Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 6
762 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
P
stakkst svo yfir sig og þeytti mér
af sér langar leiðir eins og tré-
spæni.
„Á morgun ætla ég að fara með
þig út á hafið“, sagði Ford.
Sjórinn, sem skolar Waikiki
ströndina er hinn sami sem liggur
að öllum Hawaji eyum, og frá sjón-
armiði sundmanna er þetta dásam-
legur sjór. Hann er hæfilega kald-
ur til þess að vera svalandi, og
hann er svo hlýr að menn geta
verið í honum allan daginn án þess
að þeim verði kalt. í sólskini dags-
ins og stjörnuskini næturinnar,
jafnt um hádegi sem miðnætti, vet-
ur og sumar, er hann alltaf eins,
hvorki of kaldur né of heitur, held-
ur aðeins hæfilega hlýr. Þetta er
dásamlegur sjór, jafnsaltur og út-
hafið sjálft, hreinn og krystalstær.
Það er því ekki undarlegt þótt
Hawaji búar sé taldir beztu sund-
menn heimsins.
Úti á hafi
Já, svona stóð á því, að þegar
Ford kom að sækja mig morguninn
eftir, þá steypti ég mér út í þetta
blessaða haf, án þess að vita hve
langt ég ætlaði. Við lögðumst á
borðin okkar og rerum út í gegn-
um barnaleikvanginn, þar sem
strákarnir voru að æfa sig. Brátt
vorum við komnir út á hið djúpa
haf, þar sem stórar bylgjur komu
freyðandi og þrumandi á móti okk-
ur. Það er í sjálfu sér dýrlegt ævin-
týr að mæta þeim, komast yfir þær
eða í gegnum þær. Maður varð að
gæta sín vel svo að þær gæfi manni
ekki volduga löðrunga. Það var
barátta milli hins frumstæða afls
og hyggjuvits mannsins. Ég var
fljótur að komast upp á lagið. Þeg-
ar bylgjan hreykti kambinum yfir
mér, sá ég snöggvast í gegn um
smaragðgrænan öldutoppinn en svo
stakk ég mér og greip dauðahaldi
um borðið. Ef einhver hefði horft
á mig úr landi, mundi honum hafa
sýnzt sem ég sykki í sjávardjúp,
en sannleikurinn var sá, að ég var
kominn í gegnum ölduna og að
baki henni. Ég ætla ekki að ráða
neinum smámennum eða vesaling-
um að hætta sér undir löðrunga
bylgjanna. Þeim fylgir kraftur þeg-
ar holskeflan dynur á mann.
Stundum verður maður að fara í
gegn um margar, hverja eftir aðra,
og þá er vel líklegt að maður upp-
götvi ýmsa nýa kosti við það að
vera á landi og hafa fasta jörð undir
fótum.
Þarna úti á milli hinna freyðandi
hafsjóa, slóst þriðji maðurinn 1
hópinn. Hann hét Freeth. Eitt sinn
er mér skaut upp undan einni hol-
skeflunni og ég hafði hrisst sjóinn
úr augunum og tók að skyggnast
eftir hvernig næsta holskefla
mundi verða, þá sá ég hvar hann
kom þeysandi á þeirri holskeflu.
Hann stóð uppréttur, hiklaus og
öruggur og brúnn af geislum sólar-
innar. Um leið og aldan reið að
okkur, kallaði Ford til hans. Hann
stökk þá af borðinu, náði því síðan
undan öldunni og kom róandi til
okkar. Hann gaf mér margar góðar
leiðbeiningar. Meðal annars sagði
hann mér hvernig ég ætti að haga
mér gagnvart hinum stóru hol-
skeflum, sem stundum eru á ferð-
inni. Þær eru ekki við lambið að
leika sér og það er ekki ráðlegt að
láta þær falla yfir sig þar sem mað-
ur liggur á borði sínu. Freeth sýndi
mér hvernig ég ætti að leika á
þær, og í hvert skifti síðan, er ég
sá háa bylgju koma æðandi, þá
renndi ég mér út af borðinu og
undir það, en helt mér þó fast með
báðum höndum. Ef bylgjan reif
borðið út úr höndunum á mér og
ætlaði að slá mig með því — það
er hrekkur, sem allar bylgjur hafa
sérstakt gaman að — þá var þó að
minnsta kosti fetþykkur varnar-
veggur af sjó milli höfuðsins á mér
og borðsins. Þegar báran var svo
farin hjá, kleif ég aftur upp á borð-
ið og reri lengra. Mér var sagt frá
mörgum mönnum er fengið hefði
vond högg af borðum sínum.------
Sá, sem vill læra að ferðast á
bylgjunum, verður að vera vel
syndur, og hann verður að vera
vanur því að synda í kafi. Að öðru
leyti dugið vit og afl. Menn vara
sig yfirleitt ekki á því hvað bylgj-
urnar eru sterkar. Það getur verið
að þær slíti mann og borð sundur,
og þá verður maðurinn að bjarga
sér sjálfur. Þótt hann sé með mörg-
um öðrum, getur hann ekki treyst
því að neinn þeirra hjálpi sér. Ég
var ósköp öruggur að hafa þá Ford
og Freeth með mér, og ég gleymdi
því alveg að þetta. var í fyrsta
skipti, sem ég var úti á hafi á
meðal hinna stóru holskefla. Ég
var brátt minntur heldur óþægilega
á þetta Stór holskefla kom og fé-
lagar mínir settust á bak henni og
þeystu til lands. Ég hefði getað
drukknað tuttugu sinnum áður en
þeir komu aftur.
Komst á bak öldunni
Maður verður að .gæta þess að
vera á sem mestri ferð undan bylgj-
unni. Þegar maður sér þá bylgju
nálgast, er manni lízt vel á, snýr
maður baki við henni og rær af
öllum kröftum í áttina til lands.
Það verður að vera skriður a borð-
inu svo að bylgjan taki það og
fleyti því áfram.
Aldrei gleymi ég fyrstu stóru
bylgjunni, sem ég náði úti á rúm-
sjó. Ég sá hana koma, sneri baki
við henni og reri af öllum kröft-
um, eins og ég ætti lífið að leysa. Ég
heyrði ölduna koma suðandi á eftir
mér og svo lyftist borðið mitt og
fleygðist áfram. í nokkrar sekúnd-
ur vissi ég varla af mér. Ég hafði
augun opin, en ég gat ekkert séð
fyrir sælöðri. Mér stóð á sama. Ég
var gagntekinn af óumræðilegri
gleði út af því að ferðast með öld-