Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 14
^482^^^ f I-ESBðK MORGUNBEXÐSINS ' F L snuggaðí í allar áttir. Eg stóð á öndinni og bjóst við að hann yrði mín var. En svo var ekki. Eftir stutta stund þóttist hann viss um að engin hætta væri á ferðum. Ekki hafði órói hans haft nein á- hrif á hin dýrin, og ekki skifti hann sér neitt af þeim. Hafi hann verið faðir hvolpanna, þá var nú föðurást hans löngu kulnuð. Og svo rölti hann á stað út á milli trjánna til þess að ná sér í eitt- hvað að eta. En grenlægjunni þótti sýnilega mjög vænt um hvolpana. Hún dekraði við þá, lék sér við þá og sleikti þá þegar þeir nugguðu sér upp við hana. Þegar hún fór að leita sér að æti, eltu þeir hana þó ekki, en fóru í þveröfuga átt. ------o------ Enginn veit nú hvenær greifingj- arnir hafa komið hingað til Eng- lands fyrst, en þeir eru þó líklega þau spendýrin, sem lengst hafa dvahzt þar. Og vegna þess að þeir eru ekki á ferli nema á nóttunni, er líklega meira til af þeim en inenn grunar. Þeir eru svo varir um sig, að allur þorri manna hefir aldrei séð villtan greifingja, og veit ekkert um háttu þeirra. Einu sinni var því haldið fram að greifing- inn væri í ætt við bjórinn, því að dálítill svipur er með þeim, en nú vita menn að hann er skyldari vislum, otrum og hreysiköttum. Fullorðinn greifingi vegur allt að 30 pundum, en kvendýrin eru þó nokkru minni. Hann er krafta- lega vaxinn. Lappirnar eru stuttar og sterkar, ekki góðar til hlaupa, en þeim mun betri til þess að grafa, og það er líka aðal hlutverk þeirra, Hann er auðþekktur frá öðrum dýrum, dökkgrár á belginn, með svartan kvið og lappir, en hausinn svartur með hvítum blesum. Greifingjarnir kunna vel að búa um sig Og láta sér h'ða vel. í hol- unoi, þar sem þeir tioia, er alltaí byngur af .greinum, lauíum, grasi og mosa, og er það gott og mjúkt bæli. Og svo þrifinn er greifinginn, að hann skiftir þráfaldlega um í rúmi sínu. Ber hann þá út alla dyngjuna, en sækir nýtt efni í stað- inn. Bæði hjónin hjálpast að þessu. f fyrra höfðu greifingjarnir gert sér greni skammt frá túni, og þeg- ar túnið hafði verið slegið, létu þeir greipar sópa um töðuna og höfðu hana í bæli sín. Því miður voru greifingjar lengi ofsóttir og reynt að útrýma þeim með ómannúðlegum veiðiaðferð- um. Nú er slíkt bannað. Ástæðan til þess að þeir voru ofsóttir var sú, að þeim var kennt um að drepa hæns og valda öðru tjóni. En mest af því sem greifingjunum var kennt, hafði átt að setja á synda- registur ólukku refanna. Seinustu árin hafa ýmsir mætir menn fylgzt með lifnaðarháttum greifingjanna, og fullyrða að þeir geri meira gagn en ógagn. Að vísu komi það fyrir að þeir grípi hænuunga, en lítil brögð sé að því, og refir drepi hundrað sinnum meira af ahfugl- um en þeir. En.á hverju ári drep- ur hver greifingi rottur og mýs hundruðum saman, og gerir land- inu stórgagn á þann hátt. Hann drepur líka afar mikið af allskon- ar skorkvikindum og nöðrum. ------o------ Ástalíf greifingjanna hefst seinni hluta sumars, eða í ágústmánuði. Mönnum er ekki mikið kunnugt um það, en ég er viss um, að þegar greifingjar hafa náð saman, þá lifa þeir í hjónabandi alla ævi eftir það og ekkert getur aðskilið þá nema dauðinn. Yfirleitt eru greifingjar hljóð- látir, en þegar æxlunartíminn hefst, þá æpa þeir og eru það sann- kölluð óhljóð, sem fara í gegn um merg og bein. En þannig er nú ást- arsöngur þeirra. Meðgöngutímj,nn er sex eöa sjö mánuðir. Ekki er það rétt, sem margir halda fram, að greifingjar leggist í híði á vetrum, því að ég hefi oft fundið slóðir þeirra í snjó úti á víðavangi. Greifingjar eru yfirleitt mein- lausir, en ef þeir eru reittir til reiði, þá er ekki gott að verða fyrir barð- inu á þeim. Þeir svífast þá einkis, því að þeir eru hugrakkir í bezta lagi, og hafa þann „stálkjaft", að þeir geta bitið ilhlega frá sér. Er enginn maður öfundsverður af því, ef greifingi ræðst á hann. Greif- inginn læsir inum hárhvössu tönnum sínum í óviniim hvar sem hann getur komið því við, og hann sleppir ekki takinu nema þvi að- eins að hægt sé að rota hann. Afslyrmi CUÐUR í Afríku er kynflokkur, ~ sem kallaður er „Pygmies". Eru þeir dvergar á vöxt og hafast við inni í frumskógum. TaUð var að svipaður kynflokkur væri til í Suð- ur Ameríku og heldi til á landa- mærum Venezuela og Columbia. Hafa verið að berast sögur af þess- um kynflokki síðan 1520, en það er f yrst nú nýlega að þetta hef ur verið athugað vísindalega. Sá sem það gerði var dr. Martin Gusinde, prest -ur og mannfræðingur við kaþólska háskólann í Washington í Banda- ríkjunum. Gaf hann svo félagi mannfræðinga skýrslu um för sína og árangur heimar þegar heim kom. Þetta er Indíána kynflokkur, sem kallast Yupa. Þeir eru á tvistringi og sjaldan fleiri en 15 á sama stað, Þeir eru dvergar á vöxt, meðalhæð karlmanna 4 fet og 11 þumlungar og sums staðar eru þeir enn minni. En dr. Gusinde fortekur að hér sé um dvergakyn að ræða. Þeir eru aðeins afstyrmi, orðnir svona hthr af því að hafa kynslóðum saman lifað vió sult og seiru. » - *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.