Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 484 Síldveiðunum er lokið að þessu sinni fyrir norðan og austan, en þessi mynd var tekin skömmu áður en þær hættu. Það er á fögru sumarkvöldi. Vélbátur siglir inn Seyðisfjörð, drekkhlaðinn af síld. Kvöldsólin, sem komin er að því að hverfa að fjallabaki, varpar glóandi geislum yfir logntæran fjörðinn. Örlítil góðviðrisský eru á sveimi, en annars er himininn heiður. En það er sjón sem Sunnlendingar hafa farið á mis við á þessu sumri. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) SKAPADÆGUR í byrjun þessarar aldar bjó i Brekku- koti í Blönduhlíð Hallur Jónsson og kona hans Ólina Jónasdóttir. Hallur var hestamaður ágætur, hraðhagmælt- ur og nokkuð drykkfelldur. Sumarið 1909 reið Hallur austur Borgarsand á heimleið frá Sauðárkróki. Við austur- mörk sandsins bylur skolgrátt straum- kast vesturóss Héraðsvatna. Ferja var yfir ósinn, og starfaði ið alþekkta þrek- menni Jón Ósmann lengi við hana. Þá sögu hef ég hevrt, að Jóni þætti Hall- ur ríða tæpt að ósnum, og kallaði til hans og bæði hann að fara gætilega, en Hallur svaraði með þessari vísu: Þó eg drekki þessa stund, þolgeð rekka noti, ,guð mun þekkan laufalund leiða að Brekkukoti. Jón nam stökuna, en um það bil, er Hallur hafði farið með hana, sprakk sandbakkinn fram, og maður og hestur hurfu i djúpið. Þarna drukknaði Hallur með kreppta hönd að svipu sinni. — (Broddi Jóhannesson: Faxi.) MEÐALIÐ GÓÐA Hún var einstæðingur gamla konan, en örlagadísin var henni hliðholl og skákaði henni í vist hjá góðum hjónum. Eini skugginn var það, að heilsan var ekki ætíð sem bezt. Hún skrifaði mér títt fremur langt mál um þessa lasleika sína, stundum var það maginn, stund- um hryggurinn eða taugarnar. Einu sinni var það annar fóturinn og lærið, sem var henni áhyggjuefni. Eg áleit þetta vera taugagigt, setti saman ein- hvern gigtaráburð og sendi henni. Ekki leið á löngu, áður en hún skrifaði mér og bað um meira smyrsl, því þetta hefði reynzt sér mjög vel. Enn sendi ég henni eitthvað, sem ég áleit að henni mætti að gagni verða, og nú liðu nokkrir dag- ar, þangað til ég átti leið um, þar sem hún átti heima og tók mér þar gist- ingu. Kom gamla konan þá brátt á minn fund og var nú mjög þungt í skapi, sagði, að síðari áburðurinn gagn- aði sér ekki neitt, sá fyrri hefði verið dökkur á lit, en þetta væri eitthvert ljósleitt gutl, og mætti tröll taka það fyrir sér. Ég sagði henni að koma með glasið, og skyldi ég reyna að laga þetta, eitthvað gott mundi ég hafa í tösku minni. Þar var nú raunar ekki um auð- ugan garð að gresja; loks fann ég samt meinlausa dökkva dropa, bætti teskeið af þeim í ljósa meðalið kerlingarinnar, sem ég vissi að var gott og gagnlegt og mundi hafa róandi áhrif á gigtina í fætinum, ef trúna á það brysti ekki. Hristi ég þetta vel saman og varð þessi nýa blanda brúnleit og falleg. Gamla konan varð næsta glöð, er hún fékk glasið sitt aftur og sagði mér síðar, að það hefði reynzt sér mjög vel og lækn- að sig til fulls. (Ing. Gíslason: Læknis- ævi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.