Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 8
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fuglinn Rati sem etur vax og verður gott af HÖFUNDUR þessarar greinar, dr. Herbert Friedmann, er kunnur fuglafræðingur og líffræðingur. Hann ferðaðist um Afríku árin 1950—51 aðeins til þess að kynnast þessum einkennilega fugli, er hann segir hér frá. Uöng ritgerð um þennan fugl mun koma út í sumar á vegum Smithsonian Institution. P’INU SINNI var lítill brúnleitur J fugl og hann fann dauðan fíl. „Hæ,“ sagði fuglinn, „hér ætla ég að eiga heíma.“ Svo setti hann merki í húðina með nefi sínu og flaug svo burt til þess að kalla á vini sína og ætt- ingja. En meðan hann var burtu bar þar að mús, og hún ákvað að setjast þarna að og byrjaði að grafa sig inn í skrokkinn. Þegar fuglinn kom aftur með vi'ni síhá og ættingja, varð hann reiður við músina og sagði: „Hér á ég heima.“ „Nei, hér á ég heima,“ sagði músin. Um þetta voru þau lengi að þrátta, þangað til þeim kom saman um að leggja máhð fyrir dómara. Og dómarinn var býfluga. Býflugan gerði sig aíar valds- mannslega og kvað svo upp dóm- inn. En hann var á þá leið, að mús- in ætti fílsskrokkinn. Fuglinn mót- mælti, kvaðst hafa fundið skrokk- inn fyrst og benti á merkið, sem hann hafði gert í húðina. Dómar- inn var óbifanlegur: „Þú skrökvar því,“ sagði hann, „músin á fílinn.“ Upp frá þeim degi heíur verið óslökkvandi hatur milli fuglsins og býflugunnar. — Fughnn gitur um hvert tækifæri til þess að hefna sín, og það gerir hann á þann hátt að vísa mönnum og skepnum á hreiður býflugnanna. ETTA er þjóðsaga suður í Rho- desíu. Og hún á sammerkt við ýmsar aðrar þjóðsögur í því, að skýra það, sem menn hafa ekki skilið. Það er sem sé til fugl, sem heitir hunangsrati, og hann hefur þann merkilega sið að vísa mönn- um og dýrum á aðsetursstaði bý- flugnanna. Fugl þessi kann lítt að syngja og hann er ekki fagur álitum. En þó hefur hann verið stöðugt undr- unarefni vísindanna vegna þessa einkennilega hæfileika síns, sem er annars óþekkt fyrirbrigði í dýra- ríkinu. Hann hefur líka verið vís- indamönnum undrunarefni vegna þess að hann etur vax og getur melt það. í þriðja lagi hefur hann þann sið að unga ekki út eggjum sínum sjálfur, heldur verpa þeim í hreið- ur annarra fugla. Og vegna þessa einkennilega fugls hef ég nú gert mér tvær ferðir til Afríku. Ratinn er spætuættar og af hon- um eru til 11 tegundir. í skógun- um í Himalaja er ein tegundin og sú eina, sem er með skrautlegum fjöðrum. Önnur tegund er á Malaja. Borneo og Sumatra. Hinar 9 teg- undírnar eru allar í Afríku. Fuglinn fær kleggja af býkúpu fyrir hjálpina. Vér vitum mjög lítið um suma þessa fugla, því að hvítir menn hafa aldrei séð þá lifandi. En nokkrir þeirra eru þó til í söfnum og hafa Svertingjar veitt þá einhvers stað- ar inni í frumskógunum í vestan- verðri Afríku. Ein tegundin gefur frá sér hvínandi blísturshljóð og kemur það sennilega fram við það, að fuglipn vefur upp á sér stélið svo að loftið hvín þar í. Hann held- ur sig í toppum trjánna og hafa Svertingjar gefið honum nafnið „fughnn, sem enginn sér.“ Allar þessar tegundir munu eta vax, en það eru aðeins tvær tegundir, sem vísa á býflugnahreiður og eiga því fremur öðrum rata-nafnið skilið. ÉR skal aðeins sagt frá öðrum þessara fugla, sem kallaður er stóri rati. Á 16. öld íluttist portugalskur dominika-trúboði til Nova Sofala, sem nú er borg í Mosambique. — Hann hét Joao dos Santos. Einu sinni er hann gerði bæn sína úti í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.