Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Síða 11
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS /—— " 247 Andatréð og vegurinn þar sem flest slysin urðu. færa guðinum fórnir. Einu sinni valt eitt af farartækjum þessum á sléttum og beinum veginum rétt hjá trénu og vagnstjórinn og tveir menn aðrir biðu bana samstundis. Mörg önnur óhöpp höfðu komið fyrir á veginum og ég fór því að tala um það við menn mína, að þetta hlyti að vera trassaskap að kenna, ekki væri gengið nógu vandlega frá trjábolunum á sleð- anum. Þá sagði einn þeirra (Svertingi) að ég skyldi tala varlega og ég skyldi fara varlega. Hann benti mér á hve mörg slys hefði orðið þarna hjá trénu. í september 1952 hefði hvolft þarna bíl umsjónar- mannsins. í janúar 1953 hefði einn af verkfræðingum stjórnarinnar lent í árekstri rétt hjá trénu og hann hefði orðið að liggja sex mánuði i sjúkrahúsi. Og í maí 1953 hefði aðalgjaldkeri hafnarinnar hvolft bíl undiir sér rétt hjá trénu. Hann bað mig því að fara varlega og þó ég fórnaði guðinum ekki neinu, þá skyldi ég þó samt vera viðstaddur LEÐURVÖRUR Fjölþættasta framleiðsla úr dýraríkinu SAMKVÆMT gamalli málveniu hér á landi var leður annaðhvort húð af hrossi eða nautgrip (sbr. leðurskór). En nú hefir nafnið leð- ur og leðurvörur færst yfir á allt það, sem sútað er, enda þótt hrá- varan eigi sér ýmis nöfn, svo sem skinn, há, húð, svörður, skrápur, roð eða hamur. En leðurtegundirn- ar eru mjög margbreytilegar, eftir því hver hráefnin eru, því að þau eru harla ólík. Það er t. d. ekki lít- ill munur á sverði af rostung, sem er allt að tveggja þumlunga þykk- ur, og fiskroðinu, sem er næfur- þunnt. Þá er og nokkur munur á hrosshá og músarskinni, hákarls- einhverja fórnarhátíð, sem þar færi fram. Mér var kunnugt um öll þessi slys og fleiri, en ég lagði engan trúnað á að þau væri anda trésins að kenna. Ég hefi stýrt bíl í 25 ár á misjöfnum vegum og aldrei kom- ið neitt óhapp fyrir mig, svo að ég var ekki smeikur. Svo var það í júlí 1953 að ég var á leið til Tarkwa og ók hratt. Og á beinum veginum hjá óhappatrénu skrikaði bíllinn, ég missti stjórn á honum og hann hentist með mig út af veginum og langt inn í kjarrið. Til allrar hamingju varð ekkert tré á leið minni, því að þá hefði ég drepið mig. En bíllinn sat fastur í lágskóginum og það var tveggja tíma verk að höggva braut að hon- um svo að hægt væri að ná hon- um. Og ég sá glöggt á svip mann- anna, sem unnu að þessu að þeir hugsuðu sem svo: „Hvað sögðum við þér?“ skráp og fuglsham, lambskinni og hamleðri af fíl eða flóðhesti. Og þannig mætti lengi telja. En eins og hráefnið er margbreytilegt, svo eru og vörurnar, sem úr því eru gerðar. Menn ætla að leður og skinn sé eitt af fvrstu hráefnum úr náttúr- unnar ríki, sem menn hagnýttu sér, og megi því teljast með elztu iðn- vörum. Upphaflega lifðu menn á veiðum og átu hrátt. En þeir hafa fljótt komizt að því að skinn- in gátu skýlt sér, alveg eins og veiðidýrunum. Fyrsti fatnaður manna var úr skinnum, og frum- stæðustu þjóðflokkar jarðarinnar þekkja enn í dag ekki annað efni til fatnaðar, en skinn. Seinna kom- ust menn svo upp á að gera sér tjöld úr skinnunum, og þá þurftu þeir ekki lengur að hafast við í trjám, hellum eða holum. Fyrstu hús mannanna voru því einnig úr skinni. Nú er svo komið að ógerningur væri að reyna að telja upp allar þær vörur, sem gerðar eru úr leðri. Það er notað til þess að gera úr því dyratjöld, hárspennur, belti og peningabuddur. Það er notað í reimarnar, sem tengja vinnuvélar við orkuvélar, en það er einnig not- að í hnappa á drengjaföt. Það er notað til þess að fóðra innan bíla og það er notað til þess að fóðra húsgögn. Það er notað í hinar skrautlegustu handtöskur kvenna og í allskonar skófatnað. Það er notað til bókbands og úr því eru gerðir fótknettir, ferðatöskur og bréfatöskur. Það er notað í ólar, sem rakhnífar eru hvattir á og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.