Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 759 hann tjaldaði hvert vor búð sína þar á þinginu og skaut skjólshúsi yfir fjölda annarra göngumanna, mfðal annars þá Vésteinssyni, er drápu Þorkel Súrsson. Munnmæli segja, að búð Hall- bjarnar og þeirra göngumanna er með honum voru, hafi verið brotin niður og rifin til grunna, til refs- ingar, þegar eftir víg Þorkels, og grjótið haft í haug Þorkels, en hann er þar undir sama hjallariðinu og skammt þar frá er búð Hallbjarnar stóð. Er allt búðarstæði Hallbjarn- ar umturnað eins og eftir sprengju, enda þótt nú sé löngu grasi og lyngi gróið. Sennilega hefur það verið vegna vígs Þorkels Súrssonar, að hin miskunnarlausu og ómannúðlegu lög um göngumenn voru saman sett og sögð upp á Alþingi, og voru meðal fyrstu laga er skráð voru, fyrst í Hafliðaskrá og síðar í Grá- gás, og voru lengi við líði: Ef göngu -menn eiga búð á þingstað, skal hún brotin og göngumaður sviftur öllum bjargráðum. Hafi göngu- maður á sér gjald eða fjármuni, skal það af honum tekið án nokk- urs endurgjalds. Ef göngumaður kemur inn í búð um þingtíma og biður matar, má enginn selja hon- um né veita, og skylt er að kalla menn til að koma honum út og má hýða hann og misþyrma honum eins og hverjum þóknast, aðeins að ekki valdi örkumlum. Hver, sem sýnir göngumanni nokkra mildi eða mannúð, skal sekur „fjör- baugsgarði“. Kvikmyndastjörnurnar hafa sérstaka menn til þess að skrifa um sig í blöðin. Allar sögurnar, sem um þær eru sagð- ar, eru búnar til af þessum mönnum. Einn þeirra ætlaði að skrifa sögu um það, að kjölturakki sinnar stjörnu hefði gleypt alla gimsteinana hennar. — Það máttu ekki gera, sagði hún, því að þá heldur fólk að allir gim- steinar muni komast fyrir í hundsmaga. Forspá Jónasar Grjótgarðs JÓNAS bjó á Grjótgarði í Glæsibæar- hreppi í Eyafjarðarsýslu. Auknefni þetta var af því komið, að hann var meistari að hlaða grjóti og fást við það. Fekkst hann víða við garðahleðslu og vatnsbólagröft. Sterkur var hann mjög og heilsuhraustur, greindur að eðli, sérlundaður nokkuð, ölkær mjög og þótti stundum blendinn í lund. Nú var það sumarið 1877 að hann var að grjóthleðslu norður í Laxárdal í Þingeyarsýslu og Hermann Jónasson (síðar búfræðingur) með honum. Var á kalt veður og unnu þeir naumast sér til hita. Þótti Hermanni sem Jónas væri eitthvað fályndur og annarlegur þenna dag. Segir Hermann við hann, er þeir voru seztir að snæðingi: — Það er mikill kuldi um þennan tíma árs, að maður skuli ekki geta unnið sér til hita. Það er skárri veðr- áttan á þessu landi! —Já, segir Jónas, þú segir það áður en lýkur. Það fer nú að byrja hið vonda, svo að á þessari öld hefur eigi annað eins komið. Fólk mun flýa unn- vörpum til Ameríku, skortur og harð- æri vofir yfir og jafnvel deyr fólk úr harðrétti. Hermann segir: — Þetta getur ekki orðið, þar sem góðæri eru og menn standa sig nú vel. — Jæja, svona verður það nú samt, sagði Jónas. Allt mun ama að, aflaleysi sum ár, gróðurleysis og óþurrka sumur og þar af leiðandi fjárfellir, hafísár hin mestu, afar frostharðir vetur, ill versl- un og skuldabasl. Og sótt kemur upp svo manndauði verður. — Hve lengi mun þetta standa? spurði Hermann. — Tíu ár. Þá batnar að fullu og þá rennur upp blómaöld íslands, og þarf þá eigi að kvíða um sinn. Þá eykst menntun og framfarir, menn verða gætnari í búskap sínum, því óárin og skaðinn hafa gert menn hyggna. — Ætli ég lifi það? spurði Hermann. — Að líkindum, en ég ekki, sagði Jónas. — Þetta er nú vitleysa úr þér, sagði Hermann, þú ert hraustari en ég, þótt yngri sé, og er allt þetta næsta ótrú- legt. Þá svaraði Jónas: — Hafðu það þá til marks um að þetta mun fram koma, að innan skamms muntu frétta lát mitt, og mun þá fleira eftir fara. Skildu þeir svo talið. Að 12 dögum liðnum frétti Hermann lát Jónasar. Hann hafði riðið í Húsa- víkurkaupstað, drukkið sig fullan, er oft bar við, datt af baki á heimleiðinni og lenti með höfuðið á steini, svo að það varð hans bani. — ★ — Sögu þessa ritaði Jón Borgfirðingur eftir Hermanni og árið 1888 bætir hann þessu við: — Þykir nú allt þetta fram komið. Frostaveturinn mikli var 1880—81. Haf- ísár voru og fram á sumar, gróðurleysi einnig og ill nýting 1882 og 1886. Díla- sóttin var sumarið 1882 og jafnvel deyði fólk úr harðrétti, 2 eða 3 menn í Fljót- um og Aðalvíkursókn, 2 á Akranesi sökum bjargarleysis; undir Jökli og á Nesjum suður alls um 8 manns. Eftir vonda sumarmálakastið og eink- um uppstigningardagskastið 1887, skifti um ársæld til lands og( sjávar. Seinni hluti vorsins var góður, sumarið cin- hver mesti grasvöxtur (síðan 1877), sumarið afar gott til heyverkunar. — Aflabrögð hcldur góð. Veturinn 1887—88 meðalvetur og góður sums staðar, en vorið þó kalt. Sumarið eitthvert hið bezta á öldinni, heyin ágæt og nýting þeirra, en þó voru þau í minna lagi. Veðráttan (um haustið) sem á vordag, oft 5—8 st. (nema nokkra daga um réttirnar). Mokfiski uppi í landsteinum á Suður- landi og Vestfjörðum. Heilbrigði al- menn og góð höld á skepnum. (I. B. 520, 4to. — Sjá ennfremur Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar II, bls. 198—199). — Hér segir hinn aldni vísindamað- ur að það sé alveg nóg fyrir menn að sofa fjóra tíma í sólarhring. — Þakka skyldi honum þótt hann vissi það! Ég á tveggja ára gamlan strák og hann vissi þetta í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.