Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
£ 250
/------------------------------------------------------------------>
VORVÍSUR
Nýar og gamlar
Eftir Loft Bjarnason.
Sólin blíða signir grund,
senn mun skrýðast jörðin,
lundur fríður leysir blund
lands um víðu börðin.
Frjógvast lundur, friðleik ná
flóasundin mögru,
um bala og grundir breiðast þá
blómin undur fögru.
Sólin þiðir fönn af fold,
fimbul tíðir hrekur.
Kastar hiði móðurmold,
möttul fríðan tekur.
Vindar blíðir verma grund,
varpar hiði jörðin,
rinda þiðir máttug mund,
mund sú skrýðir svörðinn.
Sólin lýðum sendir koss,
sollin þíðir hjörtu.
Vorsins blíða vefur oss
vonar hiði björtu.
Vindar blíðir blása hér,
blunda tíðir harðar,
rinda víða rauða sér,
roðna hlíðir jarðar.
Vorsins blíða vermir mó
vekur lýð úr dvala,
grundir skrýðast grænni tó,
glitra hlíðar dala.
s*._____________________________/
I son hana, heyrði hann móður sína
* Kristínu segja hana; hún var fróð kona.
I JÓN STROKUMAÐUR
Einar Jónsson hét bóndi á Hreggs-
! stöðum. Hann var kallaður Hákarla-
Einar, ríkur maður og vel metinn. Á
vist með honum var ungur maður, sem
{ Jón hét. Hann var mikilmenni til allra
^ starfa og smiður góður. Hann þótti bera
í þar af öðrum mönnum að allri at-
F gjörvi, en bæði var hann reiðigjarn og
I ósvífinn og þótti fáum dælt við hann
í að fást reiðan. Líka var þar á vist pilt-
ur sá, er Guðmundur hét. Hann var
flestum hvimleiður og illyrtur.
^ Það var eitt sinn um hawst, að bóndi
bað Jón að vinna í skógi næsta dag og
hafa Guðmund með sér til þess að bera
saman hrísið. — Jón reis snemma úr
rekkju næsta morgun og Gvendur.
Lögðu þeir á stað til starfa sinna. Um
kvöldið kom Jón seint heim, en Gvend-
ur ekki. Þótti Jón heldur ófrýnn. Gekk
bóndi til hans og spurði hann hvar
Gvendur væri. Jón svarar: „Hann er
undir hrískestinum, ég hjó af honum
hausinn.“
Daginn eftir reið Einar bóndi til
skógar og fann lík Gvendar sem Jón
hafði sagt. Reið hann þá tafarlaust að
Haga og sagði sýslumanni vígið.*
Þá hafði Davíð Scheving Barða-
strandarsýslu. Fór sýslumaður strax
með Einari og skoðaði líkið. Síðan reið
hann að Hreggstöðum, tók Jón fastan
og setti hann í járn og flutti með sér
að Haga. Jón játaði tafarlaust að har.n
hefði drepið Gvend, og því höfðaði
sýslumaður mál í móti honum.
Sýslumaður lét Jón vinna með pilt-
um sínum á daginn, en hafði hann í
járnum um nætur. Liðu svo fram tímar.
Það var einn morgun síðla vetrar,
þegar sýslumaður ætlaði að taka járn-
in af Jóni, að hann var horfinn og
hafði stungið upp lásinn. Sýslumaður
skrifaði fyrir Jón og lét leita hans, en
hvergi spurðist til hans. Liðu svo
nokkrir tímar.
Um þennan tíma var Jón Ormsson
prófastur í Sauðlauksdal. Hann var
engi vinur sýslumanns. Hann grunaði
að sýslumaður hefði skotið Jóni undan,
og bað því póstinn, sem ferðaðist þá
um einu sinni á ári, að njósna um Jón,
hvar sem hann færi um land.
Næsta ár, þegar póstur kemur, sagði
hann séra Jóni, að Jón seki væri á
Knerri í Breiðavík undir Jökli hjá
Latínu-Bjarna. Skrifaði prófastur há-
yfirvöldum landsins tafarlaust um það,
og var sýslumanni skipað að taka Jón
að nýu og var hann fluttur vestur að
Haga. Lét sýslumaður nú gera honum
klefa í öðrum baðstofuenda, með hurð
og tveimur slám að utan. Þar hafði
hann Jón í hælajárnum um nætur, en
lét hann draga járnhlekki um daga,
læsta að öðrum fætinum. Sýslumaður
* í Ketilsstaðaannál segir svo frá
þessum atburði: í Barðastrandarsýslu
hafði einn maður myrt 9 vetra gamlan
dreng í skógi, en drengurinn byrjaði
með órum og rælni við manninn, pot-
andi sniðlinum í hann og þess slags,
hvar við hann svo til reiði upp engdist.
dæmdi Jón til dauða, en dómurinn
hlaut að staðfestast af konungi og fór
hann því utan.
Það var einn morgun, þegar sýslu-
maður lauk upp fangaklefanum til að
taka Jón úr járnum, að hann var allur
á burt. Hafði hann stungið upp lásinn,
sagað með stingsög gat á súðina. Sögin
lá á rúminu og vitnaðist aldrei hver
átti hana.
Sýslumaður lét tafarlaust leita Jóns
og skipaði öllum bændum í hreppnum
að leita hans þrjá sólarhringa. Og þar
eftir skrifaði hann fyrir Jóri um allt
land, en hvergi spurðist til hans.
Nú liðu margir tugir ára. Davíð lét
af sýslumannsstörfum og fluttist með
Þorkeli Gunnlaugssyni og Ragnheiði
dóttur sinni að Hamri á Barðaströnd.
Þorkell var seinni maður hennar; fyrri
maðurinn var Bjarni Einarsson sýslu-
maður; þau skildu og fluttist hann að
Breiðavík í Rauðasandshreppi og dó
þar; þeirra son var Guðmundur Schev-
ing í Flatey.
Davíð dó hjá dóttur sinni háaldrað-
ur. Fannst þá í bréfum hans bréf frá
Jóni. Hann hafði skrifað honum frá
Hollandi. Þar í þakkar hann honum
alla hjálp við sig og sást af bréfinu að
sýslumaður hafði hjálpað honum með
ráðum og fé til að strjúka, og að hann
hafði komizt í hollenzka duggu á Suð-
ureyri í Tálknafirði.
(Úr handriti að vestan).
o fí
i
}
\
i
i
1
i
J.
i
7>.
i
}
i
\
i
l
i
l
í
|
l
I
|
)
1.
2.
3.
4.
5.
FI M M F O L D
HEIMSKA
Að ímynda sér að maður verði
því hraustari og þróttmeiri
sem maður etur meira.
Að ímynda sér að börn verði
því betur að sér, sem þau eru
látin stunda fleiri námsgrein-
ar.
Að ímynda sér að hver stund,
sem maður rænir sig svefni,
sé vinningur.
Að halda að minnsti klefinn í
húsinu sé fullgóður til að hafa
hann fyrir svefnherbergi.
Að ímynda sér, að hvað eina,
sem manni finnst sér verða
gott af í svip, sé hollt til fram-
búðar.