Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 2
314 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hér um að ræða en komst að því síðar, að þetta var daglegt brauð. Kvenfólkið nota þeir hór til áburð- ar. Ekki gekk þetta þegjandi fyrir sig og ringulreiðin á umferðinni var óskapleg. En karlarnir löbbuðu um letilegir eða hímdu við hús- horn. Þeim var það ekki láandi í þessum hita. Veðursæld er mikil í Port au Prince. En þótt hitinn sé mikill er hann ekki óþægilegur vegna þess hversu raki er lítill í loftinu. Hér er lygnara en víðast á ströndum Vestur-India og veldur því lengd fjarðarins og hæð fjallanna. Út- hafsgolan nær hér sjaldan inn. Þetta fyrsta kvöld í Port au Prince neytti ég miðdegisverðar á Hotel Sans Souci. Þar er matast á útipalli. — í byrjun máltíðar var ennþá bjart en innan stundar var komið myrkur. í hitabeltinu skellur nóttin á í hendingskasti, þegar hennar tími er kominn. Það er tæplega hægt að tala um rökk- ur, eins og við þekkjum það norð- ur frá. Pallurinn var vel upplýst- ur, ég sat úti við brún og sneri baki að nóttunni. Fyrir aftan mig er hvíslað: „Sir, Boss.“ Ég held áfram að borða og læt sem ekkert sé. En það verður ekki um það villst að þessi myrkrarödd vill hafa samband við mig, því hvíslingunum heldur áfram. Mér fer að veitast örðugt að tyggja kjöt- bitana 56 sinnum og mér verður það ljóst að eitthvað verður að gera. Ég sný mér við og sé glitta i tvö augu og skínandi djásn, al- sett gimsteinum. Rödd úr myrkr- inu býður mér demantsdjásnin fyr- ir sama sem ekki neitt. Með því að sýna talsverðan myndugleik tekst mér loks að losna við þennan á- genga sölumann. En litlu síðar kemur annar, sem réttir að mér fagurlega ofnar kórfur. Svo koma tveir náungar, sem bjóðast til að veita mér leiðsögu til voodoo- dansa hinna innfæddu. Það myndi verða ógleymanlegt æfintýri. Öll þessi þingun fer fram án þess að ég sjái nema rétt útlínur og augu kaupahéðnanna. Loks koma svo þrír músikalskir villimenn. Setjast þeir við fótskör mína, á pallbrúnina og taka að spila og syngja angurvær negra- lög. Þolinmæði mín var nú þrotin enda vissi ég að allt voru þetta at- rennur að pyngju minni. Ég kall- aði því á þjón og heimtaði að hann sæi til þess að ég hefði matfrið. Upp frá því var ég að mestu látinn í friði ,en ég sá það síðar, að ferða- langar fengu allir þessa meðferð við sína fyrstu máltíð. Var oft gam- an að sjá hvernig þeir brugðust við. Gagnaði þeim það jafnan lítið að leita á náðir þjónanna. Þeir þótt- ust hvorki heyra né sjá. Hafa vafa- laust verið í vitorði með samsæris- mönnum. Þó tóku þeir venjulega á sig rögg þegar aðkomupiltar settu hljómsveit á laggirnar í samkeppni við „hljómsveit“ hótelsins. Það, sem mig furðaði mest á var þolinmæðin og hin þráláta viðleitni negranna, því aldrei varð ég var að neitt yrði úr kaupskap. Get mér þess til að þeir hafi þó stöku sinn- um náð í fórnarlömb, sem gerðu þessa atvinnu lífvænlega. Haitimenn líta á ferðamanninn sem alveg sérstakt afbrigði mann- kynsins. Hann er í þeirra augum „homo money.“ Allir ferðamenn eru milljónerar, bornir til að sáldra út peningum meðal hérlendra manna. Þeir vilja allt sjá, skoða og kaupa. Á því er enginn efi — þar til annað reynist. Hundu konsert Um ellefu leytið tók ég á mig náðir. Skreið inn í moskito-net, sem hékk úr lofti herbergisins og ura- lukti rúmið. Net þessi eru þéttrið- in og valda mörgum köfnunar- kennd, sem ekki eru þeim vanir. En ekki tjóaði um það að hugsa. Blóðþyrstar moskito-flugurnar suð- uðu allt um kring. Þetta eru út- spekúleruð kvikindi. Sá ég ekki betur en þau væru að rannsaka hvort hvergi væri veila á netinu. Allskonar hitabeltishljóð bárust inn um gluggann. Gat íslendingur sofið við þessi skilyrði? Svo span- gólaði hundur og síðan annar á næsta leiti. En hvað var það hjá því, sem koma skyldi. Uppi í hlíðunum hófust nú voo- doo dansar blökkumannanna. Hið taktfasta hljóðfall afrikanskra trumbna yfirgnæfði öll önnur hljóð næturinnar. Nei, ónei. Þetta var aðeins signalið. Skyndilega hófu hundrað þúsund hundar upp radd- ir sínar og spangóluðu þann furðu- legasta samsöng sem nokkurt mannlegt eyra hefir orðið að heyra á þessari jörð. Þarna voru litlir hundar með mjóa, skerandi tóna og stórir hundar með þungar bassa- raddir; glaðir hundar, hundar í sorg, ástfangnir hundar. Trumbu- slátturinn úr hlíðunum og allar þessar raddir sameinuðust í sym- fóníu, sem var í senn kveinstafir og lofsöngur til lífsins. Ég hef aldrei verið sérlega mik- ið fyrir konserta og þegar þessu hafði farið fram í nokkrar stund- ir var ég með öllu hættur að sjá björtu hliðina á málinu. Þó sætt- ist ég við tilveruna þegar konsert- inum skyndilega lauk klukkan um hálf fjögur. Nú ríkti algjör kyrrð og nú bjóst ég við að sofna. Kirkjuklukka sló fjögur og eftir nokkrar mínútur sló önnur kirkju- klukka fjögur. Svo leið drykklöng stund og þá sló þriðja kirkjuklukk- an fjögur. í sömu andrá skall kons- ertinn yfir á ný, hálfu magnaðri en fyrr. Þegar loks færðist yfir mig mók, var samúð mín með hundum við frostmark. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.