Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 5
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 761 sínum, og skal hér birtur kafli úr frásögn hans: Hafaldan er hreyfing Hafaldan er hreyfing, en sjórinn í haföldunni hreyfist ekki. Þetta getur maður séð ef maður athugar þær öldur, sem koma hver af ann- ari skálmandi utan af hafi og stefna til lands. Hreyfingin lyftir hafinu upp og hún berst áfram. En þegar grynnkar tekur þessi hreyf- ing niðri og fóturinn undir bylgj- unni fylgist ekki með efri hlutan- um, sem heldur áfram. Þá hiýtur eitthvað að ske. Fótum er kippt undan bylgjunni og hún steypist á höfuðið og verður að brotsjó. Þetta skeður þó ekki nema þar sem bylgjan rekur sig á sker. Ef sléttur sandbotn er undir og er að smágrynnka á löngu svæði, eða allt upp undir mílu, þá heldur hreyfingin jafnt og þétt áfram og aldan brotnar ekki en fer freyð- andi í áttina til lands. Þannig er ströndin hjá Waikiki, og þess vegna eru þar hin- ákjósanlegustu skilyrði til þess að láta bylgjurnar bera sig langa leið. Maður sezt á herða- kambinn á þeim um leið og þær fara að freyða, og lætur þær svo bera sig alla leið til lands. Og nú er að lýsa því hvernig farið er að þessu. Maður hefir af- langt borð, um sex feta langt og tvö fet að þvermáli og kúpt að neðan. Á þetta borð leggst maður flatur upp við sandinn og rær svo með höndunum út á hafið, þangað sem bylgjurnar byrja að freyða. Um leið rísa þær hærra. Setjum nú svo að maður stæði á borðinu í brattanum á bylgjunni. Ef bylgj- an væri hreyfingarlaus mundi maður renna niður brattan alveg eins og drengur á sleða niður brekku. En bylgjan er ekki hreyf- ingarlaus, mun einhver segja. Það er alveg satt, en vatnið í henni er hreyfingarlaust, og það er gald- urinn. Ef manni tekst að byrja á því að renna sér niður einhverja öldu, þá heldur maður áfram að renna niður í móti, endalaust, án þess þó að komast til botns. Þetta er alveg satt. Þótt bylgjan sé ekki nema svo sem sex feta há, þá held- ur maður áfram að renna niður eft- ir henni hálfu mílu, jafnvel heila mílu. Vegna þess að bylgjan er hreyfing, en sjórinn er kyr, þá sog- ar hreyfingin sjóinn upp í sig jafn- framt því að hún heldur áfram. Maður rennur áfram á sjónum, en stendur þó í stað á bylgjunni og berst áíram með sama hraða og hún.--------- Gekk illa fyrst í stað Ég náði mér í borð. Það var of lítið, en það vissi ég ekki og eng- inn sagði mér frá því. Ég fór til drengja nokkurra, sem voru að æfa sig á grynningum, þar sem bylgjurnar voru afllitlar og mein- lausar, reglulegur barnaleikvangur. Þegar sæmileg bylgja kom, fleygðu þeir sér á magann og létu hana bera sig til lands. Ég ætlaði að fara eins að. Ég athugaði alla aðferð þeirra og reyndi að líkja eftir þeim, en mistókst alltaf. Bylgjan kom, en hún skildi mig eftir. Ég reyndi hvað eftir annað. Ég sparkaði og svamlaði hálfu ákafar en þeir, en ekkert dugði. Þeir voru fimm eða sex. Við lögðumst allir á fjalirnar rétt fyrir framan einhverja bylgjuna. Við spörkuðum með fótunum, og svo tók skrattinn við strákahvolpun- um, en ég var einn eftir og skamm- aðist mín. Ég hélt áfram í heila klukku- stund, en gat ekki fengið eina ein- ustu bylgju til þess að bera mig að landi. Og þá kom þarna vinur minn, Alexander Hume Ford, heimshornamaður og alltaf í leit að ævintýrum. Og ævintýrið beið hans hér í Waikiki. Hann var á leið til Ástralíu, en kom hér við á leiðinni og ætlaði að dveljast hér svo sem vikutíma til þess að vita hvort nokkuð væri varið í það að láta öldurnar bera sig. Nú gat hann ekki slitið sig frá þessu. Hann hafði nú stundað þessa íþrótt á hverjum ein- asta degi í mánuð, og ekkert benti til þess að hann heíði fengið nóg. Hann talaði um þessa íþrótt sem sérfræðingur. „Fleygðu þessu borði“, sagði hann. , Fleygðu því undir eins. Sjá hvernig þá ætlar að fara á því! Ef endinn á því skyldi einhverntíma taka niðri, þá rífur það þig á hol. Hérna, reyndu mitt borð. Það er borð fyrir karlmenn". Ég er ætíð mjög auðmjúkur þeg- ar ég stend frammi fyrir sérþekk- ingunni. Og Ford kenndi mér. Hann sýndi mér hvernig ég ætti að leggjast á borðið sitt. Og svo beið hann þangað til góð alda kom, og þá hratt hann mér áfram. En sú hrifning, er ég fann að aldan greip mig og bar mig óðfluga á- íram. Hundrað og fimmtíu fet flaug ég með henni og lenti á strönd- inni. Upp frá því var ég heillaður. Ég óð út til Fords með borðið hans. Það var stórt borð, margra þuml- unga þykkt og vóg sjálfsagt hundr- að og íimmtiu pund. Hann gaf mér heilræði, mörg heilræði. Sjálf- ur hafði hann ekki haít neinn kenn- ara og hann haíði því orðið að þreiía sig áfram og læra af sjálfum sér. Það sem hann haíði lært með miklum erfiðismunum á heilum manuði, kenndi hann mér nú á hálfri klukkustund. Og nú gat ég sjálfur hvað eftir annað náð byigj- unum og riðið á þeim á land. Hann sýndi mér hvað ég ætti að vera framarlega á borðinu, hvorki framar né aftur. En einu sinni hafði ég verið of íramarlega, því að þegar ég kom á flugferð að landi, stakkst endinn á borðinu niður í sandinn. Það snarstöðvaðist og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.