Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
{ 770
Daglegt brauð
[ um, eins og furstarnir í Kuweit og
Qatar hafa gert. Landaþrætumálin,
sem legið höfðu niðri um hríð,
blossuðu upp aftur af meiri ofsa
en áður, svo að Bretar áttu fullt í
fangi með að hemja furstana. Hef-
ur nú staðið í sífelldum samning-
um um hríð, en allar horfur eru
þó á að Bretum muni enn takast
að leysa þessa deilu svo, að allir
megi við una. Þeir hafa fengið
furstana til að fallast á, að skifta
jafnt á milli sín auðæfum olíunnar,
ef hún skyldi finnast, án tillits til
þess í hvers landi olíulindirnar
yrði.
En svo kemur upp annað vanda-
mál verra viðureignar. Byggðin á
þessum slóðum er aðeins meðfram
strönd Persaflóa á örmjóu svæði,
en að baki er eyðimörk, ein af
stærstu eyðimörkum heims, þar
sem engin byggð er. Og engum
hefur nokkuru sinni komið til hug-
ar að setja landamæri á þann veg-
inn. En nú kemur það upp úr kaf-
inu, að það eru jafnvel meiri líkur
fyrir því að finna olíu inni í eyði-
mörkinni heldur en fram við
ströndina. Þá vaknaði þegar spurn-
ingin um það, hve langt inni í eyði-
mörkina lönd furstadæmanna
næði. Og nú kom til sögunnar sá,
sem er voldugri heldur en furst-
arnir á ströndinni. Það var kon-
ungur Saudi-Arabíu. Þykist hann
eiga alla eyðimörkina.
Engum hafði áður komið til hug-
ar að telja eyðimörkina nokkurs
virði. Hún var einkis eign og eng-
inn hafði minstu löngun til þess að
helga sér neitt af henni. Nú horfir
málið öðru vísi við, ef þarna kynni
að finnast auðugar olíuhndir. —
Stendur nú yfir hatröm deila milli
furstanna og konungsins í Saudi-
[ Arabíu út af landsvæði í eyðimörk-
inni, sem er um 200.000 fermílur
(enskar) að stærð. Líklegt þykir
að Bretar muni styðja furstana í
^ þessari deilu.
UM 15.000 ára skeið hefur kornvara
verið notuð á ýmsan hátt til mann-
eldis, en það eru ekki nema 5000 ár
síðan menn komust upp á að baka
brauð, og það skeði í Egyptalandi. Þá
höfðu menn fundið ráð til þess að mala
kornið, hvort heldur það var hveiti,
rúgur, hafrar eða bygg.
Brauðin þóttu þegar hið mesta sæl-
gæti, og menn komust fljótt upp á að
baka góð brauð, eins og enn má sjá,
því að í Metropolitan Museum of Art
í New York er geymt 3500 ára gamalt
brauð, sem fannst í Egyptalandi og
hefur geymzt frábærlega vel.
Elztu bakararnir voru listrænir menn
og þeir gerðu ýmsar myndir úr deig-
inu og brauðin, sem þeir bökuðu voru
eftirmyndir fugla og fiska, pyramida
og mannljóna o. s. frv.
Rómverjar hinir fomu höfðu og
miklar mætur á brauði og þar var gætt
hins fyllsta hreinlætis við bökunina.
Segja annálaritarar að bökurum hafi
verið gert að skyldu að hafa slæðu
fyrir andliti og léreftsglófa á höndum
á meðan þeir unnu að brauðgerð. Var
það merkilegt á þeirri öld, þegar lítt
var skeytt um heilbrigðisreglur.
Á miðöldum voru bakarar höfðingja-
stétt í Þýzkalandi, eins og sjá má á
því, að ef bakari var drepinn, skyldi
bæta hann þrennum manngjöldum. —
Snemma skiftust bakarar í Þýzkalandi
í sérstaka flokka, eftir brauðategund-
um, sem þeir framleiddu. Einn flokk-
urinn bakaði svört brauð, annar ljós
brauð, þriðji sætbrauð og hinn fjórði
súrbrauð, og mátti enginn ganga inn á
verksvið annars.
En í Frakklandi var hirðbökurum þá
fyrirskipað að baka allar tegundir
brauða, því að þau voru notuð eftir
mannvirðingum. Bezta tegundin var
handa konungshjónunum, önnur handa
börnum þeirra og skyldmennum, sú
þriðja handa fulltrúa páfans og geist-
legum mönnum, fjórða handa greifum
og hertogum, og þannig niður á við svo
að 20 urðu brauðategundirnar.
Brauð hefur löngum verið um hönd
haft við helgiathafnir. Svo var það
hjá Forn-Grikkjum, Gyðingum, Egypt-
um, Babyloníumönnum, Aztekum og
Maya þjóðflokknum í Ameríku. — í
kristinni kirkju eimir enn eftir af þessu
þar sem er altarissakramentið.
í Egyptalandi hinu forna var öll
kornuppskera landsins eign faróanna,
og þeir greiddu öll laun starfsmanna
sinna, æðri og lægri, með korni og
síðan með brauðum. Brauðin urðu því
gjaldeyrir þar í landi og með því móti
hafði faraó öll fjárráð landsins í hendi
sér. • -•**
Það var ekki fyr en um 1820 að farið
var að baka „hvít“ brauð, og voru þau
mjög dýr upphaflega. Þótti fínt að eta
þau, því að sá var aldarhátturinn að
meta menn eftir því hvernig brauðið
var, sem þeir átu, eftir því sem það
var dekkra, eftir því stóð neytandinn
neðar í þjóðfélagsstiganum.
Árið 1266 voru sett lög um það í
Bretlandi að bakarar mætti ekki leggja
meira en 13% á framleiðslu sína og sú
lagaskipan helzt þar í rúmlega 500 ár.
Lundúnabúum þótti gott að fá brauðin
send heim til sín, og úr því varð at-
vinnuvegur fyrir konur, að bera brauð-
in frá bökurum heim til neytenda. Þær
keyptu brauðin af bökurunum og fengu
hvert 13. brauð ókeypis. Það voru laun
þeirra. Síðan er talan 13 nefnd „bak-
aratylft" í Englandi.
Brauðgerð hefur farið mjög fram á
seinni árum og í Bandaríkjunum er
nú farið að baka skorpulaus brauð;
er það gert með hitabylgjum.
Einu sinni veðjaði ungverski greif-
inn Szeckeny 1000 Sterlingspundum
um það, að hann skyldi breyta korni
á akri í brauð á einni klukkustund. —
Kl. 5 að morgni lét hann 20 menn slá
kornakur og var korninu jafnharðan
ekið til þreskingar og fóru til þess 8
mínútur. Kl. 5,30 hafði kornið verið
malað og var nú mjölið flutt til bak-
arans. — Og kl. 5.58 komu rjúkandi
brauðin á borð greifans.
Þetta þótti afar merkilegt, en þó
hefur annar maður farið fram úr þessu.
Árið 1938 hafði ítali nokkur búið til
furðuvél, sem var þannig gerð, að
kornstengurnar voru látnar í annan
enda hennar og eftir 20 mínútur komu
svo fullbökuð brauð út úr hinum end-
anum.
<u-^5®®®<r>^>