Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 477 Upp úr jörðinni grafa þeir dauðar vísbendingar, sem þeir breyta í lif- andi sannanir. Þegar fornfræðing- ur finnur steinbrodd af ör eða spjóti, þá rekur hann sögu hans í huga sér eitthvað á þessa leið: — Maður fer að leita sér að tinnu, og er hann hefur fundið hana, nær hann sér í hentugan stein til þess að laga hana í hendi sér, þar til hún hefur fengið á sig broddlag. Síðan notar hann verkfæri úr hjartarhorni til þess að flísa úr og gera eggjar á broddinn. Þá býr hann sér til langa og beina stöng úr tré, líklega með steinknífi. Hann gerir rauf í endann og í þessa rauf stingur hann broddinum og vefur svo fast að með seymi úr stórum dýrum. Þarna hafði hann fengið spjót, og með því gat hann drepið dýr. Dýrin varð hann að veiða, eigi aðeins vegna kjötsins, heldur til að fá seymi, skinn í klæðnað og bein til að gera úr verkfæri. Stein- broddurinn í spjótinu var eflaust af sömu gerð og líkri stærð og venja var á hans dögum. En það er ýmislegt fleira sem reyndur fornfræðingur sér, þegar hann finnur slíkan grip. Hann hef- ur aflað sér víðtækrar sérþekking- ar, og af inum einföldustu hlutum, sem upp úr jörð koma, getur hann lesið heila sögu, sem er jafn áreið- anleg og hann læsi hana á bók. Hver smávægilegur hlutur er sem heill kapítuli í sögu lands vors. Það er fróðleg saga, og hún verður gleggri við hvern nýan grip, sem er grafinn úr jörð og settur á sinn stað í þeirri umgjörð er þegar er til. • Vitneskjuna um fílaveiðar frum- byggjanna hafa menn fengið vegna þess að fundizt hafa inir svo- nefndu Clovis og Sandia broddar. Þetta eru fornir spjótsoddar, gerðir úr steini. í Sandia-helli í Nýu Mexiko Steinbroddar. 1 Sandia, 2 CIovis. Þessir broddar eru taldir 18.000—20.000 ára gamlir. 3 Folsom, talinn 10—12.000 ára. 4 Yuina. talinn 6.000—8.000 ára. Brodd- arnir eru kenndir við þá staði þar sem þeir fundust fyrst. fundust steinbroddar, gömul eld- stæði, viðarkol og bein af hestum, bison, úlfalda, mastodon og mam- mút, en allar þær dýrategundir eru aldauða fyrir löngu. Rannsóknir hafa farið fram á þessum beinum, og komust menn að þeirri niður- stöðu, að þau mundu vera um 18.000 ára gömul. — Sandia spjótoddurinn er um 3 þumlungar á lengd og þumlungur á breidd, og er ein- kennilegt skarð í aðra eggina á þeim öllum. Clovis-broddurinn er venjulega lengri heldur en Sandia-broddur, og í hann er ekkert skarð. Á báðum hliðum hefur verið flísað úr honum svo að þar myndast lautir, sem spjótskaftið getur gengið upp í. Þessir broddar hafa fundizt ásamt mammútbeinum á ýmsum stöðum í Nýu Mexiko, Texas, Nebraska og Colorado. í hvert skifti sem spjótsbroddur fannst ásamt mammútbeinum, þótti fornfræðingum líkur til þess, að menn hefði lagt mammútinn að velli. Dýrafræðingar vita með vissu hvenær mammútarnir voru uppi og þannig voru fengnar sterkar líkur fyrir því hvenær menn hefði fyrst farið að veiða þessi stóru dýr. En þrátt fyrir þetta heldu margir fornfræðingar því fram, að engar sannanir væri fengnar fyrir því að menn hefði lagt dýrin að velli. Og einn fornfræðingur helt því fram, að þetta yrði ekki sannað fyr en menn fyndi spjótbrodda innan í beinagrindum mammúta, eða þá að spjótbroddar fyndist hjá mammúts- beinum, sem sýnilega hefði verið brotin til mergjar, svo áuðséð væri að menn hefði soðið og etið mam- mútkjöt. Það er nú ekki langt síðan að dr. Emil W. Haury frá háskólan- um í Arizona fann þar í fylkinu fimm Clovis-brodda innan í mam- mút-beinagrind. Frekari rannsókn sýndi að dýrinu hafði veríð slátrað. Með þessu þótti þá sannað, að frumbyggjar Ameríku hefði veitt mammút til matar sér. Stóri bisonuxinn var uppi þús- undum ára síðar en mammútinn, og bein af honum gefa því upplýs- ingar um annan kafla í sögu for- feðra Indíánanna. Bein úr honum hafa fundizt ásamt Folsom-brodd- um, sem eru minni og betur gerðir heldur en Clovis-broddarnir. Fol- som-broddarnir eru einn eða tveir þumlungar á lengd og með djúpum skorum báðum megin. Þeir fundust fyrst hjá Folsom í Nýu Mexikó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.