Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 Guðmundur Þorláksson á Hellu- vaði Gísli Árnason á Ketu Stefán Bjarnason á Geirmundar- stöðum Þorleifur Bjarnason í Ríp Jón Jónsson á Dæli Indriði Gíslason á Húsabakka Halldór Magnússon í Geldingaholti Sigvaldi Jónsson í Syðra Vallholti Egill Gottskálksson á Völlum Guðmundur Stefánsson í Grófar- gili Árni Gíslason á Bakka Sigfús Gíslason í Húsey Hannes Hannesson á Reykjarhóli Jóhannes Jónsson í Krossanesi Stefán Magnússon á Víðimýri Einar Magnússon á Húsabakka Ólafur Gunnarsson á Brekku Jón Hallgrímsson á Daufá Gunnar Guðmundsson á Stapa Árni Sigurðsson á Revkjum Guðmundur Hannesson á Hömrum Páll Jónsson á Keldulandi Jón Jónsson á Miðsitju Jónas Ólafsson á Stóru-Ökrum Hjálmar Eiríksson á Kúskerpi Jón Árnason í Flugumýrarhvammi Jónas Jónsson á Þverá Ólafur Guðmundsson á Yztu- Grund Helgi Bjarnason á Stóru-Ökrum. Verða ekki fleiri taldir með fullri vissu. Að minnsta kosti var ekki fleirum stefnt um haustið á eftir, þá er Briem sýslumaður hóf rannsókn út af þessu. Þeir hafa riðið að heiman 22. maí og gist um nóttina á Lönguhlíðarbökkum í Hörgárdal. Bættust þá í hópinn úr Öxnadal og Hörgárdal: Steingrímur Jónsson í Saurbæ Bjarni Gunnlaugsson á Búðarnesi Magnús Gunnlaugsson í Bási Gunnlaugur Gunnlaugsson í Nýjabæ Guðjón Grímsson í Sörlatungu Guðmundur Guðmundsson í Lönguhlíð Kristján Jónsson í Skriðu Ólafur Ólafsson á Skjaldarstöðum Jónas Sigurðsson á Bakka Árni Jónsson á Bakka Jón Jónasson á Auðnum Randver Magnússon á Auðnum Guðmundur Einarsson á Bessa- hlöðum Kristján Kristjánsson á Gloppu Sveinn Kristjánsson á Geirhildar- görðum Hallgrímur Kráksson á Engimýri Páll Þórðarson í Efstalandskoti Ólafur Sigurðsson á Þverá og Magnús Jónsson á Hamri í Glæsi- bæjarhreppi. Urðu þeir því alls 59. Þeir riðu að Möðruvöllum 23. maí 1849 og stigu af hestum sínum fyrir utan túnið. Gengu síðan heim og röðuðu sér í kringum húsið og kváðust hafa gert það, til þess að ef amt- manni rynni i skap og vildi skjóta á þá, skyldi ekki nema einn þeirra verða fyrir skotinu. Gerðu þeir boð fyrir Grím amtmann Jónsson, en hann kvað hafa sofið, þá er þeir komu, og var því ekki strax viðbúinn að veita þeim áheyrn, og festu þeir upp svolátandi seðla á trjágrindur, er voru í kring um húsið: „Þessir fáu gestir, sem nú að þessu sinni heimsækja þetta hús, eru lítið sýnishorn af þeim stóra mannflokki, sem að miklu leyti hefir misst sjónar á tilhlýðilegri virðingu og trausti á amtmanns- embætti því, sem nú er fært á gömlu Möðruvöllum, og eru þess vegna hingað komnir: Fyrst til að ráðleggja og því næst biðja þann mann, sem hér nú færir þetta embætti, að leggja það niður þeg- ar í sumar með góðu, áður en verr fer. Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaldið!" Síðustu orðin hrópuðu aðkomu- menn og gengu síðan á brautu og stigu á bak hestum sínum. Munn- mæli segja og, að þeir hafi fest upp hrosshaus og rist á rúnir að fornum sið, en ekki er þess getið í Þjóðólfi (I. 79—80) né heldur kemur það fram í réttarhöldun- um.“ Menn veita því sjálfsagt eftir- tekt, að hin svokallaða aðför að Grími amtmanni er framkvæmd með hinni mestu prúðmennsku og nærgætni, þótt amtmaður sýndi sendimönnum Skagfirðinga hina megnustu lítilsvirðingu með því að synja þeim viðtals. Þá veita menn því sjálfsagt einnig athygli, að margir af þeim héraðshöfðingj- um Skagfirðinga, sem stóðu að undirbúningi norðurreiðarinnar, tóku ekki þátt í henni. Á því er sú skýring, að samtímis því, sem norðurreiðin var ráðin, réðu Skag- firðingar það af að ríða á Þingvöll þetta sama sumar, og má sjá af sögu Gísla og fleiri heimildum, að bændur hafa skipt sér til þessara ferða, eins og eðlilegt má telja, þar sem hér var um fjölmenni að ræða og hver maður varð að kosta sig sjálfan að öllu leyti. En þó tóku sumir bændur þátt í báðum þess- um ferðum. Nokkur eftirmál urðu um Möðru- vallareið Skagfirðinga, eins og Jó- hann Kristjánsson skýrir frá. Hinn mikli vitmaður Eggert Briem mun fljótt hafa komizt að raun um, að almenningsálitið var allt móti amt- manni, og að sakir norðurreiðar- manna voru í raun og veru engar. Því að engan veginn var hægt að telja það saknæmt, þótt frjálsir menn létu opinberlega og hógvær- lega í ljós skoðanir sínar á embætt- isfærslu opinberra starfsmanna, þó að slíkt væri óvanalegt þá. Allmikið var kveðið um mál þessi. Voru margir við þann kveð- skap riðnir, svo sem Jón Samson- arson alþingismaður, Sigurður Guðmundsson hreppstjóri á Heiði, Gísli Konráðsson og fleiri. Ein af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.