Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 1
J. M. EGCERTSSON RÚSTIR OC KUML í ÞORSKAFJARÐARÞINCI Haugur Þorkels Súrssonar sést á bak við hliðið og stendur stór grár steinn á honum. ORSKAFJARÐARÞING lagðist niður við lok þjóðveldisins 1262 og var eigi endurreist síðan. Frá þingmálum þar á seinustu árum þjóðveldisins, eða nánar tiltekið vorið 1241, skýrir Sturla Þórðarson lögmaður og sagnaritari í íslend- inga sögu (Sturlungu), en Sturla var þá sjálfur á þinginu. Þorskafjarðarþing er einn af merkustu sögustöðum landsins og þar sjást enn miklar minjar frá þjóðveldistímanum. í Hnausaskógi, sem er hluti hins forna þingstaðar, sér enn örmul margra búðarrústa, og eru sumar innan svæðis þess er fyrir þremur árum var afgirt sem gróðrar og uppeldisstöð fyrir trjá- plöntur framtíðar nytjaskógar. í Þorskafjarðarþingi tjölduðu flestir héraðshöfðingjar og þingmenn búð- ir sínar, svipað og á Þingvöllum við Öxará, en vistbúðir í Þorska- fjarðarþingi frá þjóðveldistíman- um hafa margar verið allmiklar ummáls og ríkmannlegar, svo miklu munar, borið saman við hin- ar fátæklegu búðaminjar á alþing- isstaðnum Þingvöllum, en þar var Alþingi háð í seinasta sinn vorið 1798, eða fyrir réttum 156 árum. Rústir og kuml í Þorskafjarðar- þingi eru ekki yngri en 700 ára, og sumt mikið eldra, t. d. búðarúst þeirra Bolvíkinga, Völu Steins Þuríðarsonar sundafyllis og sona hans Ögmundar og Egils, en Bol- víkingabúð var aldrei hreyfð, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.