Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Side 11
^ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS c 423 því að þar er himininn heiður mán- uðum saman um þetta leyti og loft- ið tært og hreint. Til stjörnurann- sóknastöðvarinnar í Blomenfon- taine, sem hefur 27 þumlunga stjörnusjá, eru og komnir dr. E. G. Slipher og aðstoðarmenn hans frá Lewell stjörnurannsóknastöðinni í Arizona, til þess að athuga Marz. Er þá helzt um það að ræða, að at- huga hina margumtöluðu skurði á Marz. En á slíku eru þó mörg vand- kvæði, eins og dr. de Vaucouleurs hefur tekið fram í bók sinni um Marz. Hann bendir þar meðal ann- ars á, að Marz er ekki nema helm- ingi meiri fyrirferðar en tunglið, og að hann kemur aldrei nær jörð- inni en svo, að þar er 150 sinnum lengra á milli heldur en til tungls- ins. Vér getum því aldrei gert oss von um að sjá Marz jafn glögglega í beztu stjörnusjá, eins og tunglið í góðum sjónauka. Skurðirnir — ef þeir eru þá nokkrir — er því hið eina, sem unnt er að greina með beztu áhöldum og þegar bezt stend- ur á. En um skurðina greinir menn mjög á. Nýlega kom það í Ijós, að sumir menn geta séð tungl Júpí- ters með berum augum. Og stjörnu- meistarar vissu það þó raunar áð- ur að geisilegur munur er á því hve skörp sjón manna er. En þá kemur líka hitt til greina, að stjörnusjárn- ar geta villt mönnum sýn. Og stjörnufræðingar vita að þeir mega ekki trúa öllu sem þeir sjá. Og þeg- ar svo frægum mönnum ber ekki saman, þá er vandi að vita hverju trúa skal. Stjörnufræðingurinn dr. Perci- val Lowell, sem nú er látinn, gerði mjög glöggt kort af Marz og þar eru skurðirnir sýndir eins og þráð- beinar línur, líkast því sem það væri járnbrautir. Hann gekk jafn- vel svo langt að fullyrða, að þess- ar línur á Marz væri gróður, sem þroskaðist meðfram vatnsveitu- skurðum. Vatninu væri veitt úr skurðunum á báða bóga og þess vegna væri það ekki efamál, að Marz byggði skyni gæddar verur á svipuðu stigi eins og vér mennirn- ir. Teikningar, sem síðan hafa ver- ið gerðar af Marz, eru mjög svip- aðar, nema hvað nú eru strykin ekki lengur þráðbein. Og fæstir stjörnufræðingar, sem nú eru uppi, munu vera á sama máli og Lowell. Þó eru allir sammála um það, að litarbreytingar verði á vissum svæðum á Marz eftir árstíðum. Kunnur franskur stjörnufræð- ingur, A. Dollfuss, rannsakaði Marz í stjörnuturninum Pic du Midi, sem stendur rúmlega 9000 fet yfir sjávarflöt. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um beinar línur að ræða, heldur eins og röð af svörtum blettum. Ann- ars eru það fáir stjörnufræðingar, sem hafa getað rannsakað þetta, og þess vegna vilja þeir ekki leggja dóm á hinar mismunandi niður- stöður. Aftur á móti greinir menn ekki á um hvernig loftslag sé þar og jarðvegur. Þar höfum vér rann- sóknir þeirra Coblents, Adams, Dunham, Herzberg og Kuiper, sem eru bæði nákvæmar og ýtarlegar. Af súrefni og vatnsefni geta ekki verið í loftinu þar nema svo sem fáeinir þúsundustu hlutar á móts við það, sem er í gufuhvolfi jarð- ar. En þar er mikið af kolefni og líklega kveður þó langmest að köfnunarefni. Heimskautaís er þar, því að hann sést ýmist myndast eða hverfa, og það hlýtur að vera frosið vatn, en þó svo örþunnt, að það getur varía verið mikið annað en hrím. Ský eru þar á lofti, og eru þau sennilega mynduð af ískryst- öllum mjög hátt uppi. Yfirborð hnattarins er þakið rauðum eða gulum sandi og finnast í honum ýms hin sömu efni og hér á jörð. Á nokkrum svæðum virðist vera um einhvern gróður að ræða, en hann hlýtur þó að vera mjög ófullkom- inn. Kuiper hefur gizkað á, að það geti ekki verið æðri gróður en skófir, vegna hinna snöggu hita- breytinga og annars ástands hnatt- arins. ----—--•rr-VMT' f Alit dr. Helga Pjeturss í þessu sambandi er rétt að rifja upp það, sem mesti jarðfræðingur íslands hefur sagt um þetta mál (Nýall 3, bls. 278—283): Enga ástæðu get ég fundið til þess að halda, að Marz byggi verur lengra komnar en mannkynið á jörðu hér, vitkaðri og verkfærari. Mér virðast jafnvel ekki miklar líkur til, að þar hafi nokkurn tíma hugsandi verur átt heima. Að vísu er Marz eldri miklu en vor jörð, lífið hefði þar haft lengri tíma til að þróast. En ástæður til að þrífast hafa verið svo miklu verri á Marz en hér á jörðu, móðir sól svo miklu f jær ... En hvernig stendur þá á skurð- unum, sem Percival Lowell og fleiri stjörnufræðingar þykjast hafa séð á Marz? ... Menn eru nú að vísu farnir að halda því fram, að „skurðir“ þessir stafi af galla á sjónpípunum. En þó að slíkt gæti komið til greina, þá er alis ekki ólíklegt, að á yfirborði Marz séu einmitt þesskonar línur, sem í sumra augum hafa orðið að líkum til þess, að Marz byggði mjög stór- virkt jarðabótafólk. Þetta verður oss ljóst, ef vér gæt- um að eðli og sögu vorrar eigin jarðar. í steinhvolfi jarðar vorrar eru sprungur mjög stórkostlegar og stefna mjög norðaustur sumar, en aðrar norðvestur. Svo stórkost- legar eru þessar sprungur, að þær gera vart við sig jafnvel á smáum uppdrætti, er sýnir alla jörðina. Lítið á strendur meginhafanna. í ströndum Atlantshafsins koma sprungurnar mjög fram. Eru þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.