Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 1
4. tbl. Sunnudagur 30. janúar 1955 hé*h XXX. árg. Þjóðskáldið hyilt Davíð Stefánsson sextugur FÖSTUDAGINN 21. þ. mán. átti þjóð- skáldið Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sextugsafmæli. Var hann boðinn til höfuðborgarinnar, að halcla afmæl- ið þar, og þar var honum margs konar sómi sýndur. Á afmælisdaginn hafði Þjóðleikhúsið sýningu á „Gullna hlið- inu" og þar var skáldið óspart hyllt af leikhúsgestum, en þeir Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri og Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri héldu ræður. Daginn eftir var skáldinu svo haldin fjölmenn veizla í Sjálfstæðishúsinu. Þar tilkynnti Þorsteinn M. Jónsson for- seti bæarstjórnar á Akureyri, að Akur- eyrarbær hefði kosið skáldið heiðurs- borgara sinn, en Þóroddur Guðmunds- son frá Sandi, formaður Félags ís- lenzkra rithöfunda, tilkynnti að skáld- ið hefði verið kosið heiðursfélagi þess félags. í hófinu voru baldnar þrjár ræður fyrir minni heiðursgestsins og voru ræðumenn þeir Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra, Þórar- inn Björnsson skólameistari á Akur- eyri og Steingrímur J. Þorsteinsson háskólaprófessor. Fara ræður þeirra hér á eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.