar landsins eru fjall
-lendi. Og svo fannst mönnum það
glópska að hætta sér inn í þetta
land, ég mundi verða kyrrsettur
þar. En sannleikurinn er sá, að í
fáum löndum Evrópu er auðveld-
ara fyrir Breta að ferðast. Serbar
hafa nú sem stendur hinar mestu
mætur á Englendingum, og jafnvel
í fjallahéruðunum, þar sem matar-
ílátin eru úr tini, er tekið fram leir-
tau þegar brezka gesti ber að garði.
Landslagið breytist skjótt eftir
að maður fer frá Trieste. í staðinn
fyrir grýtta jörð koma nú miklir
barrviðarskógar og teygjast langt
upp í hlíðar fjallanna. Nokkru eftir
að við komum inn í Júgóslavíu,
skall úrhellis rigning með þrumum
og eldingum á lestinni. En svo stytti
upp jafnskyndilega og lygndi, en
regnmóða sveipaði hin háu fjöll og
sólargeislarnir brotnuðu í henni.
Upp í háloftið teygðust blá fjöllin,
tindur við tind, eins og ógurlegir
kastalar byggðir í lausu lofti. Þarna
voru júlíönsku Alparnir, f jöllin sem
vér höfðum þráð að klífa.
Vér vissum þó lítið um þessi fjöll,
og bækur um þau komu oss ekki að
haldi, því að þær voru allar á slav-
nesku máli — engin einasta ferða-
mannabók á þýzku, enda þótt nokk-
uð af fjöllunum sé í Austurríki. Það
var þó margt, sem vér þurftum að
fá að vita — hvar fjallakofar væri,
hvort hægt væri að fá þar mat og
aðhlynningu, og hvernig samgöng-
um væri háttað. En þegar vér kom-
um til háskólaborgarinnar Ljub-
ljana, vorum vér svo heppnir að
rekast á mann, sem hafði komið
með Tító til Englands. Hann veitti
oss allar nauðsynlegar upplýsingar
og greiddi götu vora á allan hátt.
En bezt af öllu var að hann kom
mér í kynni við dr. Francé Arvéin,
kennara við vélfræðideild háskól-
ans. Hann var einmitt að leggja á
stað til fjallgöngu og bauð mér með
sér.
— ★ —
Það voru mikil viðbrigði að koma
frá hinum blómskreyttu aldingörð-
um í Ljubljana og upp í hin hrika-
legu fjöll, með hvössum eggjum og
tindum. Vér gistum um nóttina í
vv ^ ------ . —... & —
Hér rís hver tindurion við annan