Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 2
75 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS lögð niður með öllu eftir víg Ög- mundar Völu Steinssonar um 960. Leifar af haugi Ögmundar eru enn sýnilegar skammt ofan við búðina; hefur hann verið hlaðinn upp við lágt klettarið. Sá er þó gallinn á, að allmikið grjót var tekið úr haugi Ögmundar í hina miklu þingskála- veggi þeirrar miklu tjaldbúðar Kollabúðafundanna, er hófust 1849, en voru allt annars eðlis en hið forna Þorskafjarðarþing. Ari Joc- humsson var þá drengur á Kolla- búðum, og sagði að sér væri mjög minnisstæð óánægja sú og drauma- rugl, sem orðið hefði af þessu til- tæki, menn hefði staðið í hári hver á öðrum og legið við sjálft, að ann- ar rifi niður það sem hinn byggði. Síðar hefði svo alltaf orðið að laga tóftina og hlaða hana upp meira og minna fyrir hvern fund, því hvernig sem hlaðið var, hefði alltaf gliðnað og gengið í sundur, eins og þar mætti vart standa steinn yfir steini. (Veggir þessarar tóftar frá seinasta fundinum 1895, eru þó enn nokkurn veginn heillegir og uppi- standandi). Um víg Ögmundar Völu Steins- sonar á Þorskafjarðarþingi segir Landnáma: „Ólafur belgur, er Ormur inn mjóvi rak á brott úr Ólafsvík, nam Belgsdal og bjó að Belgsstöðum, áður þeir Þjóðrekur ráku hann á brott þaðan. Síðan nam hann inn frá Grjótvallarmúla og bjó í Ólafsdal. Hans son var Þorvaldur, sá er sauðatökusök seldi Ögmundi Völu Steinssyni á hönd Þórarni gjallanda, er síðan vá Ög- mund á Þorskafjarðarþingi." Gestur Oddleifsson hinn spaki í Haga á Barðaströnd og Ljótur hinn spaki Þorgrímsson Harðrefssonar að Ingjaldssandi við Önundarfjörð, munu báðir hafa tjaldað búðir sín- ar á Þorskafjarðarþingi vorið sem Ögmundur var veginn, enda báðir mannaforráðsmenn miklir og hér- aðs höíðingjar. Öll líkindi mæla með því, að það hafi verið þá um haustið, að Gestur sótti haustboð að Ljóti á Ingjaldssandi. „Þá kom þar Egill Völu Steinsson og bað Gest, að hann legði ráð til, að föður hans bættist helstríð, er hann bar um Ögmund son sinn. Gestur orkti upphaf að Ögmundardrápu“. — (Landnáma). Menn vita glöggt um búð Gests Oddleifssonar á Þorskafjarðar- þingi, hvar hún stóð, en um búð Ljóts hins spaka vita menn ekki með vissu. Ari Jochumsson sagði, að forn munnmæli hermdu, að Ljótur hefði átt búð „uppi á Hjall- anum fyrir ofan Sneiðinginn.“ — Þessi Sneiðingur er allmikið upp- hlaðið skábretti, eða kambur með tröppugangi og um 35° halla, upp við snarbratt forbrekki, þar sem leiðin liggur upp á Hjallann, en þar er flá ein alllöng skóglaus upp eftir hlíðinni og víðsýni mikið og fagurt yfir allt hið forna Þorska- fjarðarþing. Þar um flána liðar sig og hlykkjast Hnausagilið og Hnausalækurinn, en hinir fornu tjaldbúðagrunnar frá þjóðveldis- tímanum eru þar jarðsokknir á víð og dreif, illmerkjanlegir fyrir óvanið auga, eða þá, sem ekki kunna að „lesa land“, því margir þeirra eru sem daufar teikningar á landabréfi. Sumir búðargrunn- arnir eru og komnir undir kjarr. Hnausaskógur heitir svo skógur- inn allur frá Hnausagili og Hnausa- læk inn að Músará, sem skilur lönd milli bændabýlanna Kollabúða og Skóga. í Hnausaskógi sjást enn tugir þessara fornu búðagrunna. Hinum fornu mannvirkjum má skifta í tvennt, Hnausabúðir og Eyrarbúðir. Hnausabúðir eru utar, upp af Þorkelseyri, aðallendingar- staðnum í fjarðarhorninu. Þar voru aðeins vist- og svefnbúðir þing- manna, einkum þeirra, er sjóleið- ina komu til þings, en voru annars opnar tóftir, er reft var yfir og tjaldaðar um þingtímann, Eyrar- búðirnar eru á eyrunum. Þar voru samkomu og fundarskálar þing- heims, tjaldaðir um þingtímann og rúmuðu mörg hundruð manna. Þar hafa og verið almennings eldhús og veitingaskálar. Gísla saga Súrssonar getur þess, að Börkur hinn digri og Þorkell Súrsson hafi átt búð saman. Þor- kell var veginn á Þorskafjarðar- þingi vorið 975 og segir greinilega frá því í Gísla sögu. Voru þeir ný- lentir við Þorkelseyri og var verið að tjalda búðina, þá er Þorkell var veginn. Grunnflötur þessarar búð- ar sést greinilega enn í dag og er hún hólfuð sundur með skilrúmi. Munnmæli, sem varðveizt hafa mann fram af manni, segja þarna vera búð þeirra Barkar og Þorkels, og er haugur Þorkels þar beint upp af búðinni. Er það geisimikil grjót- dynja, hlaðin upp við forbrekki eða hjallarið, rétt innan við hlaðna Sneiðinginn, er áður um getur að liggi upp á Hjallann. Steininum, sem Þorkell sat á þegar hann var veginn, á að hafa verið velt efst á hauginn, og getur það vel staðizt, því efst á grjótdyngjunni er afar stór gráleitur steinn, er sker sig úr umhverfinu. Frá víginu sjálfu, sem og landslagi og allri skipan segir svo nákvæmt og greinilega í Gísla sögu, að höfundurinn hefur með eigin augum skoðað staðhætti; lýsingin er svo rétt og nákvæm, að hún getur ekki verið gerð eftir sögusögn annarra. Þá er og búðarstæði Hallbjarnar göngumanns þarna í þinginu, vel þekkt enn í dag, og sérstakur hlað- inn grjótstígur upp að búðinni, sem hefur verið stór ummáls og staðið á einhverjum bezta og' fegursta stað í þinginu, skammt frá búða- leið þeirra héraðshöfðingjanna. — Annars veit maður ekkert um Hallbjörn göngumann, annað en það, sem Gísla saga greinir, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.