Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Qupperneq 10
246
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
særingahátíð hjá trénu og eftir
mikið stímabrak var hægt að fá
trébúann til þess að flytja sig á
annan stað, er honum hafði verið
valinn. Og nú gat vinna hafizt og
tréð var fellt.
TJÁ Effiakuma, sem er skammt
frá Takoradi, átti að reisa bú-
staði fyrir blökkumenn. En einmitt
á beim stað stóð tré, þar sem ein-
hver vættur hafði átt heima frá
ómunatíð. Þetta tré þurfti að fella,
o<? nii vildi stjórninni það til happs
að Svertingjastrákur, sem vann að
því að steypa steina, bauðst til þess
að koma vættinni burtu. Strákur
byrjaði á því að slátra nokkrum
fuglum og svo skipaði hann verk-
stióranum að standa fast upp við
tréð. Gekk svo Surtur að honum,
tók vfir um hann og náði hand-
festu í trénu báðum megin og
brvsti svo á. Og þótt lítill væri var
hann svo sterkur að nærri lá að
verkstjórinn kafnaði, svo þjarmaði
hann að honum. En þegar verk-
stjóranum fannst vera að líða yfir
sig, sleppti strákur og sagði að nú
væri hann og vætturin orðnir góðir
vinir, og vætturin hefði lofað því
að flytia sig í annað tré, svo óhætt
væri að höggva þetta tré daginn
eftir.
HTALIÐ er að uir, fimm milliónir
Svertingja eiffi heima á Gull-
ströndinni og að siö af hverjum
tíu sé heiðnir. Hinir eru annað
hvort Múhamedstrúar eða kristnir
að nafninu, aðallega kaþólskir. En
dýrlingar kaþólsku kirkjunnar
hafa ekki getað útrvmt ..Ju-iu“ og
Svertingiar trúa enn fuúum fetum
á sínar huldu vættir. oins og sjá
má á þessari sögu.
Hjá Siwudu var venð að byggja
upia þorp hiá vatni nokkru og þar
hafði verið unnið um fimmtán
mánaða skeið og allt gengið vel.
Verkamenn höfðu verið ánægðir
og duglegir. En skyndilega breytt-
ist þetta. Þeir urðu þrjózkir og
þvermóðskufullir og veiktust
hrönnum saman, svo að verkinu
miðaði lítt.
Ég kom til Siwudu og verkstiór-
inn þar — hvítur maður — skýrði
mér frá því að til sín hefði komið
sendinefnd Svertingia og krafizt
þess að haldin vrði fórnarhátíð til
þess að mýkja skap vættar. sem
ætti heima í vatninu. Ég helt fvrst
að þetta væri ekki annað en til-
raun til að hafa fé út úr stiórninni,
en ég var fullvissaður um að svo
væri eigi. Mér var sagt að bað væri
ekki einleikið hvernig verkamenn-
irnir sýktust hrönnum saman og án
þess að menn vissu neina ástæðu
til þess. Að undanförnu hefði og
kveðið mjög mikið að slysum með-
al smiðanna. Svertingjar heldu
því fram að þetta stafaði allt af
því að vætturin hefði verið reitt til
reiði, friði hennar hefði verið rask-
að með þeim gauragangi sem hér
færi fram í sambandi við bygging-
arnar, og nú væri hún að hefna
sín.
Skrifari minn var Svertingi frá
Höfðaströndinni, en kristinn maður
og vel menntaður. Hann var af góð-
um ættum og höfðu forfeður hans
verið kristnir í marga liðu. Þegar
ég kom heim, sagði ég honum frá
hvernig ástatt væri í Siwudu og ég
væri viss um að verkamenn gerðu
sér upp veikindi og létust slasa sig,
aðeins til þess að geta haft fé út
úr stjórninni. Ég spurði hvort hann
sem kristinn maður væri mér ekki
sammála um að allt þetta skraf um
vættina væri ekki annað en hjátrú
og fyrirsláttur.
Það var sem honum blöskraði
hvernig ég lcit á þetta mál.
„Nci“, sagði hann, „ég kannast
við þennan „Ju-ju“, hann cr frændi
sjávarguðsins. Hann er voldugur
og yfirleitt meinlaus, en reiðist
mjög illa. Þér vitið að fiskimenn
fara aldrei á sjó á föstudegi, því
að það er hvíldardagur sjávarguðs-
ins. Við megum því þakka fvrir að
þeir hafg fengið að vinna óáreittir
á föstudögum“.
„Trúir þú þessu?“ spurði ég.
„Já, ég er sannfærður um það,“
sagði hann. „Að vísu veit ég að
bæði biblían og kóraninn segia að
ekki sé til nema einn guð. Ég dýrka
ekki vatnsmiðinn, en ég veit að
hann er ti!“.
Nú sannfærðist ég um að hér
var ekki um neina uppgerð að ræða
hiá Svertingjum. Þeir trúðu statt
og stöðugt því sem beir sögðu. Ég
lét undan. Fórnarhátíðin var hald-
in. Eftir það gjörbreyttust verka-
menn. Þeir tóku gleði sína aftur,
þe>'m veiku batnaði undir eins, og
engin slvs urðu upp frá því!
HPARKWA heitir námastaður inni
í frumskóginum um 80 km frá
Takoradi. Þar finnst gull og þar er
auðugasta mangan-náma í heimi.
Vegurinn þar á milli er malborinn
og til beggja handa er þéttur lág-
skógur. Til þess að komast með
veginn í gegnum skóginn, er hann
allur í hlykkjum. En á einum stað,
þar sem vegurinn er beinn, stendur
eitt af þessum „Ju-ju“-trjám. Hjá
trénu eru nokkurs konar trönur
og hver maður sem um veginn fer
á að fórna trjáguðnum einhverju
og hengja á trönurnar. Það er alltaf
eitthvað ætilegt, kjöt eða ávextir
og grænmeti.
Mikil umferð er á þessum vegi
og þungaflutningur, því að eftir
honum er ekið stórtrjám frá Tark-
wa til hafnargerðarinnar í Takor-
adi. Eru trjábolir þessir fluttir á
löngum hiólsleðabílum og vegur
ækið stundum allt að 24 smálest-
um. Þeir, sem óku þessum farar-
tækjum, voru flestir aðkomnir, og
þeir höfðu svo mikið að gera að
þeir gáfu sér ekki tíma til þess að
staðnæmast við „Ju-ju“-tréð og