Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 4
760 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þjóðaríþrótt Hawaji-búa JJAWAJI-EYAR eru í miðju Kyrrahafi og um miðja vegu milli Bandaríkjanna og Japans. Þarna eru um hundrað eyar og klettar, sem hefir verið gefið nafn, en auk þess eru mörg sker. Aðeins siö af evunum eru bvggðar. Sex þeirra, hinar stærstu. heita Hawaji, Maui, Molokai. Oahu, Niihan og Kauai. Er tiltölulega skammt á milli þeirra. Vestur af þeim er ann- ar eyaklasi og eru þar um 20 evar, en aðeins ein þeirra er bvggð og heitir Midway. Vestasta evan heit- ir Kure og er hún um 1200 sjómílur vestur af Niihau. Það hefir oltið á ýmsum endum með það hvaða þjóð mundi ná tang- arhaldi á Hawaji eyum. Árið 1816 settust Rússar þar að og reistu sér vígi þar sem nú stendur borgin Honolulu. En höfðingi evanna safn- aði þá liði og rak þá öfuga út úr landinu aftur. Árið 1839 sendu Frakkar herskip þangað til þess að tryggja það, að kaþólskir trúboðar hefði þar frið og frelsi til að útbreiða kristindóm. Eyarskeggjar þorðu ekki að reisa rönd við herskipinu, en fellust á allar kröfur Frakka, og veittu þeim meira að segja sérréttindi í land- inu. Árið 1843 lögðu Bretar Honolulu undir sig, vegna þess að brezkir þegnar höfðu kvartað um að þeir fengi þar ekki jafnrétti í dómsmál- um. Brezkt herskip var sent þang- að, og konungur evanna varð svo hræddur að hann afsalaði yfirráð- um í hendur Breta. Slík valdbeit- ing mæltist illa fyrir í London og evunum var aftur gefið sjálfstæði. En áhrifa Breta gætir þarna enn í dag, því að fáni þeirra, „Union Jack“, er í einu horninu á fána Hawajieya. Árið 1893 varð uppreist og bylt- ing á evunum. Þá var þar mey- kóngur sem hét Lilioukalani. Var henni stevpt af stóli og lýðveldi stofnað. Eftir fjögur ár bað lýð- veldið um vernd Bandaríkjanna, og hafa nú Hawaji-eyar verið hluti af Bandaríkjunum í rúmlega 56 ár. Nú nýlega eru eyarnar orðnar sjálfstætt sambandsríki þeirra, hið 39 í röðinni. Höfuðborgin Honolulu stendur á eynni Oahu. Þar eru nú 248.000 íbúar og hefir borgin þanist út á seinni árum. í 23 ríkjum Banda- ríkjanna eru ekki svo stórar borg- ir. í Honolulu er mikil verslun og iðnaður. Þaðan kemur t. d. mikið af sykri og meginhlutinn af .öllum þeim niðursoðnum ananas, sem nú er neytt um allan heim. Þetta er nýtízku borg, með fögrum stórhýs- um og fallegum götum og þar eru 125.000 bílar, eða bíll á 2,8 menn af eyarskeggjum, og er það meira en í Bandaríkjunum sjálfum þar sem 3 menn eru um hvern bíl. Honolulu var upphaflega byggð í skjóli 1000 metra hárra fjalla, eða undir suðvestur hlíðum þeirra, þar sem staðvindanna gætir ekki. Nú hefir byggðin þó færst upp í fjall- dalina og handan við fjöllin eru sum úthverfi borgarinnar. En mest hefir hún þó þanizt út meðfram sjónum, á aðra hönd allt til Pearl Harbour (sem Japanar réðust fyrst á er þeir fóru í stríðið), og á hina hönd til hins fræga baðstaðar Waikiki. í Waikiki er mikið stunduð þjóðaríþrótt þeirra eyarskeggja, sem á ensku er kölluð „surf-riding“ og þýðir blátt áfram að ríða á haf- öldum. Þessari þjóðaríþrótt hefir Jack London lýst í einni af bókum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.