Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Side 1
Sunnudag 9. maí 1954 XXIX. árg. r,:17. tbl. ■ '______________ ... • St* . ! * f \ • Alexander Jóhannesson, prófessor: handritamAlið JLL TÍÐINDI hafa gerzt í hand- ritamálinu. Danska stjórnin hefir gert íslenzku stjórninni boð um, að hún vildi leysa deilu Dana og íslendinga um handritakröfur vorar á þeim grundvelli, að öll handritin skyldu verða sameiginleg eign Dana og íslendinga og skyldi nokkur hluti þeirra fluttur til ís- lands, en hinn hlutinn verða eftir í Danmörku og skyldu síðan dansk- ir og íslenzkir fræðimenn vinna að rannsóknum þeirra og útgáf- um, bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Tilboð þetta var rætt á lokuðum fundi Alþingis og mun ítarleg skýrsla um málið hafa verið lesin upp á þeim fundi. Þessu til- boði var, eins og við var að bú- ast, hafnað af ríkisstjórn íslands og Alþingi, án nokkurs ágreinings að því er vitað verður. Öll þjóðin fagn- aði einhuga þessari einbeittu af- stöðu þings og stjórnar, þótt marg- ir hafi orðið fyrir sárum von- brigðum, þar eð tveir forsætisráð- herrar í Danmörku höfðu lofað að reyna að leysa þetta gamla deilu- mál og vitað var, að fjölmargir meðal merkustu Dana voru þess Alexander Jóhannesson mjög fýsandi, að íslendingum væri skilað aftur þeim handritum, er þeir höfðu sjálfir samið og orðið að láta af hendi á mestu niður- lægingartímum í sögu þjóðarinnar. Öll sú saga er oss íslendingum kunn og sömuleiðis saga handritamálsins, er íslendingar hafa margsinnis rak- ið í blöðum, tímaritum og á mann- fundum. Þótt einstaka hjáróma raddir hafi heyrzt, er telja að íslenzka stjórnin hefði átt að athuga danska tilboðið betur, er eng- inn vafi á því, að öll ís- lenzka þjóðin, hvar í flokki sem skipast, stendur að baki ríkis- stjórn og alþingi í þessu máli. Um það bera vott blaðaummæli og á- lyktanir, er gerðar hafa verið, og er þar einna skeleggust sú, er Rit- höfundafélag íslands sendi frá sér skömmu á eftir að Alþingi hafnaði tilboði Dana. Áður en ég ræði, hvað ég tel, að íslendingum beri nú að gera, vil ég minnast að nokkuru atburða þeirra, er gerzt hafa á síðustu árum. Ég tel, að íslendingar hefðu átt að skipa nefnd svipaða þeirri, er danska þingið kaus, og skyldi íslenzka nefndin starfa unz handritin kæmu heim, og endurnýjast, ef um lang- an tíma yrði að ræða. Þessi nefnd hefði átt að svara danska nefndar- álitinu og birta annað það, sem til framdráttar gæti verið málinu, bæði á dönsku og íslenzku og ef til vill einu eða fleiri heimsmálum til þess að halda málinu vakandi og sýna heiminum fram á, hversu lítil og fátæk þjóð, sem öldum sam- an hefir lotið erlendri kúgun og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.