Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 11
W LESBÖK MORGUNBEAÐSINS' AWW1 m GULA HITASÖTTIN Hvernig lœknavisindin fundu teril hennar k ÁRUNUM um 1878 var mikið talað um gulu hitasóttina, og voru læknar ekki á einu máli um hvernig hún bærist og yrði að drep- sótt. Sumir heldu því fram að hún smitaðist mann frá manni, en aðrir voru sannfærðir um að hitasóttar sjúklingar smituðu ekki frá sér, en sóttkveikjan leyndist í fötum þeirra, sængurfötum og öðru og tímgaðist þar við hita, þangað til hún næði taki á næsta manni. En svo var það árið 1900 að bandaríski herinn skipaði sérstaka nefnd til þess að reyna að komast fyrir það með hverjum hætti hita- sóttin bærist. Formaður nefndar- innar var Walter Reed gerlafræð- ingur og herlæknir. Annar var James Carroll. Hann var upphaf- lega skógarhöggsmaður, en gekk í herinn og upp úr því lærði hann læknisfræði. Þriðji var Aristidi Agramento sjúkdómafræðingur frá Columbia háskólanum. Sá fjórði var bandarískur læknir, Jesse Laz- ear að nafni. Þessi nefnd fór til Kúba og settist að í Havana, vegna þess að þá gekk gula hitasóttin þar á eynni. En nú var þarna á eynni gamall læknir, sem hét Carlos Finlay og hann hafði um mörg ár átt við hita- sóttina að berjast. Hann trúði því ekki að veikin bærist frá manni til manns, og eigi heldur að hún bær- ist með hlutum eða fatnaði. Hann var sannfærður um að flugur breiddu út hitasóttina. Amerískur herlæknir, Henry Carter að nafni, hafði verið í Miss- issippi þá fyrir nokkru, er gula hitasóttin brauzt þar út. Hann haf ði gert ýmsar merkilegar athuganir í sambandi við það hvernig hún hegðaði sér, og þær athuganir haf ði nefndin fengið. Hann benti t. d. á, að það væri undarlegt, að nokkur tími liði frá því að fyrsti maður sýktist þangað til veikin blossaði allt í einu upp í algleymingi. Nefnd -in bar þetta saman við aðrar skýrslur, er hún hafði fengið, og það stóð heima: Maður veiktist, svo líður hálfur mánuður, en þá gýs upp faraldur. Þetta gat mjög vel samrýmzt kenningum Finlay læknis um að flugur bæri sýkilinn milli manna. Nef ndin sneri sér því til hans. Eng- inn hafði viljað hlusta á hann áður. Menn höfðu hlegið að honum og sagt að það væri fásinna að ætla að flugur gæti borið sjúkdóma milli manna. En nú hafði gamli læknirinn fengið uppreist. Nú komu til hans helztu sérfræðingar Bandaríkjanna til þess að fá upp- Iýsingar hjá honum. Og hann veitti þær með glöðu geði. Hann lét nefndina fá allt, sem hann hafði ritað um þetta efni, hvernig flugur bæri gulu hitasóttina, og hann lét nefndina einnig fá talsvert af flugnavíum, sem hann hafði hirt til þess að klekja út. Þetta voru víur þeirrar flugu, sem þá var nefnd Stegomyia fasciata (en er nú kólluð Aedis aegypti), því að hana taldi Finlay smitberann, og þó einkum kvenflugurnar. Nefndin klakti út þessum víum og nú gat hún byrjað rannsóknir sínar. Ekki þurfti nú annað en láta einhverja af þessum ósýktu flugum bíta gulursóttar sjúkling, og síðan heilbrigðan mann, og vita svð Evort hann sýktist. En hver vildi fórna sér fyrir þessa tilraun? Hér var mikið í húfi. f stríðinu við Spánverja höfðu Bandaríkja- menn misst 862 menn fallna og 106 höfðu látizt úr sárum. En á sama tíma dóu 5438 hermenn úr gulu hitasóttinni. Nefndarmönnum kom saman um, að ekki þýddi að gera tilraunir á neinum öðrum en mönnum, því ekki væri vitað að dýr gæti tekið veikina, og þess vegna ákváðu þeir að fyrsta tilraunin skyldi gerð á sér sjálfum En um þessar mundir þurfti Reed endilega að skreppa heim, svo að það kom á hina að byrja. Fyrsta verk þeirra var að láta flugurnar, er þeir fengu úr víun- um frá Finlay, bíta hitasóttar sjúk- ling í sjúkrahúsinu í Havana. Laz- ear hafði umsjón með þessu, og hann geymdi flugurnar vandlega sína í hverju hólfi og merkti við hvenær þær hefði bitið sjúklinginn, og á hvaða stigi veikin hefði þá verið. Síðan náði hann í nok'cra kunningja sína og lét gera fyrstu tilraunina á sér og þeim. Aðferðin var mjög einföld. Flugurnar voru teygðar inn í glerpípur, og svo var enda pípunnar þrýst að armi mannsins og beðið þangað til flug- an beit hann. Þetta bar engan áyangur. Eng- inn þeirra veiktist. Gat það skeð að þeir væri allir ónæmir fyrir veikinni? Eða hafði ekki liðið nógu langur tími frá því að flugan beit sjúklinginn og þangað til hún beit þann, sem tilraunin var gerð á? Lazear var ekki ánægður. Svo var það inn 27. ágúst 1900 að hann fór með Carroll lækni inn í flugnageymsluna sína og sýndi honum flugu, sem hann taldi met- fé. Þessi fluga hafði verið látin bíta fjóra sjúklinga með nokkru milli- bili. Voru nú liðnir 12 dagar síðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.