Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 16
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en það svarar líklega til um það bil kr. 13.000.00 í nútíma pening- um. Þegar svo hér við bættist, að jarðimar voru ekki leigðar nema til fárra ára í senn, er hægt að gera sér í hugarlund, hvílíkan fjárdrátt var hér um að ræða. Hér fer á eft- ir stuttur kafli úr æfisögu Gísla Konráðssonar um undirbúning að norðurreið Skagfirðinga. Kemur þar í ljós, að allir helztu bænda- höfðingjar Skagafjarðar stóðu að þessum undirbúningi, meðal ann- arra hinn þjóðkunni alþingismað- ur þeirra, Jón Samsonarson frá Keldudal. Er þessara forystumanna getið í eftirfarandi frásögu Gísla hreppstjóra og fræðimanns Kon- ráðssonar: FRÁ KARLSÁRFUNDI „Þess var áður getið, að fundur var við Karlsá, og voru á honum alls 60 manna, og eru þessir helzt tilnefndir: Jón Samsonarson al- þingismaður Skagfirðinga frá Keldudal, Gunnar hreppstjóri Gunnarsson frá Skíðastöðum í Laxárdal, Tómas sáttamaður frá Hvalsnesi Tómasson, og þeir Gísli Konráðsson hreppstjóri og Indriði bóndi sonur hans frá Húsabökk- um, Þorbergur hreppstjóri Jónsson frá Dúki, og bændur þeir Sigurður Guðmundsson á Heiði, er lengi hafði hreppstjórn haft, Bjarni Jónsson írá Meyjarlandi á Reykja- strönd, Jón Árnason frá Kleif á Skaga, Sveinn Auðunarson og Jón sonur hans frá Sævarlandi, Jens bóndi Jónsson frá Gili í Borgar- sveit, Jón Gíslason frá Kimbastóð- um, Egill Gottskálksson frá Völl- um, Sigvaldi Jónsson frá Syðra- Vallholti, Árni Gíslason frá Bakka og Sigfús son Gísla bónda í Húsey. Allir úr Vallhólmi. Þar voru og synir Magnúsar prests í Glaumbæ, Halldór bóndi í Geldingaholti og Stefán bóndi á Víðimýri, Rögn- valdur Þorvaldsson bóndi a Skíða- stöðum í Tungusveit og Páll Jóns- son frá Litla-Dal og margir fleiri. Jón Samsonarson var forseti á fundi þessum. Voru þar rædd vand- ræði þau, er á lögðust með harð- stjórn amtmanns; voru um það í nefnd kosnir: Tómas á Hvalsnesi, Gunnar hreppstjóri, Sigurður á Heiði, Gísli hreppstjóri og Indriði son hans, og kom þar ásamt að ríða norður að Möðruvöllum, og biðja amtmann að leggja embætti sitt niður, en áður skyldi um það fundur að Vallalaug í Vallhólmi, fornum leiðarþingsstað, og fór þá, sem segir í tímariti því, er Þjóð- ólfur heitir, og skyldu þeir fyrir- liðar norður Indriði Gíslason, Sig- valdi, Egill, Sigurður á Heiði og Bjarni á Meyjarlandi að gæta þess, að allt færi sem skipulegast um förina.“ Sighvatur Grímsson fræðimað- ur, sem hefir búið æfisögu Gísla Konráðssonar undir prentun, segir svo um þetta mál í formála æfi- sögunnar: „Menn geta séð af sögunni, að fullkomnar orsakir voru til þess, að margir voru óánægðir með stjórn Gríms amtmanns, og þá ekki síður með framkomu Einars Stef- ánssonar á Reynistað. Báðir þeir beittu hóflausri kúgun og fédrætti við landseta á jörðum þeim, sem þeir höfðu til umráða ,og urðu mest fyrir því félitlir menn og um- komulitlir, svo af því urðu oft sveitarvandræði. Gísli var hrepp- stjóri í sveit sinni, frjálslyndur og drengur góður. Hann vildi verja sveitunga sína fyrir harðýðgi og rangindum, og þannig voru fleiri skapi farnir þá í Skagafirði, þeir er nokkuð áttu undir sér. Héraðið mátti heita alskipað frjálslyndu mannvali, að sárfáum fráteknum. Þessir frjálslyndu og óvílsömu ná- ungar bundust samtökum aðhrinda af sér okinu, og þótt vinfengi nokk- uó væri áður xnilli Gísla og þeirra Reynistaðarhjóna, Einars og Ragn- heiðar, þá var Gísli svo réttsýnn og frjálslyndur, að hann lét það ekki aftra sér frá skyldu sinni að styðja hag og rétt sveitunga sinna og meðbræðra, í því er hann mátti við koma, en að náttúrufari var hann friðsamur og var illa við all- ar deilur, þótt hann gæti ekki hjá því komizt með köflum“. ----o--- Af skiljanlegum ástæðum segir Gísli lítið frá sjálfri norðurreið- inni í æfisögu sinni. Þeir, sem þátt tóku í þessum aðgerðum, gátu átt von á því að verða fyrir ofsókn yfirvaldanna. En Jóhann Kristjáns- son sagnfræðingur hefir ritað um norðurreiðina í eftirmála að æfisögu Gísla Konráðssonar, og er ritgerð hans svohljóðandi: „NORÐURREIÐ SKAGFIRÐIN G A Með því að allruglingslega er frá sagt þessum atburðum í sögu Gísla Konráðssonar hér að fram- an, þykir rétt að geta hér að nokkru ferðar þessarar, eftir því sem næst verður komizt. För þessi var ákveðin á fundun- um, er haldnir voru 5. maí 1849 á „Kalláreyrum út undir Laxárdals- heiði“ og 21. s. m. við Vallalaug í Vallhólmi. Þeir, sem fóru úr Skagafirði, hafa verið þessir: Björn Gunnlaugsson á Skíðastöðum Gunnlaugur Björnsson í Hvammi Pálmi Jónsson á Selá Jón Árnason í Kleif Jens Jónsson á Gili Stefán Ólafur Reykjalín á Ing- veldarstöðum Jón Gíslason á Kimbastöðum Teitur Guðmundsson á Instalandi Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi Sigurður Guðmundsson á Heiði Guðmundur Kristjánsson í Vatns- koti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.