Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 3
B* LESBÖK MORGXJNBLAÐSINS úr ýmsu efni, sumar með breiða perlu* kraga úr allavega litum perlum. Eru kragar þessir listasmíði og bera ljósan vott um vandvirkni og frámunalega handlægni grænlenzku stúlknanna. En seinlegt er að búa þá til, heilt ár kvaðst ein stúlka hafa verið að búa til krag- ann sinn. Gera má þó ráð fyrir að hún hafi ekki setið við hann hverja stund. Þá gengu prestarnir til kirkju, 7 ís- lenzkir prestar vestfirzkir*) einn danskur og grænlenzka prestsefnið, séra Abelsen, allir í hempu. Brátt fyllt- ist kirkjan af fólki, og komust færri mn en vildu, og stóðu menn hópum saman allt í kring um kirkjuna. Athöfnin hófst og séra Sigurgeir Sigurðsson ávarpaði mannfjöldann nokkium orðum, ba'ð menn samhuga lyfta huga sinum í bæn tiJ Drottins, fjTir hinum unga Græniendingi og löndum hans, er hér væri saman- kornnir. Að því búnu var survgið, og sungu Grænlendingar á móðurmáli sinu, en leikið var undir á orgel. Mun það hafa verið í fyrsta sinn að menn þess- ir sungu með hljoðfæri. Fór söngurinn vel, þegar alis er gætt og voru margar raddirnar góðar, og þótt áheyrendur skildu ekkert orð, virtist þeim vera sungið af hrærðum hjörtum. Því næst flutti Schultz-Lorentzen prófastur ræðu og mælti á grænlenzka tungu. Hlýddu Grænlendingar, að því er bezt varð séð, með athygli á mál hans. Mörgum þeirra vöknaði um augu og auðséð var djúp alvara og einlæg lotning á svip þeirra. íslenzku prestamir skiftu sér sitt hvoru megin við altarisgráturnar, en grænlenzka prestsefnið stóð frammi íyrir miðjum grátunum; lásu 4 þeirra kafla úr ritningunni á íslenzku. Þá tók prófastur aftur til máls á grænlenzku, sem enginn skildi nema Grænlending- ar, eins og gefur að skilja. Eigi að síður var öllum ljós innileiki sá og al- vara, sem fylgdi orðum hans. Mamii virtist sem góður faðir væri að ámhma hjartfólgin börn sín, og margir v'oru snortnir í hjarta við þessa áhrifamiklu athöfn, sem að öllu fór hið bezta fram, og viðstöddum mun verða minnisstæð. Þeir voru: Sigurgelr Sigurðsson (síð- ar biskup), Páll Stephensen, Sigtrygg- ur Guðlaugsson, Böðvar Bjarnason, Magnús Jónsson, Jónmundur Halldórs- son og OU Ketilsson. Fjórir inir fyrstu voru vjgsiuvottar. Hátíðlega hljóð var stundin, þegar grænlenzki presturinn kraup við grát- urnar og meðtók blessun hins elzta starfsbróður síns, er hann afhenti hon- um hið helga starf í víngarði Drott- ins, og víst tel ég, að þá hafi margur viðstaddur hugsað hlýtt til Grænlend- ingsins og að fyrirbænir fylgi honupi að starfa hans í erfiða, afskekkta land- inu. Að lokinni vígslu gengu prestarnir til guðsborðs, ásamt prófasti og græn- lenzku prestkonunni. Athöfninni lauk með því, að sung- inn var sálmurinn „Faðir andanna“. í SKÓGINUM ísfúðingar gerðu sér mikið far um, að sýna inum fáséðu gestum alla góð- vild. Buðu þeir stórum hópi Eskimóa með sér inn í skóg, og var þeim veitt þar kaffi og annar beini. Konur höfðu ungbörn sin með sér, báru þau í sel- skinnspoka, sem var áfastur úlpum þeirra. Króarnir virtust kunna vel við sig í þessum vöggum, en skringilegt var að sjá litlu kollana, flesta kol- svarta, gægjast upp úr pokunum á baki mæðranna. Eskimóamir voru mjög ánægðir með komuna