Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 Málþráðurinn yf ir Atlanf shaf j JÚNÍMÁNUÐI í sumar var byrj- að að leggja málþráð yfir At- lantshaf, frá Nýfundnalandi til Skotlands. Það eru þrjú fyrirtæki, sem að þessu standa, American Telephone and Telegraph Com- pany, the Canadian Overseas Tele- kommunication Corporation og brezka póststjórnin, Er gert ráð fyrir því að fyrirtækið muni kosta 40 milljónir dollara og staríræksla þess geti hafizt á næsta ári. MÖrg ár eru nú liðin síðan farið var að undirbúa þetta, og varð að ráða fram úr mörgum vandamálum i sambandi við það. Vegarlengdin milli landa er 3600 km., en lengd símans mun vera eitthvað um 3800 km., vegna mishæða á sjávarbotni. En nú var sá hængur á, að manns- röddin berst ekki langt með neðan- sjávarstreng, verður ósMljanleg eftir að hafa farið svo sem 100 km. Til þess að ráða bót a þessu, hug- kvæmdist mönnum fyrst að setja magnara á símann með vissu milli- bili. Þessa magnara varð að útbúa þannig, að þeir þyldu hinn mikla þunga sjávarins í allt að 15.000 feta dýpi, eða um 3 smál. á hvern fer- þumlung, Magnararnir þurftu líka að vera svo vel úr garði gerðir, að þeir gæti enzt að minnsta kosti í 20 ár. Það var Bell Telephone Labora- tories, íem f ann upp slíkan magn- ara eftir 25 ára tilraunir, fíann er að vísu ekki kallaður magnari, heldur ítrekari (repeater). Hvert þetta áhald kostar 70.000 dollara og 52 þarf á hvorn síma, en nú verða símarnir að vera tveir, annar fyrir tal vestur um haf, hinn fyrir tal austur um haf, svo að 104 ítrekara þarf þarna alls. Málþráðurinn fynr tal austur um haf hefur nú verið lagður, og á næsta sumri verður hinn síminn lagður. Og þegar þetta er komið í lag, er gert ráð fyrir að 36 samtöl geti farið fram samtímis i báðum símum. Sambandið er talið öruggt, nema því aðeins að jarðskjálftar eða eldsumbrot á sjávarbotni kunni að ónýta símann. Aðdróttorafl jorðnr CIÐAN 1948 hafa visindamenn venð að athuga aðdráttaraíl jarðar Wðsvegar á hnettinum. Hafa þeir gert um 8000 mælingar og hef- ur komið í ljós, að aðdráttaraflið er ekki alls staðar jafnt. Ekki hefur verið unnt að gera mælingar onnan járntjaldsins, og ekki heldur á Suð- urheimskautmu, en það verður gert á þessu ári. Aðdráttarafhð er mælt í stigum, sem nefnist „gal" til virðingar við Galilei, er fyrstur fann aðdráttar- aflið. Gals er svo aftur skift í milh- gals, þegar um sérstaklega nákvæm -ar mælingar er að ræða. Meðal- þungi aðdráttaraflsins er 980 gals. í Lima í Peru er hann þó ekki nema 978 gals, en á Norðurheimskautinu 983 gals. Ef um meiri þunga er ein- hvers staðar að ræða, þá mun það vera á Suðurheimskauti. Menn hugsa sér að aðdráttaraflið líkt og geisli frá miðdepli jarðar, en vegna þess að jörðin er flatari við heimskautin, þá sé aðdráttar- aflið sterkara þar. Síðan minnkar það hér um hxl um einn milhgal á hvern enskri mílu fré heimskaut- inu að miðjarðarlínu. Það mmnkar líka þar sem fjöll eru og nemur það um 6 milligals á hver 100 fet. Vatn hefur ekki áhrif á þetta og þess vegna var það að menn fundu hina miklu gjá eða djúpa dal sem er á botni Kyrrahafsins. Aðdráttarafls mælingar höfðu sýnt að þar mundi vera felling í jarðskorpunni. d5arnahiai t — En hvað þú ert orðin stór stúlka, sagði afi gamli. Þó man ég eins og það hefði skeð í gær þeg- ar þú fæddist, það var á mánu- dagsmorgni í glampandi sólskini. — Nei, nú misminnir þig, afi, sagði Anna litla. Það getur ekki hafa verið á mánudagsmorgni, því að ég fer á dansæfingu á hvsrjum mánudagsmorgni. Kennarinn var að reyna at- hyglisgáfu barnanna og bað þau að skrifa niður á blað hvað þeim mundi fyrst detta í hug, ef þau kæmi inn í herbergi og seei þar mauravef. Svörin voru mjög á þá lund, er hún hafði búizt við: að her- bergið hefði ekki verið hreinsað nýlega, að það hefði verið autt um tíma, að húsráðandinn væri kærulaus sóði. En Sigga litla svaraði á annan hátt. Hún skrif- aði: „Mér mundi detta í hug að maur hofði verið þar." Steiní var ajö ára þegar hann réðlst snúningasveinn í skrif- stofu. Fyrsta morguninn sagði húsbóndinn við hann: „Farðu þarna í símaskrána og finndu hvaða simanúmer hann Þórarinn Jónsson hefur." Fjórum klukkustundum seinna kallaði hann aftur í drenginn: „Nú, hvernig gengur þetta, hef- urðu fundið íímanúmerið?" „Nei, ekki en'x, on mér gengur vel, ég er Imaian aftur í K." Börn í ajo-ja '-akk voru beð- ín að teikna mynd af því hvað þau víldu vera, þegar þau væri orðin stór. Það gekk ágætlega, einn teiknaði bílstjóra, armar skipstjóra o. s. frv. En Stína lítla skilaði auðu blaði. Þegar kenn- arinn spurði hvernig á því stæði, sagði hún kjökrandi: — Mig langar til að vera gift, en ég veit ekki hvernig ég á að teikna það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.