Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
299
ALÞJÓÐASKÓLI í PARÍS — Þjóðir þær, sem eru í Atlantshafsbandalaginu, hafa sent mesta fjölda erindreka til »ð-
alstöðva bandalagsins í París og margir þessara manna hafa með sér konur sínar og börn. Og þessi börn þurfa auð-
vitað að njóta skólavistar eins og önnur börn. Hefir því verið stofnaður sérstakur skóli fyrir þau utan við borgina
í St. Germain en-Laye, í sambandi við gagnfræðaskóla, sem þar er. Kennslan í þessum skóla fer aðallega fram á
frönsku, en við' skólann starfa einnig kennarar frá hinum ýmsu löndum, sem kenna börnunum á móðurmáli sínu sína
eigin tungu, sögu og landafræði. Eru þvi mörg tungumál töluð í þessum skóla og má hann sannarlega kallast alþjóð-
legur. — Myndin hér að ofan var tekin þegar skólinn var vígður. Berhöl'ðaði maðurinn er André Marie, kennslumála-
ráðherra Frakka, sem kominn var til að vera við vígsluna, en maðurinn með húfuna er skólastjórinn.
ur áhaldið á meðan hann er að tala,
en leggur heyrnartólið á símatæk-
ið um leið og hann hættir að tala.
Þegar húsbóndinn kemur heim, er
það hans fyrsta verk að reyna plöt-
una og hlusta á þau skilaboð, sem
þar kunna að vera, máske frá fleiri
en einum.
Einfaldari áhöld eru þau, sem
aðeins svara, en taka ekki við skila-
boðum. Skýra þau þá frá því að
hægt sé að ná í húsbóndann í öðr-
um síma, eða að hann verði kom-
inn heim innan ákveðinnar stund-
ar. - ji
AKMBANDS ÚTVARPSTÆKI
í New Jersey hafa menn nýlega
smíðað útvarpstæki, sem eru á
borð við armbandsúr og hægt er
að spenna um úlflið sér. Frá því
liggja tvær leiðslur upp í ermina,
annað er loftnetið en hitt er þráð-
ur í sambandi við lítið hlustunar-
tæki, sem stungið er inn í eyrað
eins og hverju öðru heyrnartæki.
— Með þessu áhaldi er hægt að
ná sambandi við útvarpsstöð í 70
km. fjarlægð, og það hefir mis-
munandi bylgjulengdir.
NÝASTA KLUKKAN
Svissneskur úrsmiður og hug-
vitsmaður hefir búið til klukku,
sem gengur fyrir birtu. Eru í henni
ljósnæmar ræmur, líkt og íilmur í
myndavél, en áhrif ljóssins á þær
halda sigurverkinu gangandi. Ein
af þessum klukkum var nýlega til
sýnis vestan hafs og vakti fádæma
athygli.
t_^''t>®®®G'^_J>
Geðlæknir var að rannsaka unga
stúlku og hún kvartaði um að sig hefði
dreymt hræðilegan draum.
— Segið mér nú glögglega frá því
hvað yður dreymdi, sagði læknirinn.
— Mig dreymdi að ég var á gangi
á fjölfarinni götu og var ekki með
neina spjör á kroppnum nema hatt á
höfðinu.
— Og fannst yður þetta óbærileg
skömm?
— Já, þér getið svo sem nærri. Þetta
var gamall hattur.
■sk''