Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 20
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bragi Steingrímsson: DýralæknaháskóUnn. í Hannover Kúaspítalinn við dýralækníngaskólann pJÓRIR aí þeim íáu dýralæknum, sem starfa á íslandi, haía sótt menntun sína til háskólans í Hann- over. í dýralækningum á íslandi hefur því mikilla áhrifa gætt frá skóla þessum á undanförnum ár- um. Það er líka vafasamt hvort dýralæknar geti annars staðar fengið haldbetri menntun til þeirra umfangsmiklu starfa, sem nútíma dýralækningar eru. Dýralæknaháskólinn í Hannover átti 175 ára afmæli síðast liðið sumar og var þess minnzt með f jöl-_ sóttri háskólahátíð, sem dýralækn- ar frá flestum menningarlöndum heims sóttu. Til þess að gera sér fulla grein háskólahátíðar, þurfa menn að hafa verið viðstaddir há- tíðahöldin og hafa kynnzt og notið virðuleikans sem þeim fylgir. Söguleg þróun skólans hefur verið margþætt. Upp hafa risið fjölmargar vísinda- og rannsóknar- stofnanir við skólann. Þar hafa merkileg vísindastörf verið af hendi leyst og þar hafa heimsfræg- ir vísindamenn starfað Þar starf- aði prófessor Mieszner, en hann hefur sent frá sér marga færustu bakteríufræðinga Þýzkalands. Prófessor Götze er frægur bæði austan og vestan járntjalds vegna nýrra aðferða við lækningar á kúa- sjúkdómum. Hann hefur ferðazt Víða um heim og haldið fyrirlestra. í sambandi við sauðfjársjúkdóma var prófessor Oppermann mikið þekktur. Eins og annars staðar í heimin- um hafa dýralæknavísindin að nokkru leyti þróazt í samstarfi við læknavísindin. Þó hafa bæði dýra- læknar og læknar vegna knýjandi nauðsynja daglega lífsins þurft að. leggja sérstaka áherzlu á ýmsar sérgreinar. Þessar sérgreinar hafa dýralækn- ar sérstaklega þurft að stunda: 1) Búfjárpestarrannsóknir, 2) snýkju- dýrarannsóknir, 3) vírussjúkdóma- rannsóknir, 4) fæðingahjálp og 5) baráttu gegn ófrjósemi búfjárins. Að öllum þessum þáttum dýra- læknavísinda og mörgu fleiru hef- ur verið mikið unnið við dýra- læknaskólann í Hannover. Barátt- an gegn öllum búfjársjúkdómum hefur í flestum löndum heims haft ómetanlegt þjóðhagslegt gildi. Það eru verðmætin sem vísindastarf- semin hefur skapað, sem aukið hafa frægð dýralæknaskólans í Hannover. Prófessor Götze, sem er eftirsótt- ur kennari og sérfræðingur í sinni fræðigrein „kúasjúkdómum“, hef- ur auk annarra með þjóðnýtu starfi aukið hróður háskólans. Meir að segja á íslandi hafa lækninga- aðferðir próf. Götze reynzt vel og hafa margar íslenzkar kýr haldið lífi þess vegna. Líka hafa dýra- læknaskólarnir á Norðurlöndum notið góðs af þekkingu próf. Götze, en þar starfa eins og kunnugt er margir lærsveinar hans. Á síðustu áratugum hafa fæð- ingarhjálp, kúasjúkdómar og sauð- fjársjúkdómar verið mikið rann- sakaðir í Hannover. Dýralækna- skóhnn er þess vegna frægasti dýralæknaskóli Þýzkalands og af mörgum álitinn bezti skóli þessar- ar tegundar í Evrópu. Mikilvæg deild skólans er kúa- spítalinn eða kúasjúkdóma- og fæð- ingardeildin. Á þessum spítala eru daglega að jafnaði 40 veikar kýr eða um tvö þúsund sjúklingar á ári. Þessa daga, sem ég hef aítur unnið við þessa stofnun hafa dag- lega verið gerðir fjórir meiri hátt- ar holskurðir að jafnaði á kúm, svínum og geitum, þar af margir keisaraskurðir. Við stofnunina starfa átta fast- ráðnir dýralæknar og fást þeir bæði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.