Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS V 417 Sans Souci höllin i Milot, sem brend var. Frakkar voru nú orðnir afhuga frekari afskiftum af málum Haiti, og þörfin fyrir virkið var raun- verulega úr sögunni. En Henry hélt áfram virkisgerðinni hvað sem tautaði. Eftiri níu ára konungdóm fékk Henry slag og lamaðist svo að hann gat aðeins hreyft handleggi og höfuð. Hann færðist þó í fang að kanna lið sitt fyrir utan Sans Souci höll. Með mikilli áreynslu tókst honum að staulast fáein skref, en steyptist þá á höfuðið í aurinn. Þar lá hann í augsýn hersveitanna og aðalsins. Slíka vansæmd gat Hen- ry ekki þolað og litlu síðar skaut hann sig með gullkúlu. Ólgan gegn konungdómnum sauð nú upp úr um allt ríkið. Hallirnar voru brendar, þar á meðal Sans Souci höll. En La Ferriére mun lengi standa sem minnisvarði um Henry konung fyrsta. Að öðru leyti var vígi þetta vita gagnslaust. Hitt er annað mál, að rústir Sans Souci hallar og virkið á fjallsbrúninni hafa dregið slíkan fjölda ferðamanna til Haiti að gera má ráð fyrir að ferðamannatekj- urnar hafi fyrir löngu farið fram úr byggingarkostnaðinum. Petion, sá sem réði í suðrinu var mildari maður en Henry Christ- ophe og efldi lýðræðið í sínum landshluta. Hann lagði sjálfstæðis- baráttu Suður-Ameríku þjóða lið og veitti Simon Bolivar ómetan- lega aðstoð er frelsishetjan leitaði á náðir hans. Eftir daga þeirra Petion og Hen- ry Christophe tókst Boyer hers- höfðingja að ná völdum á Haiti og halda þeim í tuttugu ár. Hann lagði einnig undir sig spanska hluta eyj- arinnar, en sá hluti gerði byltingu og varð sjálfstætt lýðveldi 1844. Það varð Dominikanska lýðveldið. Sá, sem síðastur var við völd hinna svörtu keisara og kónga var Faustin keísari fyrsti. Komst hann nálægt Henry Christophe f glys- girni og hégómagirnd en stóð hon- um langt að baki hvað hæfileika snerti. Hann var rekinn í útlegð 1858 og síðan hefur Haiti verið lýð- veldi. — Lýðveldið — Þótt Haiti væri nú orðið lýð- veldi og löngu laust við afskifti Frakka, fór því fjærri að ástæður væru góðar í landinu. Fátækt og sjúkdómar þjáðu landsbúa. Skóla- mennt var engin. Eignaréttur var einskis virtur og ræningjaflokkar óðu uppi. Enn einn þáttur í hinni dramat- isku sögu Haiti hefst 1915, er Vil- brun Guillaume Sam verður for- seti. Sam þoldi enga mótstöðu og lét taka fasta tvö hundruð unga borgarasyni, sem honum þótti ekki nógu liðtækir. Lét hann drepa þá alla í dyflissunni til þess að hafa ekki af þeim frekari vanda. Borg- arbúar í Port au Prince urðu æfir og réðust inn í forsetahöllina. En Sam hafði þá leitað hælis hjá frönsku sendisveitinni. Múgurinn kærði sig kollóttan um „diplo- matiska vernd“ og dró Sam út úr sendisveitinni. Var hann tættur í sundur og högginn niður í spað. Síðan var bitunum dreift út og suð- ur svo ekki væri hægt að jarða Sam forseta. Tveimur stundum eftir þennan atburð vörpuðu bandarísk herskip akkerum í Port au Prince og Banda- ríkin hernámu landið. Stjórnin fékk að sitja til málamynda, en Bandaríkin réðu því, sem þau vildu. Það má um það deila, hvað stóð að baki þessu hernámi, en síð- ari atburðir virtust benda til þess, að Bandaríkin hafi viljað styrkja þennan veika hlekk í varnarkeðju vestursiris. Hverjar svo sem hvat- irnar hafa verið, þá hófu Banda- ríkjamenn alhliða umbótastarf í landinu. Gjörbreyting varð í heil- brigðismálunum og landsbúar lærðu sumar algengustu reglur í þrifnaði. En hernámið var ekki vinsælt og Haitimenn vildu ekki „ástand“ í landi sínu undir nokkrum kring- umstæðum. Sundrungaröflin inn- anlands sameinuðust í baráttu gegn hinum erlenda stjómara og fengu því loks til leiðar komið að heriaa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.