Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 18

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 18
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Friðrik Eiríksson: I KAUPMAIMNAHOFN Þingsalurinn með málverki Mathiesens KAUPMANNAHÖFN, eða „Turna- borgin“, eins og hún er einnig nefnd, er ákjósanlegur staður fyrir þá, sem vilja skemmta sér — og eyða pen- ingum. Þar úir og grúir af alls konar skemmtistöðum, veitingahúsum, s?m hafa á boðstólum alls konar kræsingar, allt frá „smurt brauð og öl“, til þess allra fínasta, sem er ostrur eða styrju- hrogn, rússnesk. Auðvitað fylgja þessu svo meterslangir listar af alls konar víntegundum og blöndum og bjór. — Milli þess að hljómsveitin leikur dans- lög og gestirnir stíga dans, koma svo trúðar og sýna listir sínar, ásamt létt- klæddum ungmeyum er sýna látbragða dans i skini marglitra ljósa. Það er hægt að stikla á veitingastöðunum og næturklúbbunum, allan sólarhringinn, þegar einn staðurinn lokar er hægt að fara á þann næsta. — Á sumrin er Tivoli, með óteljandi atriði á skemmti- skrá sinni, sem margt barnið heima í Reykjavík myndi glenna upp augun við að sjá. — Borgin getur einnig verið dálítið drungaleg; á veturna þegar þoka umlykur hana og sótflyksurnar koma fljúgandi frá hinum mörgu reykháfum; þar er ekki hveravatnsupphitun eins og í henni Reykjavík. En á sólbjörtum sumardegi er borgin mjög falleg og að- laðandi; séð frá Eyrarsundi eru hinir mörgu turnar, sem prýða hana, oft mjög tilkomumiklir er sólin glampar á koparfleti þeirra. Einn helzti turninn er á Kristjánsborgarhöll, þinghúsinu. þessum vísum, eignuð Jóni Sam- sonarsyni, hljóðar svo: „Allir segja hann Eggert Briem eigi að stefna Skagfirðingum og dæma þá fyrir hann dauða Grím, sem drakk sig burt frá óvirðingunv'. J. Á. Höllin er byggð á sögulegum grund- velli. Undir hallarturninum eru rústir af kastala Absalons biskups frá því árið 1167—1249, þá er Kaupmannahöfn v_ar smá fiskiþorp og hét aðeins Höfn. Kristján VI. byggði svo hina fyrstu Kristjánsborgarhöll árið 1745 í barok- stíl, en hún brann að mestu 1794. A árunum 1803—28 var svo hin önnur í röðinni byggð, í nýklassiskum stíl, en hún brann einnig árið 1884. Hin þriðja og síðasta var svo reist á árunum 1907 til 1928. í hornsteininn eru höggvin orðin: Rex — Les — Jus, sem þýðir að höllin sé ætluð konungi, ríkisþingi og hæstarétti. Að innan er byggingin mjög veglega skreytt, með málverkum, styttum og útflúri, t. d. eru stigahand- riðin úr gljáfægðum kopar; leiðsögu- maðurinn sagði mér, með tvíræðu brosi, að það tæki komuna, sem fægði kop- arinn, sex vikur frá því hún byrjaði á neðstu hæð, þar til hún kæmi upp á efstu, til þess svo að fara með lyftunni niður aftur og byrja á nýaleik. í sal sam. þings er geysistórt málverk af þingfundi frá því er grundvallarlögin voru samþykkt 5. júní 1915. Það tók prófessor Oskar Mathiesen 8 ár að mála það. — Undir hallarturninum eru rústir af öllum þeim höllum sem áður hafa staðið á sama grunni. Þar er að sjá brunn Absalons biskups, er hann skírði úr og þar var fangaklefi sá, Bláturn, sem Leonora Christine, dóttir Kristjáns IV. sat fangi í 22 löng ár. Þar finnst einnig staður þar sem Kristján VI. hafði vínkjallara sinn, en nú er þar miðstöðvarhitun fyrir bygginguna; það hlýar hvorttveggja, en þó sitt á hvorn hátt! Önnur bygging, sem vert er að skoða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.