Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Side 6
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar starfandi í húsnæði við Skúla- götu 4. Allt frá því að Atvinnudeildin var stofnuð 1937 hafa í Iðnaðar- deildinni verið framkvæmdar gerlarannsóknir. Hefur einkum verið um að ræða rannsóknir á mjólk og mjólkurvörum, neyzlu- vatni, fiski, niðursuðuvörum og votheyi. Rannsóknir þessar hefur dr. Sigurður Pétursson annast á- samt einni aðstoðarstúlku. Um 1950 var húsnæði það í bvggingu At- vinnudeildarinnar, sem ætlað var fyrir gerlarannsóknirnar, orðið alltof lítið. Varð þá að ráði, að þær skyldu fluttar í hina nýju bvggingu, sem byrjað var að vinna að við Skúlagötu 4 og ætluð var fyrir rannsóknastarfsemi í þágu sjávarútvegsins. Var sýnilegt, að við þetta myndu viðfangsefni gerlarannsóknanna verða meira á sviði fiskiðnaðarins en áður, og var því búnaður hinnar nýju gerla- rannsóknastofu miðaður við það. Veturinn 1950—’51 dvaldist dr. Sig- urður í Ameríku og kynnti sér þá aðallega niðursuðu á fiski og gerla- fræðilegar ákvarðanir á B vítamín- um í fiski og fiskafurðum. Haust- ið 1952 voru svo gerlarannsóknirn- ar fluttar í hið nýreista hús við Skúlagötu 4. Eftir að gerlarannsóknirnar fluttu í Skúlagötu 4 hafa viðfangs- efni þeirra verið þessi: 1. Rannsóknir og tilraunir við- víkjandi niðursuðu. 2. Eftirlit með niðursuðuverk- smiðjunni Matborg h.f. í Rvík. 3. Ákvarðanir á B-vitamíni í fisk- afurðum. 4. Rannsóknir á sýnishornum af mjólk, mjólkurvörum, vatni o. fl., sem tekin eru á vegum heil- brigðiseftirlitsins. 5. Rannsóknir á sýnishornum af vatni, sem notað er til neyzlu, fiskþvotta eða í sundlaugar, og send eru af ýmsum aðilum. Furstahjónin í (^VO að segja í miðri Norðurálf- unni, hér um bil mitt á milli Parísar og Vínar, Berlínar og Róm- ar, er ríkið Liechtenstein, minnsta sjálfstæða ríkið í álfunni. Það er ekki nema 64 enskar ferhyrnings- mílur á stærð og íbúar eru um 14.000. Þarna ríkir fursti og hefur við hlið sér fjóra ráðherra og 15 manna löggjafarþing. Af hagsýnis ástæðum hefur ríkið gert tolla- bandalag við Sviss og hefur sömu mynt, en það stjórnar algjörlega 6. Prófanir á þvottaefnum og ger- ildrepandi efnum fyrir ýmsa aðila. 7. Ýmsar gerlarannsóknir í sam- bandi við starfsemi Rannsókna- stofu Fiskifélagsins, Fiskmats ríkisins og annarra aðila. Verkefni gerlarannsóknanna munu verða svipuð og þetta núna fyrst um sinn, nema hvað lögð verður enn meiri áherzla á rann- sóknir, sem snerta niðursuðu, rann- sóknir á vatni og sjó, sem notað er við fiskverkun, og ákvarðanir á B- vitamínum. Var s. 1. haust ráðinn að deildinni nýr gerlafræðingur, Guðlaugur Hannesson M. Sc. Fer það nú stöðugt í vöxt að þeir, sem hafa með framleiðslu og eftir- lit matvæla að gera, noti sér þá aðstoð, sem hin tekniska gerla- fræði hefur að bjóða. En þesskonar aðstoð er það, sem gerlarannsókna- stofunni í Skúlagötu 4 er ætlað að veita. ---------- Þá er gerð stutt grein fyrir heim- sókn Morgunblaðsins í Atvinnu- deildina, en margt er ósagt enn frá þessari merku stofnun, er ég mun víkja að síðar. V. St. Liechtenstein sjálft öllum sínum málum, án nokk- urrar íhlutunar erlendra ríkja, og er því fullkomlega sjálfstætt og óháð. Aldrei hefur Liechtenstein lent í ófriði, og það hefur hvorki misst lönd né aukið við sig í stríði. Aðrir eins yfirgangsseggir og Napoleon og Hitler létu þáð í friði. Þeim fannst víst ekki eftir miklu að slægjast þar. Hin litla þjóð, sem byggir þetta land, er starfsöm og iðin, og þar er velmegun. Þar ríkir fullkomið lýð- ræði, enda hefur þjóðin um langt skeið verið mjög lýðræðissinnuð. Furstinn heitir Franz Joseph II. og gengur alltaf undir því nafni, enda þótt hann eigi þrettán skírn- arnöfn. í æðum hans rennur hið hreinasta „bláa blóð“ því hann er kominn af einhverjum hinum elztu höfðingjaættum í álfunni. Hann fæddist í Styria árið 1906 og kom til ríkis 32 ára gamall, er frændi hans lagði niður völd. Hann er hinn gjörfulegasti maður, mikill á velli og herðibreiður. Er hann ekki ósvipaður frænda sínum, Franz Ferdinand erkihertoga, sem var ríkiserfingi Austurríkis og Ung- verjalands, en var myrtur í Sara- jevo 1914. Út af því reis fyrri heims -styrjöldin. Franz Joseph II. er hinn tólfti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.