Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 8
764 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERDIST í NÓVEMBER Benedikt Sveinsson forseti. BENEDIKT SVEINSSON, fyrrver- andi Alþingisforseti, andaðist að hcimili sínu í Reykjavík að morgni hins 16. nóv., 77 ára að aldri (f. 2. desember 1877 á Húsavík í Þingeyar- sýslu). — Þegar er fregnin um lát þessa mikla þjóðskörungs og sjálfstæð- ishetju barst út, var aflýst deilda- fundum á Alþingi, en kvatt til fundar í Sameinuðu þingi til þess að minn- ast hans. Flutti Jón Sigurðsson, 1. varaforseti, þar ræðu og rakti ævi- starf hans, en þingheimur reis úr sætum til þess að votta minningu hans virðingu sína. Blöðin fluttu langar og ýtarlegar greinar um hann og minnt- ust þess hvernig hann hefði jafnan verið í fylkingarbrjósti þeirra manna, er börðust fyrir frelsi íslands og sjálf- stæði, og hvernig fegursti draumur hans hefði ræzt 1944, er ísland varð sjálfstætt lýðveldi. — Útför hans var gerð hinn 24. með viðhöfn og virðu- leika. Var fyrst húskveðja á heimili hans og því næst farið í dómkirkjuna, þar sem Bjarni Jónsson vígslubiskup hélt ræðu og lagði út af þessum orð- um í Galatabréfinu: „Þér eruð kallaðir til frelsis“. Líkkistan var sveipuð ís- lenzka fánanum, en um allan bæ drúptu íslenzkir fánar á hálfri stöng. Kirkjan var þéttskipuð og voru þar forseti íslands, ráðherrar, alþingis- menn og sendiherrar erlendra ríkja. — Frá kirkjunni var svo haldið suður i kapelluna í Fossvogi, þar sem líkið var borið á bál. Á ALÞINGI var talsverð rimma út af Grænlandi. Danir hafa farið fram á að Sþ. samþykki að Grænland sé danskt land. Rikisstjórn íslandz vildi að fulltrúi íslands hjá Sþ. sæti hjá við atkvæðagreiðslu um það mál, og bar það undir Alþingi. Þar komu fram fjórar breytingartillögur, er allar mið- uðu að því, að fulltrúa íslands hjá Sþ. yrði falið að greiða atkvæði gegn mál- inu, en tillaga rikisstjórnarinnar varð þó ofan á (23.) í þessum mánuði kom fyrir atvik, er sýnir hve sundkunnátta er islenzk- um sjómönnum nauðsynleg. Litlum vélbáti frá Grunnavík hvolfdi hjá Stað- arhlíð. Þrír mcnn voru á honum og komust allir á kjöl. Tveir þeirra voru syndir, en einn ósyndur. Eina vonin um björgun var að synda í land og var það ekki langt sund, en stormur var á og brim við ströndina, svo að landtaka var tvísýn. Þeir sem syndir voru, Kristján Lyngmó bóndi á Höfða- strönd og Karl Pálsson frá Sætúni, tóku nú félaga sinn á milli sín og syntu til lands. Tókst það svo giftu- samlega, að þeir björguðust allir. Bát- inn rak siðar upp í fjöru og fór hann í spón (18.) VEÐRÁTTAN í þessum mánuði var mjög óstöðug og umhleypingasöm framan af með stórviðrum og fannkomu, svo að vegir tepptust eða urðu illfærir. Nyrðra og eystra höfðu bændur þegar tekið fé sitt á gjöf í byrjun mánaðarins og 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.