Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 16
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS f" m LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR var stofnaður til minninRar um sjálfstæði íslands og- sem tákn þess að hin frjálsa og fullvalda þjóð vildi leggja allt kapp á að gera landið betra en það hefir áður verið. Tíu ár eru nú liðin síðan að sjóð- urinn var stofnaður og á þessum tíma hefir hann orðið skógræktinni að miklu gagni. En skógræktin þarf á miklu fé að halda og þess vegna hefir nú verið efnt til happdrættis fyrir landgræðslusjóð. Við eina fjölförnustu götu í Reykja- vík, Bankastræti, hefir happdrættið aðalbækistöð sina og þar fyrir framan dyrnar hafa staðið tvö fögur grenitré, sprottin upp úr íslenzkri mold, til sann- indamerkis um það, að á íslandi má rækta nytjaskóg er sjái fyrir allri timb- urþörf landsmanna. — Jafnhliða hefir verið unnið kappsamlega að því í sjálf- boðavinnu um land allt, að gróðursetja trjáplöntur. Þar er áhuginn vakandi og sýnir sig í verkinu. En skógræktin þarf á fé að halda til þess að koma upp nægi- lega mörgum plöntum til gróðursetningar á hverju ári. Hér er því ágætt tæki- færi fyrir þá áhugamenn, er ekki geta stundað gróðursetningu að styðja happ- drættið og efla Landgræðslusjóð. Með því móti vinna þeir að því að klæða landið og gera þjóðina sjálfbjarga. — Myndin hér að ofan er tekin í Banka- stræti og þar sjást hin fallegu tré. Minnist þess að það er markmiðið að eftir hundrað ár verði hér nytjaskógar er þekja 30.000 hektara svæði. Allir verða að hjálpast að því á einn eða annan hátt, að svo verði. (Ljósm. Ól. K. M.) r eiginleikum guðdómsins: hugsun og rúm. Hver eiginleiki er aftur heimur af ummyndunum. Vit og vilji eru ummyndanir eiginleikans hugsun. Kyrrstaða og hreyfing eru ummyndanir eiginleikans víðátta eða rúm. Ummyndanir eru ekki í neinu sambandi við ummyndanir annarra eiginleika, nema hvað þær eiga allar sameiginleg upptök í hinum innsta veruleika. Gunnar Dal. FÆRT A SÆNGINA Þegar það fréttist að einhvers staðar væri fjölgað, var það alsiða að grann- konur og vinkonur hennar komu í hóp- um til sængurkonunnar til þess að færa henni á sængina, sem kallað var. Þær færðu henni brauð, kjöt, smjör, magál, sperðil og allskonar handhægan mat, sem nöfnum tjáir að nefna, allt soðið og tilbúið. Þetta var gert til þess að konan þyrfti ekki að svelta, á meðan hún lægi á sæng. Var þetta fallegur siður, sem oft kom sér vel þegar fá- tæklingar áttu í hlut. Helzt þessi siður á Suðurlandi fram undir seinustu alda- mót. FYRSTA SKIP- BROTSMANNASKÝLIÐ Á þessu sumri eru 50 ár síðan fyrsta skipbrotsmannaskýlið var reist hér á landi. Það gerði Ditlev Thomsen kaup- maður 1904. Árið áður brutu þýzkir sjó- menn skip sitt við Skeiðarársand, kom- ust á land en urðu úti vegna þess að þar var ekkert afdrep. Nú var skýlið reist á þessum slóðum. Voru þar rúm og sængurfatnaður fyrir 14 manns, mat- væli, skriffæri, ýmiskonar verkfæri og smíðatól. Þar var og tjörutúnna til þess að skipbrotsmenn, er þangað kæmi, gæti kveikt bál. MANSÖNGVAR SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐS Flestar rímur Sigurðar voru orktar { fyrir einhvern ákveðinn mann eða konu, sem þá ræður efnisvalinu að mestu leyti. Getur þessa oft í man- söngvum. Sigurður þiggur að jafnaði einhvern greiða eða lítils háttar þókn- un fyrir, en er um leið meira en góðu hófi gegnir háður þeim, sem rímurnar á að fá.....Nokkur áhrif hefir það á val bragarhátta og efni mansöngva, fyrir hvern hann kveður, ekki síst ef Sigurður er þeim skuldugur eða háð- ur, sem fyrir er kveðið. Rímur af Aristomenes kveður hann eins og Núma rímur undir dýrum brögum, af því að Árni Thorlacíus, sem þær eru orktar fyrir, vill svo vera láta. Mansöngvar Gunnars rímna fjalla um almenn efni, af því að Kristján sýslumaður hefir bannað Sigurði að kveða um ástir o. s. frv. Þegar Sigurður yrkir fyrir konur, eru hættir einfaldir, lítið af bardagalýsingum og mansöngvar fjalls um ástir (Rímur af Gústaf og Valvesi, Rímur af Ásmundi og Rósu). Mest áhrif hefir þó sagan sem kveðið er út af. Sigurði tekst bezt með ástasögur, þar sem efnið kveikir í lyriskum til- finningum hans. Þá færist léttleiki yfir alla frásögnina. Aðeins þar, sem svo stendur á, skygnist hann stöku sinn- um inn í sálir persónu sinna og nýtur lífsins með þeim. (Sveinbjörn Sigur- jónsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.