Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
295
er „Útvarpshúsið“, „Útvarpsborgin" eða
„Hvíta húsið í Rosenörns allé“. „Kært
barn á sér mörg nöfn“, segja Danirnir,
þeir eru líka hrifnir af nýu útvarps-
byggingunni, er var tekin í notkun 1.
janúar 1941. Þegar inn er komið, eru
veggir og gólf úr grænlenzkum marm-
ara en loftið klætt með nautshúðum;
það er gert af hagsýnum ástæðum, segir
einn umsjónarmannanna, „ef loftið
væri einnig úr marmara, myndi glymja
í salnum af hælasparki og minna á
hersetulið járnhælanna þýzku".
Það sem vekur mesta athygli hjá
þeim er heimsækir „Útvarpshúsið", er
að sjálfsögðu vinnustofurnar, „studi-
erne“, þar sem útsendingarnar fara
fram. Kennir þar margra grasa af alls
konar tækjum, sem notuð eru við út-
sendingarnar, til dæmis við leikrit, þar
sem þarf allt í einu þrumuveður eða
þess háttar. Þar eru einnig sér vinnu-
stofur fyrir sjónvarp, sem óðum ryður
sér til rúms þar í landi. — Stærsta
„studien“ er hljómleikasalurinn, sem
rúmar 100 manna symfóníuhljómsveit
og tilsvarandi kór; þar eru og sæti fyrir
1200 áhorfendur (hlustendur). Fyrir
endanum á salnum er geysistórt orgel,
85 raddað, og koma tónarnir frá 6116
pípum. Auðvitað er svo í sambandi við
hljómleikasalinn konungsstúka, með
sér inngangi og sér aðkeyrslu. í bygg-
ingunni er einnig mjög fallegur og sér-
lega vandaður lítill salur fyrir fundi
útvarpsráðs. Danskur fréttaritari hefur
látið þau orð falla, að það væri „dýr-
asti vindlakassi" í Danmörku.
Byggingin er sérstaklega vel ein-
angruð frá öllu truflandi hljóði utan
frá, svo sem flugvéladyn o. fl. Er gróð-
urmold á þökunum, sem eru í misjafnri
hæð óg mynda einkennilega skrúð-
garða með trjám og blómum.
Ein af þeim byggingum sem mest
ber á i Höfn, er Grundtvigskirkjan.
Hún er byggð til minningar um N. F. S.
Grundtvig f. 1783 d. 1872. Mestan hluta
ævi sinnar vann hann með sínum ein-
dæma dugnaði að velferð þjóðar sinn-
ar sem skáld og sagnfræðingur, skóla-
maður og prestur. Kirkjan, sem er
mjög veglegt minnismerki, er byggð í
„gotneskum stíl“; hún var vígð árið
1940. í bygginguna fóru um 6 millj. af
múrsteinum, sem voru meira og minna
tilhöggnir og handslípaðir. Hún rúmar
um 3 þús. manns.
Af öðrum byggingum má ngfna lista-
safnið með t. d. málverk eftir Remb-
randt og allt til nútima abstrakt mál-
Hljómleikasalur útvarpsins og orgelið mikla
ara. Svo er þjóðminjasafnið með geysi-
mikið af gömlum verðmætum t. d. frá
brons- og steinöldunum.
Fáir af þeim sem heimsækja Kaup-
mannahöfn láta hjá líða að fara í Kon-
unglega leikhúsið, enda er alltaf góða
og vandaða skemmtun þangað að sækja.
Leiðin frá Ráðhústorginu liggur eftir
Strykinu til „Kóngsins nýjatorgs“, þar
sem leikhúsið stendur, með styttur af
tveim helztu leikritaskáldum Dana,
Oehlenschlager og Holberg, sitt hvor-
um megin við innganginn, en þær svara
til styttan af Ibsen og Björnson við
Þjóðleikhúsið í Osló.
En mitt í allri dýrðinni eru einnig
skuggahliðar — húsnæðisvandamálin
t. d. á Vesterbro. Alls konar glæpir eru
tíðir í Kaupmannahöfn, sem telur rúm-
lega 1 milljón íbúa, og í flestum tilfell-
um er hægt að rekja þá sem beinlínis
eða óbeinlínis orsök af húsnæðisvand-
ræðunum. Börnin, sem næstum enga
staði hafa til ‘að leika sér á, aðra en
götuna, unglingarnir, sem ekki geta
verið heima innan um alla fjölskyld-
una, í kannske einsherbergis ibúð,
(stundum búa fleiri en ein fjölskylda
/í sama herberginu) sveigjast til alls
konar óknytta er síðar geta leitt inn
á glæpabrautina. En margt er gert til
að afstýra vandræðunum t. d. eru stofn-
settir margs konar klúbbar, þar sem
unglingarnir geta eytt frístundum sín-
um við áhugamál sín. Fyrir skömmu
hafði ég tækifæri til að heimsækja
svona klúbb, sem starfar á Vesterbro
undir umsjá lögreglumanns, sem ung-
lingarnir taka algerlega sem félaga sinn
og leiðsögumann. Hann sagði mér að
þessir klúbbar hefðu gefið góða raun
og væru þýðingarmiklir til þess að
halda unglingunum frá götu- og knæpu
-lífinu.
í unglingaklúbb
En áður en við kveðjum Kaupmanna-
höfn í þetta sinn, förum við sem snöggv
-ast til „Mindelunden" í Ryvangen; þar
er minnismerki um þá Dani, er börðust
fyrir frelsi þjóðar sinnar í síðustu
heimsstyrjöld. Við tökum ofan fyrir
þeim.