Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 769 Öl unn lönd Sáttaströndin TVTORÐAN á skaga þeim, er geng- 1 ur austur úr Arabíu svfist og lokar nær mynni Persflóa. er bvsjgð strandlengia. er áður nefndist Sió- ræningiaströnd, en heitir nú Sátta- strönd. Á bessu litla svæði eru sjö furstadæmi. Áttu furstarnir fvrr- um í sífelldum erium, en fvrir 85 árum gátu Bretar fengið þá til þess að sættast og pera með sér samn- ing um vopnahlé, og frá þeim tíma er nafnið Sáttaströnd komið. Bret- ar hafa þarna verndargæzlu, en varnarlið lítið. Fulltrúi stiórnar- innar hefur aðeins tvo aðstoðar- menn sér við hönd, og fámenn sveit úr flugliði Breta hefur þar bæki- stöð. Friður hefur haldizt barna þessi 85 ár, en það er þó síður en svo að allar deilur sé lagðar á hvlluna. Landamæri eru óglögg og aliir þvkiast furstarnir hafa landakröf- ur á hendur nágrönnum sínum. Stærsta furstadæmið heitir Abu Dhabi. Furstinn þar þykist eiga tilkall til helmingsins af fursta- dæminu Dhubai, sem er frjóv- samast og þar sem þéttbýli er mest. En furstinn í Dhubai viður- kennir það auðvitað ekki og þykist hafa landakröfur á hendur ná- granna sínum, furstanum í Shar- jah. Og furstinn í Sharjah gerir kröfur til alls lands í næsta fursta- dæmi, Ajman, nema höfuðborgar- innar, þar sem eru 2000 sálir. Aðalatvinnuvegir manna á þess- um slóðum voru fyrrum sjórán og þrælaverslun. Nú ber lítið á þessu. Þó komst upp um sjóræningja þar í fyrra, og margir hafa enn þræla, og það mun koma fyrir að þræl- arnir ganga þar kaupum og sölum milli þeirra. Bretar láta þetta af- skiftalaust að öðru leyti en því, að hver þræll, sem leitar til þeirra fær frelsi og er útbúinn með skjal frá brezku stjórninni um að hann sé alfrjáls og megi fara ferða sinna eins og honum þóknast. Þrælarnir una þó kjörum sínum svo vel, að miög fáir leita á náðir Breta. Það er helzt ef þá grunar að húsbóndi sinn hafi í hyggju að selja sig, og þeir kvíða fyrir húsbóndaskiftun- um, að þeir koma og biðja Breta að veita sér frelsi. Shakhbut II fursti í Abu Dhabi. í þessum furstadæmum ríkir al- gert einveldi og Bretar skifta sér ekkert af stjórn furstanna meðan engin hætta er á að til ófriðar dragi. Hlutverk Breta er að sjá um að friður haldist og hafa á hendi utanríkismál fyrir þessa fursta, ef nokkur eru. Fólk þarna veit ekkert hvað lýðræði er og mundi ekki skilja hvernig almenningur gæti haft áhrif á sjórn landsins. Aftur á móti er mikil togstreita um völdin og verða einvaldsherrarnir sjaldan gamlir, því að þeim er steypt af stóli af ættingjum sínum og vinum og er það gert með því að stytta þeim aldur. Af seinustu 11 furstun- um í Abi Dhabi hafa aðeins tveir dáið eðlilegum dauðdaga. Tekjur allra þessara sjö fursta- dæma munu vera eitthvað um 500.000 Sterlingspunda. Þær renna að mestu leyti óskiftar í vasa furst- anna, því að útgjöld eru lítil. Ekki þarf að hugsa um vegamálin, því að engir vegir eru til. Engar opin- berar stofnanir eru til. Furstinn í Dhubi er ríkastur og hann heldur uppi litlu sjúkrahúsi og tveimur barnaskólum, og í Sharjah er einn barnaskóli. Og þá er upp talið. Eftir að sjórán og þrælaverslun hafði lagzt niður, lifðu íbúarnir á þessum slóðum mestmegnis á perlu veiðum. En svo komu gerfiperlurn- ar og eyðilögðu þennan atvinnu- veg fyrir þeim, svo að hann varð varla lífvænlegur. Hefur því út- flutningur fólks aukizt mjög á seinni árum og um 2000 farið úr landi að meðaltali hin seinustu árin. Þeir fara til olíunámanna í Saudi Arabíu, Kuweit og Qatar og hafa þar helmingi meira upp úr sér en við perluveiðarnar. Og nú er komið upp nýtt vanda- mál þarna á Sáttaströndinni, sem stefnir að því að kollvarpa öllum sáttum. Jarðfræðingar hafa látið það álit sitt í Ijós, að þarna muni vera olía í jörð. Og það var eins og við manninn mælt, nýar væringar blossuðu upp. Furstarnir urðu gripnir af olíuæði. í hyllingum sáu þeir sig ausa upp milljóna auðæf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.