Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 765 var lengstum innistaða upp frá því. Syðra og vestra var minna um snjó. Mesta stórviðrið var dagana 7.—8. og olli það víða tjóni, vegna þess að það skall skyndilega á og óvænt. Þöku fuku af húsum í Reykjavík, ferð- ir strætisvagna trufluðust, loftnet út- varpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð slitnaði niður og miklar truflanir urðu á rafmagni. Hafnarfjörður varð raf- magnslaus, því að háspennulínan þang- að bilaði. Fé var víða úti sunnan og vest- an lands og náðist ekki í hús. Fennti kindur sumsstaðar og varð einkum tjón af þessu í Grundarfirði. Seinni hluta mánaðarins voru stöð- ugar rigningar austan lands og var orðið autt í lok mánaðarins. ÚTGERÐIN Afli var sæmilegur í flestum ver- stöðvum, þegar á sjó gaf, og sums staðar gekk fiskur á grunn, svo að Keflavíkurbátar hlóðu t. d. rétt út af höfninni. Er það þakkað friðun Faxaflóa. — Togaraafli var yfirleitt tregur. Margir togarar sigldu með ís- fisk til Þýzkalands og var markaður nú miklu hærri en í fyrra mánuði. Seyðis- fjarðartogarinn ísólfur fékk rúm 146 þús. mörk fyrir afla sinn og er það metsala. Þá var og sendur ísfiskur til Austur-Þýzkalands (settur á land í Hamborg) og er seldur fyrir ákveðið verð. Sú nýung skeði, að nýr bátafiskur var sendur með flugvél til Hamborg- ar og seldur matsöluhúsi þar. Er gert ráð fyrir að senda nýan fisk þannig með flugvélum í nokkur skifti tii þess að fá úr því skorið hvort hér geti verið um nýan markað að ræða (25.) Heildarfiskafli á landinu nam 1. nóv. 354 þús. lestum. Er það 37,5 þús. lest- um meira en á sama tíma í fyrra (20.) MANNALÁT 3. Frú Margrét J. G. Jónsdóttir, Rvík. 3. Frú Valgerður Magnúsdóttir frá Bakka í Ölfusi. 4. Sigurgeir Jónsson organleikari, Akureyri. 4. Frú Ingunn Guðbrandsdóttir, Reykjahvoli, Mosfellssveit. 5. Frú Guðrún H. Tulinius, Rvík. 5. Kristján Guðnason verkstjóri, Reykjavík. 5 Frú Else Ellingsen Guðbjörnsson, Reykjavík. 6. Guðjón Árnason, Neðri-Þverá, Fljótshlíð. 6. Friðrik Hjartar, fyrrv. skólastjóri, Akranesi. 7. Frú Þórdís Ág. Jóhannsdóttir, Elliðaárstöð, Reykjavík. 8. Björn Guðmundsson hreppstjóri, Lóni, Kelduhverfi. 9. Jón Davíðsson, fyrrv. verslunar- stjóri, Fáskrúðsfirði. 9. Guðmundur Guðmundsson stór- kaupmaður, Reykjavík. 11. Jónas K. Magnússon bókbindari, Reykjavík. 11. Ólafur J. Hvanndal prentmynda- meistari, Reykjavík. 12. Helga Illugadóttir, Reykjavík. 14. Brynjólfur Einarsson bílstjóri, Reykjavík. 14. Frú Guðrún Sigurðardóttir, Rvík. 16. Benedikt Sveinsson fyrrv. Alþing- isforseti, Reykjavík. 16. Bjarni Sigurðsson, Ranakoti, Stokkseyri. 17. Frú Guðrún Bjarnadóttir, Strönd, V estmanneyum. 17. Sigurgeir Jónsson verkamaður, Reykjavík. 17. Frú Svanhildur Ólafsdóttir, Rvík. 18. Þorgeir Pálsson framkvæmdastj., Reykjavík. 19. Frú Þórdís Sigurlaug Benónýs- dóttir, Reykjavík. 20. Frú Ragnhildur Benediktsdóttir, Reykjavík. 21. Runólfur Þorláksson verkstjóri, Reykjavík. 23. Frú Margrét Benjamínsdóttir, Reykjavík. 26. Ölafur Magnússon Ijósmyndasmið- ur, Reykjavík. 26. Hildimundur Björnsson vega\^rk- stjóri, Stykkishólmi. 26. Brynjólfur Björnsson tannlæknir, Reykjavík. 26. Daði Hjörvar útvarpsmaður, Rvík. 27. Haraldur Sigurðsson yfirvélstjóri, Reykjavík. 27. Eyólfur Ó. Ásberg, Keflavík. 29. Jón Þorleifsson, kirkjugarðsvörð- ur, Hafnarfirði. SLYSFARIR Maður, sem tekinn var vegna ölv- unar og settur í fangageymslu lög- reglunnar í Reykjavík, stytti sér þar aldur (9.) Ungur maður í Reykjavík gekk í svefni út um glugga á þriðju hæð í húsi, en sakaði lítið (16.) Öldruð kona féll á hálku á Akra- nesi, lærbrotnaði og handleggsbrotn- aði 17.) Sjómaður í Bolungavík lenti í ljósa- vél um borð í vélbáti og fótbrotn- aði (18.) Flosi Einarsson, skipverji á ,,Selfossi“ hvarf í Gautaborg meðan skipið hafði þar viðdvöl (18.) Amerískt flutningaskip hrakti í inn- siglingu á norðurgarð hafnarinnar í Reykjavík, braut hausinn á honum, en vitinn, sem þar var, féll í sjóinn (23.) Tveir bændur í Vatnsdal voru að reka hross yfir Alftardalsá. Brast ís- inn undan einu hrossinu og er þeir ruku til að bjarga því, brast isinn einnig undir þeim. Þarna var beljandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.