í skóginn. Gamall maður einn í hópi þeirra, sem þeir nefndu „öld- unginn“, lét sérstaklega í Ijós, hve hug- fanginn hann var yfir öllu þessu ný- stárlega, sem fyrir augun bar. „Mig liefði aldrei getað dreymt um, að ég ætti fyrir höndum að lifa svona dýr- lega stund“, sagði hann. Og þegar hann var spurður, hvað honum þætti mark- verðast, sagði hann að sér þætti mest varið í „að sjá menn ríða á stóru hundunum"! Hestvagn vakti og al- menna aðdáun þeirra, og sömuleiðis varð þeim afar starsýnt á kýmar, og bílarnir voru þeim hreinasta ráðgáta, „að vagnarnir skyldu geta hlaupið sjálfir", eins og þeir sögðu. í BtÓ Siðari hluta fimmtudagsms var þeim haldið samsæti í Bíó. Rétt áður hafði nývigði presturinn setið vígsluveizlu með hinum öðrum prestum, sóknar- nefndinni og móttökunefnd þeirri, er bæarstjórnin kaus til þess að sjá xun allt er laut að komu og dvöl Græn- lendinganna á ísafirði. Voru borð fram- reidd j Bíó og sezt að kaffidrykkju, sem auðsjáanlega fell gestunum vel í geð, bæði ungum og gömlum. Það var skemmtilegt að horía y£ir gesta- hópinn, sem með bamalegri ánægju naut þess, sem fram var reitt. Þá var gestunum skemmt með söng, leikfimi og kvikmynd þeirri af „Teddy“ leiðangrinum, sem sýnd var í Reykja- vík ekki alls fyrir löngu. Mátti fljótt heyra að myndin skemmti þeim eink- ar vel. UM BORÐ í „GUSTAV HOLM“ Grænlandsfarið lá við bryggjuna og notuðu margir tækifærið til þess að fara um borð og skoða skipið, að fengnu leyfi skipverja, og færðu með sér gjafir allskonar, sem voru vel þegnar af hlutaðeigendum. „Gujenak", sögðu Grænlendingar. Það mun þýða: eg þakka, og brosi brá á breiðu dökk • leitu andlitin með meinleysissvipnum. Allajafna var mannkvæmt. um borð. þótt illfœrt væri um þilfarið sakir hundanna, undir 80 að tölu, og var ekki trútt um að sumir væri halísmeik- ír við þessi stórvöxnu grey, sem ýmist lagu eða stóðu, bæði bundnir og lausir, viðsvegar um þilfarið. Eigi að síður tókst mér að vinna bug á torfærunum og komast undir þiljur, frammi á skip- inu. Mátti her sem viðar sjó mismun- inn á mannanna kjörum, ólíkar vistar- verur, ólíka hætti og aðbúnað. Hér var nóg af fátækt neðst, og óþrifnaði. Gamlar, tötralegar konur, auðsjáanlega ómengaðir Eskimóar, kúrðu í fletum sínum, og hálfber börnin, óhrein og úfin, veltust hér og hvar. Upphaflega mun hafa verið svo til ætlazt, að enginn Eskimóanna — ann- ar en prestsefni eitt — fengi land- gönguleyfi. En móttökunefndm og danski prófasturinn fengu því til veg- ar komið, að „heldra fólkið" að minnsta kosli, fékk að koma á land. En all- margir voru þó hinir, sem hýrðust um borð í skipinu. ísfirðingar leituðust þó við, að bæta þeim ófrelsið að einhverju leyti, með því að færa þeim hitt og annað, þeim til gagns og gamans. Dg það var skemmtilegt að sja hýra svip- mn á litlu barnsandlitunum óhreinu, þegar þeim var rétt munnharpa, brúða, knöttur, hárborði, myndaklútur, perlu- festi, eða annað því um líkt. A HUÐKEIPUM Það var í sannleika nýstárleg sjón, þegar Grænlendingar sýndu iist sína á húðkeipunum, hinum haglega gerðu fleytum, er þeir nota við veiðar sinar. Leikni þeirra og lipurð verður tæplega lýst. bkjotir sem örin reana þeir ser

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.