Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 1
31. tbl. fif>?$«frl$l!>^iil£ Sunnudagur 4. september 1955 P#f$ XXX. árg. 30 ára minning Eskimói prestvígður á ísafirði k AUSTURGRÆNLANDI, í há- norður af Hornströndum, er einn af mestu fjörðum heims, Scoresbysund. Hann nær 300 kíló- metra inn í landið, en sjálft fjarð- armynnið er 28 km. breitt Sunnan að því er Brewster-höfði og um hann liggur 70. breiddarstigið. Norðan við fjarðarmynnið er Tob- in-höfði, sem alhr kannast við, því að þaðan koma veðurfregnir dag- lega. Mesta dýpi í firðinum hefir mælzt 600 metrar, og innst í hon- um eru stórar eyar ísi þaktar. Landslag umhverfis f jörðinn er eitt hið stórkostlegasta á Grænlandi. Þar rísa allt að því 2000 metra há basaltfjöll snarbrött úr hafi, og er innar dregur ganga skriðjöklar fram á milli þeirra. Það voru hval- veiðamenn, er fyrstir fundu fjörð þenna, en William Scoresby yngri rannsakaði hann 1822 og skírði hann þá í höfuðið á föður sínum. Einar Mikkelsen landkönnuður rannsakaði og fjörðinn á ferðum sínum í Austur-Grænlandi. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að þar Séra Abelsen mundi vera mjög lífvænlegt fyrir veiðimenn, og stórum betra heldur en í Angmagsalik, þar sem veiði var orðin af mjög skornum skammti. Angmagsalik nýlendan var Dön- um mikið ahyggjuefni. Meðan fólkið þar var heiðið. gætti það þess sjálft að munnarnir yrði ekki of margir um matinn. Höfðu þeir þann sið, þegar hart var í ári, að bera út börn og lóga gamalmenn- um til að létta á. Fólksfjöldinn mun því nokkurn veginn hafa stað- ið í stað. En svo komu Danir og kristnuðu þá, og eftir það máttu þeir ekki beita sömu mannfækk- unar ráðum. Talið var, að um 200 manns hef ði verið í nýlendunni um þær mundir. En upp úr því tók fólkinu að fjölga og um 1920 voru þar 500 manns. Mundi fólkinu þó hafa fjölgað miklu örar, ef ekki hefði orðið horfellir á hverju vori. Fólkinu fjölgaði, veiðarnar gengu úr sér og ekkert annað kom í stað- inn, enginn nýr lífsbjargarvegur. Þannig var ástandið um þær mundir er Einar Mikkelsen var að kanna Scoresbysund. Þá kom hon- um til hugar að það mundi heilla- ráð að flytja margt fólk frá Ang- magsalik þangað norður. Með því móti ætti veiðarnar í Angmagsalik

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.