Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 Gunnar Dal Fyrri grein DESCARTES beggja þjóðanna á ókomnum tím- um. Ef málum yrði svo skipað, sem ég nú hefi stungið upp á, myndu allar gamlar vœringar hverfa, og sönn vinátta, sem hvílir á alda> gömlum erfðum sameiginlegra menningarverðmæta, takast. En meðan málum er svo háttað, sem nú er, tel ég æskilegt, að eftirfar- andi sé gert: 1) Nýlega hefir verið stofnað Norð- urlandaráð, sem vinnur að því að efla bróðurhug og samvinnu meðal norrænna þjóða. Ríkis- stjórn íslands feli fulltrúum sín- um á þingi Norðurlandaráðsins að flytja þar kröfur íslendinga í handritamálinu. Ef slíkt skyldi reynast árangurslaust og einskis stuðnings að vænta af brásðra- þjóðum vorum í þessu máli, verður ekki séð, að íslendingar eigi neitt erindi þangað. 2) Ríkisstjórnin skipi fasta nefnd í handritamálinu, er skipuð sé þingfulltrúum allra flokka á Al- þingi, einum úr hverjum ílokki, og nokkurum íslenzkum mönnum, sem eru gagnkunnug- ir handritamálinu og líklegir til að vinna því gagn. Nefnd þess- ari ber að svara röksemda- færslu Dana og semja rit um þetta mál, þar sem m. a. sé birt glöggt sögulegt yfirlit um 17. og 18. öld á íslandi, til skiln- ings Dönum, og síðan rökfastar greinir um rétt íslendinga í handritamálinu. Rit þetta skal birt bæði á íslenzku og dönsku og ef til vill einnig á einhverju heimsmálanna. Nefndin skal vera sívakandi í máli þessu og gera allt það, sem hún telur, að geti orðið til framgangs málinu, unz sigur er unninn. C—#'"0®©®CT'vJJ /^AGITO, ergo sum. Ég hugsa, ^ þess vegna er ég til. Þessi orð hafa margir heyrt og sumir jafn- vel deilt um. — Sá sem sagði þau var franskur heimspekingur René Descartes. Gáfur og hæfileikar einir skapa ekki afreksmann — sízt heimspek- ing. Aðeins mikil vinna, lærdómur og lífsreynsla skapa meistarann. Bæði Plato og Aristoteles höfðu varið allri æsku sinni til að aíla sér lærdóms og reynslu, áður en þeir hófu starfsferil sinn. Þeir og margir fleiri héldu að bezt væri að skipta ævinni í þrjá áfanga: lærdómsár, utanferð til að kynnast heiminum og afla sér víðsýnis og nýrra hugmynda, og loks í mann- dómsár, starfs ár. Descartes hélt þessa gömlu braut. Hann byrjaði á að læra það sem hann taldi sig geta lært af bó.kum. Eftir það íerðaðist hann um heiminn, tók virkan þátt í bar- áttu aldarinnar og las hina tor- skildu bók lífsins sjálfs. Loks slíðraði hann sverð sitt, sneri fari sínu heim og tók í kyrrþey að rita bækur. Um fyrsta áfanga ævi sinnar, lærdómsárin, kemst Descartes sjálfur svo að orði (í Discours de la Methode, premiere partie). „Fróðleiksþorsti minn var óslökkv- andi.“ En fræði Jesúítaskólans voru ekki næg til að svala honum. — „Og það var þess vegna sem ég yfirgaf lærifeður mina strax og aldur minn leyfði og hætti lestri bóka. Ég ákvað að leýta aðeins þess vísdóms, sem væri að finna í mér sjálfum og hinni miklu bók náttúr- Descartes unnar (le grand livre du monde). Þess vegna fór ég utan og notaði það, sem eftir var æsku minnar, til þess að kynnast hirðum og herj- um, blanda geði við ólíkt fólk af ýmsum stéttum, safna margvíslegri reynslu og þó framar öllu öðru að reyna að auðgast að nýjum hug- myndum.“ ----★----- René Descartes Duperrou fædd- ist í lok 16. aldar (31. marz 1596) í La Haye í Toucaine í Norður Frakklandi. Hann var aðalsættar og var fjölskylda hans ramkatólsk. Nokkrir ættingjar hans höfðu gegnt virðingarstöðum í þjónustu ríkisins og kirkjunnar. Móðir Descartes lézt úr tæringu skömmu eftir fæðingu hans. Sjálf- ur þótti sveinninn svo veiklulegur að honum var lítt líf hugað. Öil uppvaxtarár sín átti hann við van- heilsu að búa. Þegar jafnaldrar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.